Andinn & efnið Árni Már Jensson skrifar 8. apríl 2023 10:20 Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins? Rétt fyrir viðskilnað sálar og líkama umbreytist hugsun mannsins frá því að vera efnistengd í að vera andleg. Hverju sætir og hvaða öfl eru þarna að verki sem hafa þessi áhrif á hugsunina? Jú, á þessum tímamótum upplifir maðurinn forgengileika efnisins á eigin skinni og líkama. Raunvísindin sem hann hefur treyst og trúað á allt sitt líf að komi honum að gagni reynast allt í einu haldlaus. Þarna gildir einu hvort maðurinn hafi verið trúmaður eða trúleysingi. Holdlíkami hans bregst honum þrátt fyrir öll þau lyf, bætiefni og læknisaðstoð sem hann hefur lagt traust sitt á. Þrátt fyrir allt það erfiði sem hann hefur lagt á sig til að viðhalda líkamlegri hreysti með hreyfingu og hollustu, þá virkar ekkert á þessari loka stundu. Fasteignirnar, hlutabréfin og bílarnir hafa ekkert verðgildi lengur þrátt fyrir að hafa kostað blóð svita og tár að eignast og lungan úr ævinni að hlaða kringum sig. Á þessum tímapunkti upplifir maðurinn aðeins þá einu ósk sem hann ávalt tók sem sjálfsagða – að fá að lifa. Af hverju þarf maðurinn að snerta lægstu skör jarðvistarlífsins til að verða þess áskynja að hann hafi fórnað sálarþroskanum, sinni einu varanlegu eign, á altari hverfulleikans – altari efnisins? Og hvað færir okkur betur heim vissuna um andann ofar efninu en hugsun mannsins og þrá á sinni hinstu stund – stund sannleikans. Jesú sagði: “Það mætti undur teljast ef holdið hefur orðið til fyrir tilstilli andans. En stærra undur hlýtur það að kallast ef andinn hefir orðið til fyrir tilstilli dauðlegs líkamans. Ég furða mig aftur og aftur á því hvernig þessi stórkostlega auðlegð andans hefir tekið sér bólfestu í þessari fátæklegu eymd.”(Tómasarguðspjall 29. ummæli). Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins? Rétt fyrir viðskilnað sálar og líkama umbreytist hugsun mannsins frá því að vera efnistengd í að vera andleg. Hverju sætir og hvaða öfl eru þarna að verki sem hafa þessi áhrif á hugsunina? Jú, á þessum tímamótum upplifir maðurinn forgengileika efnisins á eigin skinni og líkama. Raunvísindin sem hann hefur treyst og trúað á allt sitt líf að komi honum að gagni reynast allt í einu haldlaus. Þarna gildir einu hvort maðurinn hafi verið trúmaður eða trúleysingi. Holdlíkami hans bregst honum þrátt fyrir öll þau lyf, bætiefni og læknisaðstoð sem hann hefur lagt traust sitt á. Þrátt fyrir allt það erfiði sem hann hefur lagt á sig til að viðhalda líkamlegri hreysti með hreyfingu og hollustu, þá virkar ekkert á þessari loka stundu. Fasteignirnar, hlutabréfin og bílarnir hafa ekkert verðgildi lengur þrátt fyrir að hafa kostað blóð svita og tár að eignast og lungan úr ævinni að hlaða kringum sig. Á þessum tímapunkti upplifir maðurinn aðeins þá einu ósk sem hann ávalt tók sem sjálfsagða – að fá að lifa. Af hverju þarf maðurinn að snerta lægstu skör jarðvistarlífsins til að verða þess áskynja að hann hafi fórnað sálarþroskanum, sinni einu varanlegu eign, á altari hverfulleikans – altari efnisins? Og hvað færir okkur betur heim vissuna um andann ofar efninu en hugsun mannsins og þrá á sinni hinstu stund – stund sannleikans. Jesú sagði: “Það mætti undur teljast ef holdið hefur orðið til fyrir tilstilli andans. En stærra undur hlýtur það að kallast ef andinn hefir orðið til fyrir tilstilli dauðlegs líkamans. Ég furða mig aftur og aftur á því hvernig þessi stórkostlega auðlegð andans hefir tekið sér bólfestu í þessari fátæklegu eymd.”(Tómasarguðspjall 29. ummæli). Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar