Þórður Snær og sannleikurinn Páll Steingrímsson skrifar 28. febrúar 2023 16:00 Það verður að segjast eins og er að það er hálf furðulegt að fylgjast með fréttaflutningi af málflutningi vegna stefnu Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs á hendur Páli Vilhjálmssyni kennara. Vitaskuld var Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður fenginn til að gæta hagsmuna þeirra, en hann er bróðir Inga Freys, samstarfsmanns þeirra, og Finns Þórs saksóknara sem rekur Namibíumálið. Það sem vakti sérstaka athygli mína var að heyra Vilhjálm staðhæfa að gera eigi meiri kröfur til blaðamanna en annarra sem tjá sig. Tel ég þessa viðhorfsbreytingu til bóta og tek undir það með honum. Geri ég því ráð fyrir að Þórður Snær, Arnar Þór, Aðalsteinn og fleiri beri enn meiri ábyrgð fyrir verðlaunað hugarfóstur sitt um svokallaða “skæruliðadeild Samherja”. Þeir vita mætavel, hafandi valsað um í samskiptum mínum, að slíkt tal sneri aldrei að blaðamönnum þó þeim leiðist aldrei að leika fórnarlamb og telja heiminn snúast um sig. Það var líka ánægjulegt að sjá að þeir kumpánar skilja nú að það tekur á og tekur tíma og orku að útskýra fyrir fólki og leiðrétta rangfærslur. Er það sérstaklega erfitt þegar þeir sem fara fram með slíkt eru starfandi blaðamenn, tala nú ekki um margverðlaunaðirm og með óheftan aðgang að mörgum fjölmiðlum. Það er meiri ábyrgð sem hvílir á þeim enda leggur fólk ósjálfrátt meiri trúnað við orð þeirra. Ábyrgðin er því enn meiri en hjá bloggara sem eitt sem starfaði sem blaðamaður. Myndi ég halda. Sem fyrr segir er Þórður Snær í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta notað nokkra fjölmiðla, og þar á meðal ríkisfjölmiðilinn, til þess að koma sínum samsæriskenningum á framfæri, meðan aðrir hafa bara Facebook vegg sinn til þess. Þó ég sé hærri en Þórður Snær í sentimetrum talið þá er ljóst að hann er Golíat í þeirri viðureign. Þó Þórður Snær sé Golíat virðist hann fastur í fórnarlambsgírnum. Það er erfitt þegar lögreglan rannsakar hann, það er erfitt að útskýra hluti fyrir vinum og vandamönnum, það er erfitt að vera blaðamaður. Ég tek undir þetta allt þó ég hafi ekki reynslu af því síðastnefnda. Það sem er hins vegar grábölvað er þegar Golíat leikur fórnarlamb með því að ljúga og blekkja. Þannig reynir Þórður Snær ranglega að blanda Samherja og Namibíumálinu inn í lögreglumálið hvar hann er sakborningur og heldur því fram að lögreglan hafi verið að fiska upplýsingar um skrif hans um Samherja og Namibíumálið. Þetta gerir hann til að skapa þau hugrenningartengsl að Samherji stýri lögreglunni og hann sé fórnarlamb. Það er kolrangt. Lögreglan spurði hann aldrei út í þau skrif, heldur aðeins það sem hann skrifaði upp úr einkasamskiptum mínum. Og við skulum líka halda því til haga að þessir sakborningar hafa aldrei verið beðnir um að upplýsa um hver sé heimildarmaðurinn enda vitað hver hann er. Það er hins vegar ekkert nýtt að þeir lesi eitthvað annað upp úr gögnum en stendur í þeim, það hef ég reynt á eigin skinni. Þrátt fyrir þetta er Þórði Snæ mjög umhugað að það sé sagt satt og rétt frá. Lét hann hafa það eftir sér í Kastljósþætti 26. maí 2021 að fjölmiðlar ættu að vera faglegir og segja satt og rétt frá. Minna virðist þó fara fyrir sannleiksástinni þegar hann segir fréttir af mönnum og málefnum sem hann hefur litlar mætur á. Til dæmis bjó hann til heila skæruliðadeild innan skipurits Samherja til höfuðs blaðamönnum. Er það víðs fjarri sannleikanum og kemur skýrt fram í einkasamskiptunum sem hann komst yfir í vondri trú. Honum virðist þó liggja í léttu rúmi að þetta taki frá mér orku að leiðrétta, enda í fullu starfi að fórnarlambsvæða sig og hina sakborningana á erlendri grundu um þessar mundir. Á minn kostnað að sjálfsögðu. Aftur virðist sannleiksástin