„Þessi samningur er bara kominn á“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 21:44 Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. Vísir/Vilhelm „Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira