Sex ráðherrar ekki leyst vandann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 16:41 Irma Gunnarsdóttir er fráfarandi formaður Félags íslenska listdansara. Aðsend/Listdansskóli Íslands Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma. Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma.
2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn)
Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira