Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Hólmfríður Gísladóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. janúar 2023 11:25 Ríkissáttasemjari Vilhelm Gunnarsson Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira