Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2023 07:01 Héðinn Sveinbjörnsson bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar könnunar eru það alls ekki launahækkanir eða aðrir veraldlegir liðir sem skipta starfsfólk mestu máli. Þvert á móti eru það atriði eins og frjálsræði í vinnu og sjálfstjórn, að gera eitthvað sem skiptir máli, læra eitthvað nýtt og svo framvegis. 36% starfsfólks segist upplifa hamingju í vinnunni daglega eða flesta daga. Vísir/Vilhelm Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að 46% starfsfólks í heiminum telur sig upplifa hamingjuna í vinnunni. Þá segjast 36% vera mjög ánægð alla daga eða flesta daga í vinnunni. „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að efst á lista fólks um það sem skiptir máli eru atriði eins og frjálsræði í vinnu, að vera að gera eitthvað sem skiptir máli, að vinna við eitthvað sem veitir mér ánægju, að læra eitthvað nýtt í vinnunni og jafnvægi einkalífs og vinnu,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson sem undanfarin misseri hefur boðað það erindi til allra sem vilja hlusta að hamingja í vinnunni sé mjög mikilvæg. Launin og stöðuhækkun í neðstu sætum Umrædd rannsókn var gerð á vegum The Woohoo partnership en þetta eru í raun samtök og samfélag um allan heim sem vinna að því statt og stöðugt að byggja upp hamingju á vinnustöðum. Aðildarfélög eru vinnustaðir í öllum atvinnugreinum en meðal þekktra nafna má nefna KPMG, LEGO, Shell, Microsoft og Nespresso. Könnunin fór þannig fram að í samstarfi við aðildarfélögin voru spurningar lagðar fyrir starfsfólk innan þeirra raða um allan heim. Það sem vekur athygli er að í fimm neðstu sætunum mældust eftirfarandi liðir: 25. Í neðsta sæti mældist stöðuhækkun 24. Bónus eða önnur fjárhagsleg viðurkenning 23. Launahækkun 22. Frábær vinnuaðstaða, hönnunarlega séð og starfslega séð 21. Aðstaða eða atriði sem snúa að heilsu og vellíðan fyrir starfsfólk, til dæmis matur, drykkir, frítt nudd eða líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk „Þetta sýnir að það eru ekki utanaðkomandi áhrif eða ,,verðlaun“ sem mótíverar fólk heldur að fólki líki við það sem það er að gera, sé veitt frjálsræði og sjálfstjórn og upplifi árangurinn af vinnunni.“ Í efstu fimm sætunum um það sem fólk segir skipta mestu máli eru: 1. Í efsta sæti mældist tækifærið til fjarvinnu 2. Jafnvægi einkalífs og vinnu 3. Umhyggja vinnuveitenda fyrir vellíðan og heilsu starfsfókls 4. Tækifæri til sköpunar og skapandi hugsunar í vinnunni 5. Traust, samkennd og samvinna teymisins „Þessar niðurstöður sýna vel að það verður að vera meining á bakvið vinnuna og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er mikilvægt,“ segir Héðinn sem sjálfur sagði upp starfi sem fjármálastjóri hjá Reykjavíkurborg, lærði að vera Chief Officer of Happines og starfar í dag sem þjónn á veitingastaðnum Bjargarsteinn í Grundarfirði. Nú kynnu einhverjir að velta því fyrir sér hvers vegna það skipti mjög miklu máli að fólk upplifi hamingju í vinnunni. Enda ekki allir á barmi kulnunar þótt svo sé ekki. Niðurstöðurnar hvað þetta varðar sýna skýrt að það er til mikils að vinna að horfa meira til ánægju og hamingju starfsfólks en veraldlega liði því 75% starfsfólks segist hafa meiri orku þegar það upplifir sig hamingjusamt í vinnunni og 67% segjast vera afslappaðri og minna stressað ef það er fyrst og fremst ánægt í vinnunni. Þá sögðust tæplega 66% starfsfólks vera ánægðari í lífinu utan vinnu, þegar það upplifir sig mjög ánægt í starfi og hamingjusamt. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í skjali. Tengd skjöl Woohoo_Survey_Results_-_2022_(003)_(002)PDF931KBSækja skjal Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Kjaramál Geðheilbrigði Heilsa Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Hamingjuvikan framundan: „Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt“ Í næstu viku er International Week of Happiness at work. Vikan hefst mánudaginn 19.september og lýkur 25.september. 14. september 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að 46% starfsfólks í heiminum telur sig upplifa hamingjuna í vinnunni. Þá segjast 36% vera mjög ánægð alla daga eða flesta daga í vinnunni. „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að efst á lista fólks um það sem skiptir máli eru atriði eins og frjálsræði í vinnu, að vera að gera eitthvað sem skiptir máli, að vinna við eitthvað sem veitir mér ánægju, að læra eitthvað nýtt í vinnunni og jafnvægi einkalífs og vinnu,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson sem undanfarin misseri hefur boðað það erindi til allra sem vilja hlusta að hamingja í vinnunni sé mjög mikilvæg. Launin og stöðuhækkun í neðstu sætum Umrædd rannsókn var gerð á vegum The Woohoo partnership en þetta eru í raun samtök og samfélag um allan heim sem vinna að því statt og stöðugt að byggja upp hamingju á vinnustöðum. Aðildarfélög eru vinnustaðir í öllum atvinnugreinum en meðal þekktra nafna má nefna KPMG, LEGO, Shell, Microsoft og Nespresso. Könnunin fór þannig fram að í samstarfi við aðildarfélögin voru spurningar lagðar fyrir starfsfólk innan þeirra raða um allan heim. Það sem vekur athygli er að í fimm neðstu sætunum mældust eftirfarandi liðir: 25. Í neðsta sæti mældist stöðuhækkun 24. Bónus eða önnur fjárhagsleg viðurkenning 23. Launahækkun 22. Frábær vinnuaðstaða, hönnunarlega séð og starfslega séð 21. Aðstaða eða atriði sem snúa að heilsu og vellíðan fyrir starfsfólk, til dæmis matur, drykkir, frítt nudd eða líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk „Þetta sýnir að það eru ekki utanaðkomandi áhrif eða ,,verðlaun“ sem mótíverar fólk heldur að fólki líki við það sem það er að gera, sé veitt frjálsræði og sjálfstjórn og upplifi árangurinn af vinnunni.“ Í efstu fimm sætunum um það sem fólk segir skipta mestu máli eru: 1. Í efsta sæti mældist tækifærið til fjarvinnu 2. Jafnvægi einkalífs og vinnu 3. Umhyggja vinnuveitenda fyrir vellíðan og heilsu starfsfókls 4. Tækifæri til sköpunar og skapandi hugsunar í vinnunni 5. Traust, samkennd og samvinna teymisins „Þessar niðurstöður sýna vel að það verður að vera meining á bakvið vinnuna og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er mikilvægt,“ segir Héðinn sem sjálfur sagði upp starfi sem fjármálastjóri hjá Reykjavíkurborg, lærði að vera Chief Officer of Happines og starfar í dag sem þjónn á veitingastaðnum Bjargarsteinn í Grundarfirði. Nú kynnu einhverjir að velta því fyrir sér hvers vegna það skipti mjög miklu máli að fólk upplifi hamingju í vinnunni. Enda ekki allir á barmi kulnunar þótt svo sé ekki. Niðurstöðurnar hvað þetta varðar sýna skýrt að það er til mikils að vinna að horfa meira til ánægju og hamingju starfsfólks en veraldlega liði því 75% starfsfólks segist hafa meiri orku þegar það upplifir sig hamingjusamt í vinnunni og 67% segjast vera afslappaðri og minna stressað ef það er fyrst og fremst ánægt í vinnunni. Þá sögðust tæplega 66% starfsfólks vera ánægðari í lífinu utan vinnu, þegar það upplifir sig mjög ánægt í starfi og hamingjusamt. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í skjali. Tengd skjöl Woohoo_Survey_Results_-_2022_(003)_(002)PDF931KBSækja skjal
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Kjaramál Geðheilbrigði Heilsa Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Hamingjuvikan framundan: „Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt“ Í næstu viku er International Week of Happiness at work. Vikan hefst mánudaginn 19.september og lýkur 25.september. 14. september 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01
Hamingjuvikan framundan: „Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt“ Í næstu viku er International Week of Happiness at work. Vikan hefst mánudaginn 19.september og lýkur 25.september. 14. september 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32