Ótakmarkaðar losunarheimildir á bulli Andrea Róbertsdóttir skrifar 8. mars 2023 11:30 „Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun