Segir að svona risavika sé einmitt það sem Liverpool liðið þarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 09:30 Mohamed Salah og Andy Robertsson fagna marki hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Næstu átta dagar hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eru eins krefjandi og þeir gerast. Á þessari rúmu viku mætir Liverpool liðið Manchester City, Chelsea og Arsenal í einum rykk. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, fer yfir stöðu mála hjá sínu gamla félagi í pistli á vef breska ríkisútvarpsins. „Þetta verður risavika fyrir Liverpool en það að þeir fá þessi þrjú stóru próf er kannski einmitt það sem liðið þarf á að halda,“ skrifaði Danny Murphy. Man City v Liverpool: Danny Murphy on Jurgen Klopp's big week https://t.co/r8JS4xQdia— BBC Football News (@BBCFoot) March 31, 2023 „Liverpool byrjar á því að spila við Manchester City á laugardaginn og svo taka við leikir við Chelsea og Aresenal á næstu átta dögum. Ég tel að Liverpool verði að vinna að minnsta kosti tvo af þessum þremur leikjum til þess að eiga möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætunum,“ skrifaði Murphy. „Þetta lítur út fyrir óárennilegt verkefni en það gæti komið sumu fólki á óvart að Liverpool hefur ekki bara staðið sig vel í stóru leikjunum í vetur heldur hefur liðið staðið sig best allra,“ skrifaði Murphy. Liverpool hefur náð í fimmtán stigum í sjö leikjum á móti liðum sem teljast til þeirra stóru sex. Það er tveimur stigum meira en Manchester City, Arsenal og Manchester United en Manchester liðin bæði hafa leikið leik meira en Liverpool. „Það var hins vegar ekki sjokkerandi fyrir mig að sjá lið Jürgen Klopp á toppnum á slíkri töflu,“ skrifaði Murphy. „Þetta gæti orðið stórkostleg vika fyrir Liverpool en sama hvað gerist þá mun hún ráða miklu, ekki bara um hvernig tímabilið endar heldur einnig hvað félagið mun gera á markaðnum í sumar,“ skrifaði Murphy. Hann hefur áhyggjur af því að ef Liverpool nær að lauma sér inn í Meistaradeildina á síðustu stundu eins og árið 2021 þá sé möguleiki á því að Klopp fái ekki alvöru pening til að styrkja liðið. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Á þessari rúmu viku mætir Liverpool liðið Manchester City, Chelsea og Arsenal í einum rykk. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, fer yfir stöðu mála hjá sínu gamla félagi í pistli á vef breska ríkisútvarpsins. „Þetta verður risavika fyrir Liverpool en það að þeir fá þessi þrjú stóru próf er kannski einmitt það sem liðið þarf á að halda,“ skrifaði Danny Murphy. Man City v Liverpool: Danny Murphy on Jurgen Klopp's big week https://t.co/r8JS4xQdia— BBC Football News (@BBCFoot) March 31, 2023 „Liverpool byrjar á því að spila við Manchester City á laugardaginn og svo taka við leikir við Chelsea og Aresenal á næstu átta dögum. Ég tel að Liverpool verði að vinna að minnsta kosti tvo af þessum þremur leikjum til þess að eiga möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætunum,“ skrifaði Murphy. „Þetta lítur út fyrir óárennilegt verkefni en það gæti komið sumu fólki á óvart að Liverpool hefur ekki bara staðið sig vel í stóru leikjunum í vetur heldur hefur liðið staðið sig best allra,“ skrifaði Murphy. Liverpool hefur náð í fimmtán stigum í sjö leikjum á móti liðum sem teljast til þeirra stóru sex. Það er tveimur stigum meira en Manchester City, Arsenal og Manchester United en Manchester liðin bæði hafa leikið leik meira en Liverpool. „Það var hins vegar ekki sjokkerandi fyrir mig að sjá lið Jürgen Klopp á toppnum á slíkri töflu,“ skrifaði Murphy. „Þetta gæti orðið stórkostleg vika fyrir Liverpool en sama hvað gerist þá mun hún ráða miklu, ekki bara um hvernig tímabilið endar heldur einnig hvað félagið mun gera á markaðnum í sumar,“ skrifaði Murphy. Hann hefur áhyggjur af því að ef Liverpool nær að lauma sér inn í Meistaradeildina á síðustu stundu eins og árið 2021 þá sé möguleiki á því að Klopp fái ekki alvöru pening til að styrkja liðið. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira