Xi líklega við völd í Kína til æviloka Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 19:30 Xi Jinping sver embættiseið sinn að stjórnarskrá Kína í þriðja sinn og verður því að forseti í fimm ár til viðbótar að minnsta kosti AP/Xie Huanchi/ Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú. Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú.
Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43
Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46