vera víðs fjarri þar eins og hér heima. Önnur þvæla sem hann hefur haldið á lofti er þegar hann kenndi mér grein sem ég á enga aðild að nema að finnast greinin góð, en þessi grein sem heitir „Hálf kveðnar vísur Kjarnans“. Í greininni er vinnubrögðunum sem sakborningurinn Þórður Snær viðhefur lýst ágætlega: „Ritstjórinn fjallar heldur ekkert um þá staðreynd að eftir að vinnuskjal Verðlagsstofu skiptaverðs fannst loksins á dögunum kom í ljós að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði slitið upplýsingar í skjalinu úr samhengi í áðurnefndum Kastljósþætti og aðeins birt hluta skjalsins til að láta Samherja líta illa út“. Já, ritstjórinn og sakborningurinn Þórður Snær er eins og bergmálshellir Ríkisútvarpsins í stað að vera gagnrýninn á störf þeirra. Eins þegar ég velti fyrir mér framboði í aðdraganda kosningar. Sneri hann því upp í óeðlileg afskipti af kosningum. Almenningur virðist því ekki mega hugsa um framboð og ræða við vini sína nema bera undir tilnefningarnefnd Þórðar Snæs. Fleiri dæmi eru til þar sem sannleiksást Þórðar Snæs virðist hafa gufað upp. Þeir sem hafa raunverulega sett sig inn í málin, eins og Örn Arnarson á Viðskiptablaðinu, vita að ávirðingar sakborningsins Þórðar Snæs eiga ekki við rök að styðja. Mæli ég með greininni „Skrímslin hafa umkringt Vatnaskóg“, en svo vitnað sé í aðfararorð þeirrar greinar: „Fullyrðingar verða ekki sannar við þetta að þær séu endurteknar.“ Þórður Snær stendur nú í málaferlum við kennara í Garðabæ og krefur hann afsökunarbeiðni. Ég vænti þess að Þórður Snær muni biðjast afsökunar á því að kenna mig og aðra starfsmenn Samherja við „skæruliðadeild“ sem á að hafa verið sett til höfuðs blaðamönnum, svo og á öðrum röngum fullyrðingum og offorsi hans. Sem blaðamaður ber hann meiri ábyrgð en aðrir og ætti því að ganga fram með góðu fordæmi. Það segir a.m.k. lögmaður hans. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður að segjast eins og er að það er hálf furðulegt að fylgjast með fréttaflutningi af málflutningi vegna stefnu Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs á hendur Páli Vilhjálmssyni kennara. Vitaskuld var Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður fenginn til að gæta hagsmuna þeirra, en hann er bróðir Inga Freys, samstarfsmanns þeirra, og Finns Þórs saksóknara sem rekur Namibíumálið. Það sem vakti sérstaka athygli mína var að heyra Vilhjálm staðhæfa að gera eigi meiri kröfur til blaðamanna en annarra sem tjá sig. Tel ég þessa viðhorfsbreytingu til bóta og tek undir það með honum. Geri ég því ráð fyrir að Þórður Snær, Arnar Þór, Aðalsteinn og fleiri beri enn meiri ábyrgð fyrir verðlaunað hugarfóstur sitt um svokallaða “skæruliðadeild Samherja”. Þeir vita mætavel, hafandi valsað um í samskiptum mínum, að slíkt tal sneri aldrei að blaðamönnum þó þeim leiðist aldrei að leika fórnarlamb og telja heiminn snúast um sig. Það var líka ánægjulegt að sjá að þeir kumpánar skilja nú að það tekur á og tekur tíma og orku að útskýra fyrir fólki og leiðrétta rangfærslur. Er það sérstaklega erfitt þegar þeir sem fara fram með slíkt eru starfandi blaðamenn, tala nú ekki um margverðlaunaðirm og með óheftan aðgang að mörgum fjölmiðlum. Það er meiri ábyrgð sem hvílir á þeim enda leggur fólk ósjálfrátt meiri trúnað við orð þeirra. Ábyrgðin er því enn meiri en hjá bloggara sem eitt sem starfaði sem blaðamaður. Myndi ég halda. Sem fyrr segir er Þórður Snær í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta notað nokkra fjölmiðla, og þar á meðal ríkisfjölmiðilinn, til þess að koma sínum samsæriskenningum á framfæri, meðan aðrir hafa bara Facebook vegg sinn til þess. Þó ég sé hærri en Þórður Snær í sentimetrum talið þá er ljóst að hann er Golíat í þeirri viðureign. Þó Þórður Snær sé Golíat virðist hann fastur í fórnarlambsgírnum. Það er erfitt þegar lögreglan rannsakar hann, það er erfitt að útskýra hluti fyrir vinum og vandamönnum, það er erfitt að vera blaðamaður. Ég tek undir þetta allt þó ég hafi ekki reynslu af því síðastnefnda. Það sem er hins vegar grábölvað er þegar Golíat leikur fórnarlamb með því að ljúga og blekkja. Þannig reynir Þórður Snær ranglega að blanda Samherja og Namibíumálinu inn í lögreglumálið hvar hann er sakborningur og heldur því fram að lögreglan hafi verið að fiska upplýsingar um skrif hans um Samherja og Namibíumálið. Þetta gerir hann til að skapa þau hugrenningartengsl að Samherji stýri lögreglunni og hann sé fórnarlamb. Það er kolrangt. Lögreglan spurði hann aldrei út í þau skrif, heldur aðeins það sem hann skrifaði upp úr einkasamskiptum mínum. Og við skulum líka halda því til haga að þessir sakborningar hafa aldrei verið beðnir um að upplýsa um hver sé heimildarmaðurinn enda vitað hver hann er. Það er hins vegar ekkert nýtt að þeir lesi eitthvað annað upp úr gögnum en stendur í þeim, það hef ég reynt á eigin skinni. Þrátt fyrir þetta er Þórði Snæ mjög umhugað að það sé sagt satt og rétt frá. Lét hann hafa það eftir sér í Kastljósþætti 26. maí 2021 að fjölmiðlar ættu að vera faglegir og segja satt og rétt frá. Minna virðist þó fara fyrir sannleiksástinni þegar hann segir fréttir af mönnum og málefnum sem hann hefur litlar mætur á. Til dæmis bjó hann til heila skæruliðadeild innan skipurits Samherja til höfuðs blaðamönnum. Er það víðs fjarri sannleikanum og kemur skýrt fram í einkasamskiptunum sem hann komst yfir í vondri trú. Honum virðist þó liggja í léttu rúmi að þetta taki frá mér orku að leiðrétta, enda í fullu starfi að fórnarlambsvæða sig og hina sakborningana á erlendri grundu um þessar mundir. Á minn kostnað að sjálfsögðu. Aftur virðist sannleiksástin vera víðs fjarri þar eins og hér heima. Önnur þvæla sem hann hefur haldið á lofti er þegar hann kenndi mér grein sem ég á enga aðild að nema að finnast greinin góð, en þessi grein sem heitir „Hálf kveðnar vísur Kjarnans“. Í greininni er vinnubrögðunum sem sakborningurinn Þórður Snær viðhefur lýst ágætlega: „Ritstjórinn fjallar heldur ekkert um þá staðreynd að eftir að vinnuskjal Verðlagsstofu skiptaverðs fannst loksins á dögunum kom í ljós að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði slitið upplýsingar í skjalinu úr samhengi í áðurnefndum Kastljósþætti og aðeins birt hluta skjalsins til að láta Samherja líta illa út“. Já, ritstjórinn og sakborningurinn Þórður Snær er eins og bergmálshellir Ríkisútvarpsins í stað að vera gagnrýninn á störf þeirra. Eins þegar ég velti fyrir mér framboði í aðdraganda kosningar. Sneri hann því upp í óeðlileg afskipti af kosningum. Almenningur virðist því ekki mega hugsa um framboð og ræða við vini sína nema bera undir tilnefningarnefnd Þórðar Snæs. Fleiri dæmi eru til þar sem sannleiksást Þórðar Snæs virðist hafa gufað upp. Þeir sem hafa raunverulega sett sig inn í málin, eins og Örn Arnarson á Viðskiptablaðinu, vita að ávirðingar sakborningsins Þórðar Snæs eiga ekki við rök að styðja. Mæli ég með greininni „Skrímslin hafa umkringt Vatnaskóg“, en svo vitnað sé í aðfararorð þeirrar greinar: „Fullyrðingar verða ekki sannar við þetta að þær séu endurteknar.“ Þórður Snær stendur nú í málaferlum við kennara í Garðabæ og krefur hann afsökunarbeiðni. Ég vænti þess að Þórður Snær muni biðjast afsökunar á því að kenna mig og aðra starfsmenn Samherja við „skæruliðadeild“ sem á að hafa verið sett til höfuðs blaðamönnum, svo og á öðrum röngum fullyrðingum og offorsi hans. Sem blaðamaður ber hann meiri ábyrgð en aðrir og ætti því að ganga fram með góðu fordæmi. Það segir a.m.k. lögmaður hans. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun