Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 09:36 Háskóli íslands Vísir/Vilhelm Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira