Ísland í eftirsannleik: Samfélagslegar gaslýsingar og afbakaður raunveruleiki Stefanía Arnardóttir skrifar 17. apríl 2023 08:00 Lygar innan stjórnmála eru ekki ný af nálinni en nú hafa forsendur breyst. Í dag er munurinn milli sannleikans og lyga orðinn óljósari miðað við það sem áður var. Sannleiksgildi þess sem haldið er fram skiptir ekki lengur máli enda taka siðferðiskröfur samfélagsins ekki tillit til þess. Í dag er það að leita uppruna heimilda, rýna í gögn, velta málefnum fyrir sér og gagnrýnin hugsun ekki eitthvað sem er haldið hátt undir höfði. Vægi vísinda og gagnasöfnunar hafa vikið frá í skiptum fyrir vægi frásagna og munnsöfnuðar. Orð og ræða. Ekki gögn sem má ræða. Þetta er fyrirsjáanleg þróun í heimi þar sem valdabaráttan snýst ekki um sannleikann heldur áhrif. Þessi áhrif fást meðal annars í gegnum samfélagsmiðla, en sem dæmi nota stjórnvöld Sádí-Arabíu og Rússlands slíka miðla talsvert til að stýra samfélagsumræðunni og hafa eftirlit með þegnum sínum. Slík valdabarátta á sér ekki einungis stað í ríkjum einræðisherra heldur lifir hún góðu lífi í hinum Vestræna heimi. Í Vestrænu samfélagi búum við í þeirri trú að með lýðræði og lýðræðislegri þátttöku geti þegnar haft áhrif á stjórnmál þjóðar sinnar og að með lýðræðislegri þátttöku megi gera heiminn betri. Nú hefur bilið milli leyfilegrar og óleyfilegrar umræðu þrengst mikið og afleiðingar óleyfilegrar umræðu orðnar alvarlegri en áður tíðkaðist. Hvernig stendur á þessu í lýðræðislegu samfélagi? Þátttaka í Alþingiskosningum náði hámarki árið 1956 þegar rúm 92% þjóðarinnar mættu á kjörstað og nýttu sinn lýðræðislega rétt sem þegnar í frjálsu samfélagi. En þetta hlutfall hefur lækkað nokkuð jafnt og þétt síðan. Mig langar að segja þetta vera ummerki um að traust þjóðarinnar á lýðræðinu hafi dalað og langar mig að reyna velta því fyrir mér hvers vegna svo sé. Til að gera það ætla ég fyrst að ræða hvað pólitískur eftirsannleikur er en síðan ræða eftirsannleik strangrar hugmyndafræði. Það er eðlilegt að velta síðan fyrir sér hvaða áhrif slíkur eftirsannleikur hefur á okkur í íslensku samfélagi. Hvað er eftirsannleikur? Eftirsannleikur á við um það þegar sannleikshugtakið hefur misst vægi sitt og merkingu í samfélagsumræðunni. Án sannleikshugtaksins er fólk líklegra til að samþykkja röksemdarfærslu byggða á tilfinningum og fyrirfram mótaðri trú, frekar en staðreyndum. Sá sem er við völd fær þá að bæla niður óhentugar upplýsingar og ritskoða eftir hentugsemi, en þar með er ekki öll sagan sögð. Til viðbótar fær sá hinn sami að endurskrifa raunveruleikann og umbreyta. Nú á tímum pólitísks eftirsannleiks erum við sem samfélag að ganga í gegnum þekkingarfræðilega krísu, eða raunar má kalla þetta þekkingarfræðilega hnignun. Pólitískur eftirsannleikur grefur ekki einungis undan getu okkar til að sækja réttar upplýsingar heldur dregur hún einnig úr sjálfstrausti okkar. Við hættum að geta gert greinarmun á því sem er satt og ósatt. Í raun er eftirsannleikur einskonar gaslýsing nema í stað þess að gaslýsingin beinist að einum einstaklingi þá er eftirsannleikur stundaður til að afvegaleiða samfélagsumræðuna. Með gaslýsingu er átt við ferli þar sem gerandi hægt og rólega grefur undan raunveruleikaskyni þolanda með þeim afleiðingum að þolandi hættir að trúa eigin skynjun á aðstæðunum. Er þetta gert með svikum og blekkingum. Gaslýsing er tegund andlegs ofbeldis og gerir hún það að verkum að þolendur hennar trúa síður á eigin getu til að ráða úr sannleikanum með þeim afleiðingum að þolandi verði háðari gerandanum. Þannig fær gerandi tækifæri til að staðfesta eða hafna þeim raunveruleika sem hentar honum. Gaslýsing er ekki eitt atvik heldur ferli. Tilgangur gaslýsingarinnar er að hafa stjórn á þolandanum. Ólíkt gaslýsingu sem beinist að einstaklingum, þar sem meginmarkmið geranda er að brjóta þolenda niður, er það ekki meginmarkmiðið að brjóta þolendur eftirsannleiks niður. Markmiðið þar er að hafa stjórn á umræðunni, en í kjölfar þess má sjá einstaklinga missa kjark og þor til lýðræðislegrar þátttöku. Þessi sjálfstraustsmissir er því afleiðing eftirsannleiks. Ég ætla að minnast hér á þrjár tegundir af orðræðu í politískum eftirsannleik: Innkomu andstæðrar frásagnar, að grafa undan trúverðugleika andstæðinga, og afneitun staðreynda. Gaslýsandi bætir frásögn af öndverðu meiði inn í umræðuna Til að rugla fólk í ríminu gæti gaslýsandinn bætt við frásögn af öndverðu meiði. Þá er fólki gefin vísvitandi ósanna frásögn sem gegnir því hlutverki að gefa þeim kost á öðru en sannleikanum. Með því að gefa kost á annarri þróun mála skapar þetta efasemdir eða jafnvel vissu í ranga átt. Þetta getur einnig gert það að verkum að viðkomandi treystir sér síður til að mynda sér álit á einhverju málefni. Gaslýsandi grefur undan trúverðugleika gagnrýnenda Gaslýsing er yfirleitt notuð í varnartilgangi og til að fela misbeitinguna sem að á sér stað. Er þetta aðferð til að forðast gagnrýni eða óæskilegar skoðanir. Gaslýsandinn grefur undan trúverðugleika gagnrýnenda þegar ekki dugar að hunsa viðkomandi. Í staðinn verður nauðsynlegt að þagga niður í andófsmanninum með því að rýra trúverðugleika hans. Með því að þreyta gagnrýnendur er verið að leitast eftir því að þeir tapi hvötinni og trúnni á sjálfum sér. Þessi aðferð leitast eftir því að skapa leyfilega og óleyfilega umræðu. Fyrir áhorfandann getur verið erfitt fyrir hann að vita hvern eigi að trúa og treysta. Gaslýsandi afneitar staðreyndum Það er sláandi þegar óumdeilanlegar sannanir eru fyrir ósannindum og viðkomandi heldur áfram að neita raunveruleikanum. Afneitun staðreynda er oftast notuð í praktískum tilgangi og er þá notuð þegar menn vilja bjarga ímynd sinni, vilja ekki bera ábyrgð orðum sínum og fleira í þeim dúr. Annars konar afneitun væri falin í duldum skilaboðum sem væru nægilega óljós þannig að boðberinn geti neitað ábyrgð á orðum sínum. Þannig er ábyrgðin sett á hlustandann. Athugið að öll þessi þrjú atriði geta verið til staðar í sömu setningunni. Allar leitast þær eftir því að afbaka raunveruleikann. Eftirsannleikur strangrar hugmyndafræði Þegar við erum að skoða pólitískan eftirsannleik er vilji gaslýsandans einbeittur og er upplýsingum viljandi kastað fram til að afvegaleiða umræðuna. En þegar við skoðum eftirsannleik strangrar hugmyndafræði getur fólk farið að gaslýsa aðra til að verja sína fyrirfram mótuðu trú, enda myndast óþol fyrir opnum og lýðræðislegum umræðum við þær aðstæður. Við sjáum þetta hvað augljósast á meðal þeirra sem aðhyllast sköpunarhyggju (e. creationism). Þá er um að ræða hóp strangtrúaðra kristinna manna sem afneita þróunarkenningunni. Þróunarkenningin er raunar ekki kenning heldur vísindaleg staðreynd enda hefur hún staðist víðtæka skoðun m.a. á sviði erfðafræði, þroskalíffræði, jarðlagafræði, jarðsögu, efnafræði, fornleifafræði, fremdardýrafræði, líffærafærafræði, taugavísinda o.s.frv. Þar sem um er að ræða vísindalega staðreynd benda gögn í sömu átt, að lífið á jörðinni hafi átt sér þróunarsögu. Þrátt fyrir það eru enn til ótal fjöldi ósvaraðra spurninga innan þróunarfræðinnar. Spurningarnar eru af hinu góða þar sem hún eflir forvitni okkar og hvetur okkur til að leita svara. Það vita það allir sem trúa á guð en jafnframt viðurkenna tilvisst þróunarkenningarinnar, að trúin á guð og viðurkenning á þróunarkenningunni megi blanda saman. Að trú sín og sitt persónulegt viðhorf til lífsins komi ekki í stað vísindalegrar skoðunnar og þekkingar. Að persónulegt gildismat sé ekki hinn eini sanni raunveruleiki. En fyrir þann sem aðhyllist sköpunarhyggju eru þessir tveir þættir mótsögn. Sköpunarhyggjufólk trúir á guð og getur því samhliða ekki trúað á þróunarkenninguna. Þetta viðhorf til sannleikans er mikilvægt að hafa í huga. Menningarstríðið Nú hafa leikmenn tekið sig til og lýst yfir stríði gegn menningunni. Í stríðsyfirlýsingunni má finna ákvæði um stjórn á orðræðu samfélagsins. Nú með samfélagsmiðla að vopni má ganga í þetta verk með hagkvæmum hætti. Með samfélagsmiðlum geta einstaklingar safnað saman liði til að stýra samfélagsumræðunni og bæla niður óleyfilega umræðu með hefndaraðgerðum. Í stríðum eru alltaf lið, einhver á móti einhverjum öðrum. Menningastríðið eru ekki friðsamleg mótmæli heldur snýst stríðið um átök og nauðung. Leikmönnum er ekki annt um sannleiksgildi þess sem þeir halda fram - þó þeir trúi vissulega á það sem þeir segja. Gaslýsing verður því megineinkenni tjáningarmátans sem fyrirfinnst í þessu stríði sem gerir það að verkum að það megi sjá andlýðræðisleg einkenni í þessari herðferð. Persónulega trúi ég því að þessum leikmönnum sé ekki ljóst hvenær uppreisn þeirra og bylting varð sjálf orðin að einhvers konar einræðisstjórn og á hvaða tímapunkti e.t.v. fasísk einkenni fóru að láta á sér bera. Að það sé erfitt að sjá nákvæmlega augnablikið þar sem skilaboð opnanleika og opinberunar urðu í raun aðferðir til þöggunnar og bælingar, þó við séum vissulega komin á þann stað í dag. Hið svarthvíta Menningarstríð skortir hugmyndafræðilegan breytileika enda verða liðin bara tvö, með eða á móti. Liðin tvö eru engu skárri og nærast á sömu heift. Orðræðustríðið hefur að geyma sinn lista yfir leyfileg og óleyfileg orð og samræður, viðurkennd og óviðurkennd gögn og skoðanir, og þarf þessi listi ekki að standast skoðun, rýningar, vísindalegrar athugunar, né nokkurs annars sem gæti rýrt gildismat þess raunveruleika sem verið er að selja. Að benda á vísindaleg gögn sem fylgja ekki settum orðræðulista gæti í sumum tilfellum veikt stöðu þína í samfélaginu. Þetta verður til þess að hópur fólks er þaggaður niður og bælist lýðræðisleg þátttaka hans, sem og þeirra sem verða vitni af þessum ósóma, í efnislegum samræðum. Trú hans á lýðræðið veikist og tapar hann þrótti. Hann fer að óttast hefnd og í stað þess að opinbera sig sem mannveru spilar hann leikinn. Í stríði getur fólk einungis lifað af en ekki þrifist. Í stríði er engin ró, enginn friður, ekkert traust. Þá er best að véfengja þann sem skynjaður er sem andófsmaður, ráðast á hans persónu og bæla. Hermaður sem bregst ekki snögglega við hættu er ólíklegur til að lifa stríðið af. Í svarthvíta Menningarstríðinu getur sigurvegarinn einugis orðið hugmyndafræðilegur einræðisstjórnandi, enda hvetur stríðið ekki til þess að við leitum uppruna heimilda, að við rýnum í gögn og veltum málefnum fyrir okkur. Stríðið snýst um orð og ræðu - stýringu á samfélagsumræðu. Staða sigurvegarans yrði ávalt veik því í skilgreiningu baráttunnar er gaslýsing innifalin. Við þessar aðstæður er erfiðara að eiga í lýðræðislegum samræðum, gildi samhengis í umræðunni rýrist og merkingaleg samskipti verða ómöguleg. Við töpum hæfileika okkar til tjáningar og dregur það úr manndómi okkar. Innihaldsrík samskipti eru nauðsynleg svo hægt sé að reyna að skilja viðhorf hvors annars og samkennast með öðrum. Í stríði eiga andstæðingar ekki að skemmta sér saman og kynnast hvorum öðrum sem manneskjum. Í Menningarstríðinu eru leikmenn hvattir til að stunda ekki pallborðsumræður. Í Menningarstríðinu er leyfilegur vinur sá sem er hugmyndafræðilega eins og þú, eða sá sem tjáir ekki sannleikann og ræðir ekki málin enda uppfyllir hann þá ímyndina um leyfilega vininn. Og á einhvern ískyggilegan hátt verður mat leikmanna á því hvort að vísindamaður sé trúverðugur eða ótrúverðugur allt í einu bundið við kynferði hans, litarhátt, kynhneigð og mikilvægast af öllu upplifun leikmannsins á stjórnmálaskoðun hans. Boðberar Menningarstríðsins eru því ekki talsmenn sanngirnis og réttlætis. Sanngirni og réttlæti meta ekki verðgildi fólks út frá slíkum yfirborðsþáttum, en aðferðir þessara boðbera til skoðanaskipta og meðferð þeirra á öðrum segir allt sem segja þarf um hvað málið snýst. Framkoman verður upplýsandi í sjálfu sér um raunveruleg ætlun málstaðarins en hugmyndafræðin hvetur til þessara viðbragða. Nýja gullna reglan Einu sinni hljómaði gullna reglan einhvern vegin svona: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.“ Þessi regla virðist ekki vera við lýði lengur. Nýja gullna reglan hljómar frekar á þessa leið: „Komdu fram við aðra eins og komið hefur verið fram við þig.“ Þetta þýðir það að sá sem hefur upplifað slæmar lífsreynslur, mismunun, ofbeldi, þöggun eða annað misrétti má beita slíku sama gagnvart öðrum. Í stað þess að vinna gegn þessum samfélagsmeinum tryggir þessi regla frekar réttlætingu fyrir þeim. En á móti gerir þessa regla það að verkum að nú þarf viðkomandi ekki að líta í eigin barm og axla ábyrgð á hegðun sinni og lífi. Þetta verður til þess að sjálfsvinnu verði ekki lengur þörf enda myndi slík vinna ekki fela í sér gagnrýna skoðun né óþægilegar spurningar. Með öðrum orðum þarf manneskjan ekki lengur að þroskast, bera með sér sjálfsskilning og tengjast sjálfri sér, því nú getur hún réttlætt hegðun sína upplifi hún „triggeringu“ eða aðrar slíkar tilfinningar. Trigger er þegar einstaklingur verður fyrir tilteknu áreiti og framkallar þetta áreiti viðbragð innan í manneskjunni sem felur í sér neikvæðar tilfinningar. Forðun triggeringa verður markmiðið í sjálfu sér og bregst viðkomandi illa við sé á þessu brotið. Tilfinningin verður ekki lengur hennar til að kljást við heldur verður það hluti af samfélagsumræðunni að mynda samfélag þar sem viðkomandi þarf ekki að kljást við tilfinningar sem honum þykja óþægilegar. Það getur verið óþægilegt fyrir suma að fá upplýsingar, þó sannar séu, sem staðfesta ekki fyrirframmótaða trú þeirra á raunveruleikanum. Og þannig myndast sterkari forsendur fyrir vörn og gaslýsandi hegðunarmynstrum í samskiptum. Fyrir utanaðkomandi er eins og fólk sé nánast viljandi að reyna að misskilja aðra eða reyna að túlka það versta í öðrum. Samhengi hættir að skipta máli og snýst málið frekar um notkun ákveðinna orða eða birtingu óleyfilegrar umræðu sem þykir særandi vegna triggeringa eða yfirborðsþátta viðmælenda. Leikmaður bætir frásögn af öndverðu meiði inn í umræðuna Munur á náms- og starfsvali kynjanna er skilgreiningunni samkvæmt hluti af kynjakerfi samfélagsins, og er þetta kynjakerfi drifið af feðraveldinu. Er feðraveldið valdaskipan þar sem karlmenn eru í yfirskipan en konur í undirskipan. Jafningatengsl eru því ekki möguleiki innan þessarar hugmyndafræði. Á Íslandi hafa konur ríka tilhneigingu til að sækja nám á sviði ummönnunar, menntunar og velferðar barna, ásamt verknámi sem snýr að förðun og snyrtingu. En karlmenn sækja frekar verknám á sviði húsiðnaðar, ásamt námi í verkfræði og raunvísindum. Er þetta birtingamynd feðraveldisins og er eðli okkar einungis fólgið í félagsmótun? Má með upprætingu feðraveldisins og upprisu femínismans vinna bug á þessu samfélagsmeini, ójöfnu hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu deildum í skólum landsins? Hugmyndafræðileg stefna kynjafræðinnar hefur ekki skilað þeim árangri í námsvali kynjanna sem menn höfðu vonast eftir. Og kannski liggja skýringar á því í einhverju sem ekki verður svarað með félagsmótunartilgátunni og verði ekki lagað með femínískri hugmyndafræði? Gijsbert Stoet og David C. Geary birtu nýlega rannsókn (2022) í tímaritinu PLOS ONE, sem skoðaði kynjamun á áhugasvið 473.260 unglinga í 80 löndum á mögulegu framtíðarstarfi. Unglingarnir voru 15-16 ára og flokkuðu rannsakendur 584 atvinnumöguleika í 3 flokka byggða á því hvort að starfið einkenndist af áhuga fyrir hlutum, fólki eða öðru. Þá kom í ljós að munur fannst á vali starfsgreinar eftir kyni í öllum 80 löndunum, þar sem strákar höfðu meiri áhuga á hlutmiðuðum störfum en stelpur fólksmiðuðum störfum. Einnig mátti sjá að á meðal þjóða þar sem fyrirfannst meiri kvenréttindahreyfing eins og á Norðurlöndunum enn ýktari mun á áhugasviði unglinganna eftir kyni. Hvað íslenska unglinga varðaði voru drengir tæplega fjórum sinnum líklegri til að hafa áhuga á hlutmiðuðum störfum en stelpur, og voru stelpur tæplega fimm sinnum líklegri til að hafa áhuga á fólksmiðuðum störfum en strákar. Niðurstöður benda til þess að um sé að ræða algildan eðlislægan mun á áhugasviði stráka og stelpna. Ég skil ekki sjálf hvernig við getum brúað þetta bil á áhugavali kynjanna nema með nauðung. Um hvað erum við eiginlega að tala um og berjast fyrir ef uppræting kynjakerfisins og feðraveldisins er raunar háð minnkandi kvenréttindahreyfingu, samdrögun frelsis og ójafnara samfélagi? Við þessar aðstæður er ekki til nein lækning á undirskipan kvenna í samfélaginu og er staða kvenna sem óæðra kynið fast í steini. Ég spyr hvort að það sé nokkuð sniðugt að leggja framþróun samfélagsins í hendur aktivista þar sem tilgangurinn er látinn helga meðalið, áhrif eru höfuðmarkmiðið og sannleiksgildi upplýsinga eru ekki forgangsatriði. Hvaða afleiðingar getur hugmyndafræði sem þessi haft á sjálfsmynd stúlkna og drengja í samfélaginu? Það er í eðli okkar að vilja hugsa vel um þau börn sem tilheyra okkar samfélagi. Umhyggja og áhyggjur samfélagsins fyrir velferð barna er ekki einungis skiljanlegar heldur nauðsynlegar - annars myndi ungviði þjóðarinnar varla þrífast. Umræður og áhyggjur um málefni trans barna er fullkomlega eðlileg og ættu að valda okkur hugarangri ef marka má niðurstöður ýmissa rannsókna og viðbrögð aktivista þar á. Áhrifin sem möguleg inngrip geta haft eru afdrifarík og munu þau hafa langvarandi áhrif á líf þessa einstaklinga, og því er nauðsynlegt að ráða úr því hvort að inngripin sem slík séu siðferðsleg. Að leggja fram spurningar, að leita uppruna heimilda og svara við þeim spurningum, að farið sé í að greiða á milli hugmyndafræði og sanninda, að fólk sé hvatt til siðferðislegrar umræður og að siðferðisleg heilbrigðisþjónusta fái rúm til að sinna starfi sínu ætti að vera ofarlega á forgangslistanum þegar málefni sem þessi eru rædd. Slík athugun er ekki einungis á færi þeirra sem aðhyllast ákveðna pólitíska hugmyndafræði né sendimanna einstakra hagsmunahópa. Málið ætti frekar að snúast um fordómalausa athugun sem væri drifin af forvitni okkar og leit af þekkingu. Forvitni er af hinu góða en hún hjálpar okkur að svara spurningum og leysa vandamál. Leikmaður grefur undan trúverðugleika gagnrýnenda Nú hefur hugmyndafræði forréttinda og jaðarsetningar náð fótfestu í samfélagsumræðunni og með þessari hugmyndafræði má að ákveðnu leyti mæla stöðu þína í samfélaginu með stigafjölda. Þá ertu metinn út frá yfirborðsþáttum eins og kyni, litarhátt, kynhneigð, kynvitund, fötlun og þyngd, en samkvæmt þessari greiningu myndi það að vera af karlkyni, hvítur, gagnkynhneigður, sískynja, ófatlaður og í kjörþyngd gefa þér núll stig hvert og því værir þú í bestu samfélagsstöðunni uppfyllir þú þau skilyrði. Gagnstæðir eiginleika myndu færa þér eitt stig hvert og myndi summa stiga segja til um hve jaðarsettur þú værir. Einstaklingar með lágan jaðarsetningarstuðul eru álitnir eiga í hættu á að þjást af forréttindablindu, en þá er viðkomandi óhæfur til að sjá fáránleikann í eigin skoðunum og litlu skiptir þó viðkomandi sé jafnvel sérfræðingur á því sviði sem um ræðir. Lausnin við þessari blindu er fræðsla í hugmyndafræðilegri stefnu femínismans því sú hugmyndafræði gefur tólin og tækin til að sjá raunveruleikann eins og hann er - sem er jafnframt sá raunveruleiki sem er skapaður og skilgreindur af hugmyndafræðinni sjálfri. Andspyrnufólk er gjarnan brennimerkt sem sexískt, rasískt, hómofóbískt, transfóbískt, ableískt og með fitufordóma fari það ekki eftir settum reglum hugmyndafræðinnar í sinni greiningu á þeim málefnum eða aðstæðum sem um ræðir. Þessir áðurtaldir -ismar og fóbíur eru hönnuð til að draga úr trúverðugleika andstæðinga og alvarlegast er þegar leikmaður sakar aðra um að stuðla að morði og sjálfsmorði á jaðarhópum. Gerendameðvirkni er annað hugtak sem hefur verið notað í sama tilgangi. Á tímum #MeToo byltingarinnar, þar sem engu máli skiptir þó að triggeringin fyrir nýrri bylgju hafi átt sér stað upp úr raunverulegri frásögn af kynferðisofbeldi eða hreinnar lygi, er þó ennþá til fólk sem er annt um sannleikann. Þetta efasemdafólk er sérstaklega stimplað sem gerendameðvirkt þar sem það er álitið þá vera „á móti“ fórnarlömbum kynferðisofbeldis og álitið verið að véfengja frásagnirnar. Þessi stimpill er látinn flakka þó að sagan sem slík hafi síðan reynst einmitt það - uppspuni - en forsendurnar fyrir efasemdarröddunum er ekki sérstaklega til að véfengja sögur um kynferðisofbeldi, heldur snýst málið um að umræðurnar séu sanngjarnar og byggðar á heilindum. Með þessu gerendameðvirknis hugtaki er verið að gaslýsa þá sem vilja heiðarlegar samræður og finnst tilgangurinn ekki helga meðalið, eða það mögulega vanta frekari upplýsinga áður en það tekur afstöðu. Samfélagsumræðan um kynferðisofbeldi verður að vera ígrunduð í sönnum frásögnum um raunverulegt fólk og verður samfélaginu sem meðtekur þessar frásagnir að vera annt um sannleikann. Án heilinda veit ég ekki hverju við erum að berjast gegn og hvaða gagn baráttan á að hafa. Lygasagan vindur upp á sig og áður en við vitum af er baráttan orðin óréttlætisherferð í sjálfu sér. Nietzche sagði eitt sinn áður en hann veiktist alvarlega af geði: „Þegar þú ert að berjast við skrímsli skaltu varast að verða ekki sjálfur að skrímsli… því þegar þú starir inn í hyldýpið þá starir það til baka á þig.“ Leikmaður afneitar staðreyndum Offita er heilbrigðisvandamál sem skerðir lífslíkur og er áhættuþáttur þegar kemur að fjölda sjúkdóma. En offita er einnig líkamlegt ástand sem sumir geta svo sannarlega lifað með og þrátt fyrir aukna sjúkdómabyrði er ekkert sem mælir gegn því að fólk lifi í sátt við sig og sína persónu. Lífsskerðingin, áhættuþættirnir og óttinn um að falla frá fyrir aldur fram getur reynst sumum hvati til að temja sér nýja lífstílsvenjur eða leita aðstoðar frá fagaðilum til að missa þessa umframþyngd. Einhverra hluta vegna er það orðinn hluti af þessari femínískri hugmyndafræði að fordæma umfjallanir um offitu þar sem hún er rædd sem heilsufarsskerðing, þó offitan sé augljóslega að hafa neikvæð áhrif á líf viðkomandi sem um ræðir. Afneitun á því að tenging sé á milli offitu og sjúkdóma má líka finna í þessari tegund aktivisma. Byggist hún á því að afsaka fylgi þessara þátta í burtu með því að segja hana ekki sannaða og segja þessa auknu sjúkdómabyrði eiga sér frekar rætur til fordóma og skaðsemi megrunarkúra. Að ákveðnu leyti er röksemdarfærsla sem þessi að bera það saman að segja að ekki hafi tekist að sanna orsakasamhengið milli aksturs undir áhrifum og slysa. Að fylgni sé svo sannarlega til staðar en fordómar og lélegt skyggni gætu allt eins útskýrt þetta samband. Það er vel hægt að lifa með jákvæða líkamsímynd og búa yfir góðu sjálfstrausti ásamt því að viðurkenna offitu sem áhættuþátt í aukinni tíðni sjúkdóma. Þessir tveir þættir eru ekki ósamrýmanlegir raunveruleikar. Að eiga sín persónulegu gildi og rækta sitt persónulega samband við sjálfan sig útilokar ekki viðurkenningu á gagnsemi vísindalegrar athugunnar á mannslíkamanum. Afbakaður raunveruleiki Í heimi þar sem fyrirfinnast raunveruleg fyrirbæri sem ekki má ræða ríkir menning þöggunnar. Í heimi þar sem forvitni er löstuð er um að ræða samfélag sem tapar þorsta sínum eftir þekkingu. Samfélagsgerðin stendur þá í stað þó hún noti ný hugtök og viðurkenni nýja valdastjórn. Þegnarnir nærast á kenningarkerfi sem jafnframt lokar á hugvitið. Innsæið dofnar og tilfinningagreindin dalar. Eftir stöndum við þekkingarlaus og merkingarlaus. Við hættum að skilja hver við erum og hættum að sjá okkur sjálf sem það sem við raunverulega erum. Við töpum sjálfinu okkar og getunni til að þroskast. Með lífsreynslu myndast getan til að sjá heiminn á fjölbreyttan hátt og í þroskanum er hægt að átta sig á tilfinningum sínum. Og í þessum þroska nær viðkomandi að rækta sitt tilfinningalega sjálf og fær hann tækifæri til að blómstra. Yfirborðið missir sjarma sinn en innihaldið dýpkar þig og þitt veraldlega líf. Þróun nútímaþjóðfélags, þar sem menn eru hvattir til að láta undan þrýstingi gaslýsandi samfélagsumræðu á meðan gildi sannleiksins er leyft að molna, er ekki fórnarkostnaður sem ég kæri mig um að lifa með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lygar innan stjórnmála eru ekki ný af nálinni en nú hafa forsendur breyst. Í dag er munurinn milli sannleikans og lyga orðinn óljósari miðað við það sem áður var. Sannleiksgildi þess sem haldið er fram skiptir ekki lengur máli enda taka siðferðiskröfur samfélagsins ekki tillit til þess. Í dag er það að leita uppruna heimilda, rýna í gögn, velta málefnum fyrir sér og gagnrýnin hugsun ekki eitthvað sem er haldið hátt undir höfði. Vægi vísinda og gagnasöfnunar hafa vikið frá í skiptum fyrir vægi frásagna og munnsöfnuðar. Orð og ræða. Ekki gögn sem má ræða. Þetta er fyrirsjáanleg þróun í heimi þar sem valdabaráttan snýst ekki um sannleikann heldur áhrif. Þessi áhrif fást meðal annars í gegnum samfélagsmiðla, en sem dæmi nota stjórnvöld Sádí-Arabíu og Rússlands slíka miðla talsvert til að stýra samfélagsumræðunni og hafa eftirlit með þegnum sínum. Slík valdabarátta á sér ekki einungis stað í ríkjum einræðisherra heldur lifir hún góðu lífi í hinum Vestræna heimi. Í Vestrænu samfélagi búum við í þeirri trú að með lýðræði og lýðræðislegri þátttöku geti þegnar haft áhrif á stjórnmál þjóðar sinnar og að með lýðræðislegri þátttöku megi gera heiminn betri. Nú hefur bilið milli leyfilegrar og óleyfilegrar umræðu þrengst mikið og afleiðingar óleyfilegrar umræðu orðnar alvarlegri en áður tíðkaðist. Hvernig stendur á þessu í lýðræðislegu samfélagi? Þátttaka í Alþingiskosningum náði hámarki árið 1956 þegar rúm 92% þjóðarinnar mættu á kjörstað og nýttu sinn lýðræðislega rétt sem þegnar í frjálsu samfélagi. En þetta hlutfall hefur lækkað nokkuð jafnt og þétt síðan. Mig langar að segja þetta vera ummerki um að traust þjóðarinnar á lýðræðinu hafi dalað og langar mig að reyna velta því fyrir mér hvers vegna svo sé. Til að gera það ætla ég fyrst að ræða hvað pólitískur eftirsannleikur er en síðan ræða eftirsannleik strangrar hugmyndafræði. Það er eðlilegt að velta síðan fyrir sér hvaða áhrif slíkur eftirsannleikur hefur á okkur í íslensku samfélagi. Hvað er eftirsannleikur? Eftirsannleikur á við um það þegar sannleikshugtakið hefur misst vægi sitt og merkingu í samfélagsumræðunni. Án sannleikshugtaksins er fólk líklegra til að samþykkja röksemdarfærslu byggða á tilfinningum og fyrirfram mótaðri trú, frekar en staðreyndum. Sá sem er við völd fær þá að bæla niður óhentugar upplýsingar og ritskoða eftir hentugsemi, en þar með er ekki öll sagan sögð. Til viðbótar fær sá hinn sami að endurskrifa raunveruleikann og umbreyta. Nú á tímum pólitísks eftirsannleiks erum við sem samfélag að ganga í gegnum þekkingarfræðilega krísu, eða raunar má kalla þetta þekkingarfræðilega hnignun. Pólitískur eftirsannleikur grefur ekki einungis undan getu okkar til að sækja réttar upplýsingar heldur dregur hún einnig úr sjálfstrausti okkar. Við hættum að geta gert greinarmun á því sem er satt og ósatt. Í raun er eftirsannleikur einskonar gaslýsing nema í stað þess að gaslýsingin beinist að einum einstaklingi þá er eftirsannleikur stundaður til að afvegaleiða samfélagsumræðuna. Með gaslýsingu er átt við ferli þar sem gerandi hægt og rólega grefur undan raunveruleikaskyni þolanda með þeim afleiðingum að þolandi hættir að trúa eigin skynjun á aðstæðunum. Er þetta gert með svikum og blekkingum. Gaslýsing er tegund andlegs ofbeldis og gerir hún það að verkum að þolendur hennar trúa síður á eigin getu til að ráða úr sannleikanum með þeim afleiðingum að þolandi verði háðari gerandanum. Þannig fær gerandi tækifæri til að staðfesta eða hafna þeim raunveruleika sem hentar honum. Gaslýsing er ekki eitt atvik heldur ferli. Tilgangur gaslýsingarinnar er að hafa stjórn á þolandanum. Ólíkt gaslýsingu sem beinist að einstaklingum, þar sem meginmarkmið geranda er að brjóta þolenda niður, er það ekki meginmarkmiðið að brjóta þolendur eftirsannleiks niður. Markmiðið þar er að hafa stjórn á umræðunni, en í kjölfar þess má sjá einstaklinga missa kjark og þor til lýðræðislegrar þátttöku. Þessi sjálfstraustsmissir er því afleiðing eftirsannleiks. Ég ætla að minnast hér á þrjár tegundir af orðræðu í politískum eftirsannleik: Innkomu andstæðrar frásagnar, að grafa undan trúverðugleika andstæðinga, og afneitun staðreynda. Gaslýsandi bætir frásögn af öndverðu meiði inn í umræðuna Til að rugla fólk í ríminu gæti gaslýsandinn bætt við frásögn af öndverðu meiði. Þá er fólki gefin vísvitandi ósanna frásögn sem gegnir því hlutverki að gefa þeim kost á öðru en sannleikanum. Með því að gefa kost á annarri þróun mála skapar þetta efasemdir eða jafnvel vissu í ranga átt. Þetta getur einnig gert það að verkum að viðkomandi treystir sér síður til að mynda sér álit á einhverju málefni. Gaslýsandi grefur undan trúverðugleika gagnrýnenda Gaslýsing er yfirleitt notuð í varnartilgangi og til að fela misbeitinguna sem að á sér stað. Er þetta aðferð til að forðast gagnrýni eða óæskilegar skoðanir. Gaslýsandinn grefur undan trúverðugleika gagnrýnenda þegar ekki dugar að hunsa viðkomandi. Í staðinn verður nauðsynlegt að þagga niður í andófsmanninum með því að rýra trúverðugleika hans. Með því að þreyta gagnrýnendur er verið að leitast eftir því að þeir tapi hvötinni og trúnni á sjálfum sér. Þessi aðferð leitast eftir því að skapa leyfilega og óleyfilega umræðu. Fyrir áhorfandann getur verið erfitt fyrir hann að vita hvern eigi að trúa og treysta. Gaslýsandi afneitar staðreyndum Það er sláandi þegar óumdeilanlegar sannanir eru fyrir ósannindum og viðkomandi heldur áfram að neita raunveruleikanum. Afneitun staðreynda er oftast notuð í praktískum tilgangi og er þá notuð þegar menn vilja bjarga ímynd sinni, vilja ekki bera ábyrgð orðum sínum og fleira í þeim dúr. Annars konar afneitun væri falin í duldum skilaboðum sem væru nægilega óljós þannig að boðberinn geti neitað ábyrgð á orðum sínum. Þannig er ábyrgðin sett á hlustandann. Athugið að öll þessi þrjú atriði geta verið til staðar í sömu setningunni. Allar leitast þær eftir því að afbaka raunveruleikann. Eftirsannleikur strangrar hugmyndafræði Þegar við erum að skoða pólitískan eftirsannleik er vilji gaslýsandans einbeittur og er upplýsingum viljandi kastað fram til að afvegaleiða umræðuna. En þegar við skoðum eftirsannleik strangrar hugmyndafræði getur fólk farið að gaslýsa aðra til að verja sína fyrirfram mótuðu trú, enda myndast óþol fyrir opnum og lýðræðislegum umræðum við þær aðstæður. Við sjáum þetta hvað augljósast á meðal þeirra sem aðhyllast sköpunarhyggju (e. creationism). Þá er um að ræða hóp strangtrúaðra kristinna manna sem afneita þróunarkenningunni. Þróunarkenningin er raunar ekki kenning heldur vísindaleg staðreynd enda hefur hún staðist víðtæka skoðun m.a. á sviði erfðafræði, þroskalíffræði, jarðlagafræði, jarðsögu, efnafræði, fornleifafræði, fremdardýrafræði, líffærafærafræði, taugavísinda o.s.frv. Þar sem um er að ræða vísindalega staðreynd benda gögn í sömu átt, að lífið á jörðinni hafi átt sér þróunarsögu. Þrátt fyrir það eru enn til ótal fjöldi ósvaraðra spurninga innan þróunarfræðinnar. Spurningarnar eru af hinu góða þar sem hún eflir forvitni okkar og hvetur okkur til að leita svara. Það vita það allir sem trúa á guð en jafnframt viðurkenna tilvisst þróunarkenningarinnar, að trúin á guð og viðurkenning á þróunarkenningunni megi blanda saman. Að trú sín og sitt persónulegt viðhorf til lífsins komi ekki í stað vísindalegrar skoðunnar og þekkingar. Að persónulegt gildismat sé ekki hinn eini sanni raunveruleiki. En fyrir þann sem aðhyllist sköpunarhyggju eru þessir tveir þættir mótsögn. Sköpunarhyggjufólk trúir á guð og getur því samhliða ekki trúað á þróunarkenninguna. Þetta viðhorf til sannleikans er mikilvægt að hafa í huga. Menningarstríðið Nú hafa leikmenn tekið sig til og lýst yfir stríði gegn menningunni. Í stríðsyfirlýsingunni má finna ákvæði um stjórn á orðræðu samfélagsins. Nú með samfélagsmiðla að vopni má ganga í þetta verk með hagkvæmum hætti. Með samfélagsmiðlum geta einstaklingar safnað saman liði til að stýra samfélagsumræðunni og bæla niður óleyfilega umræðu með hefndaraðgerðum. Í stríðum eru alltaf lið, einhver á móti einhverjum öðrum. Menningastríðið eru ekki friðsamleg mótmæli heldur snýst stríðið um átök og nauðung. Leikmönnum er ekki annt um sannleiksgildi þess sem þeir halda fram - þó þeir trúi vissulega á það sem þeir segja. Gaslýsing verður því megineinkenni tjáningarmátans sem fyrirfinnst í þessu stríði sem gerir það að verkum að það megi sjá andlýðræðisleg einkenni í þessari herðferð. Persónulega trúi ég því að þessum leikmönnum sé ekki ljóst hvenær uppreisn þeirra og bylting varð sjálf orðin að einhvers konar einræðisstjórn og á hvaða tímapunkti e.t.v. fasísk einkenni fóru að láta á sér bera. Að það sé erfitt að sjá nákvæmlega augnablikið þar sem skilaboð opnanleika og opinberunar urðu í raun aðferðir til þöggunnar og bælingar, þó við séum vissulega komin á þann stað í dag. Hið svarthvíta Menningarstríð skortir hugmyndafræðilegan breytileika enda verða liðin bara tvö, með eða á móti. Liðin tvö eru engu skárri og nærast á sömu heift. Orðræðustríðið hefur að geyma sinn lista yfir leyfileg og óleyfileg orð og samræður, viðurkennd og óviðurkennd gögn og skoðanir, og þarf þessi listi ekki að standast skoðun, rýningar, vísindalegrar athugunar, né nokkurs annars sem gæti rýrt gildismat þess raunveruleika sem verið er að selja. Að benda á vísindaleg gögn sem fylgja ekki settum orðræðulista gæti í sumum tilfellum veikt stöðu þína í samfélaginu. Þetta verður til þess að hópur fólks er þaggaður niður og bælist lýðræðisleg þátttaka hans, sem og þeirra sem verða vitni af þessum ósóma, í efnislegum samræðum. Trú hans á lýðræðið veikist og tapar hann þrótti. Hann fer að óttast hefnd og í stað þess að opinbera sig sem mannveru spilar hann leikinn. Í stríði getur fólk einungis lifað af en ekki þrifist. Í stríði er engin ró, enginn friður, ekkert traust. Þá er best að véfengja þann sem skynjaður er sem andófsmaður, ráðast á hans persónu og bæla. Hermaður sem bregst ekki snögglega við hættu er ólíklegur til að lifa stríðið af. Í svarthvíta Menningarstríðinu getur sigurvegarinn einugis orðið hugmyndafræðilegur einræðisstjórnandi, enda hvetur stríðið ekki til þess að við leitum uppruna heimilda, að við rýnum í gögn og veltum málefnum fyrir okkur. Stríðið snýst um orð og ræðu - stýringu á samfélagsumræðu. Staða sigurvegarans yrði ávalt veik því í skilgreiningu baráttunnar er gaslýsing innifalin. Við þessar aðstæður er erfiðara að eiga í lýðræðislegum samræðum, gildi samhengis í umræðunni rýrist og merkingaleg samskipti verða ómöguleg. Við töpum hæfileika okkar til tjáningar og dregur það úr manndómi okkar. Innihaldsrík samskipti eru nauðsynleg svo hægt sé að reyna að skilja viðhorf hvors annars og samkennast með öðrum. Í stríði eiga andstæðingar ekki að skemmta sér saman og kynnast hvorum öðrum sem manneskjum. Í Menningarstríðinu eru leikmenn hvattir til að stunda ekki pallborðsumræður. Í Menningarstríðinu er leyfilegur vinur sá sem er hugmyndafræðilega eins og þú, eða sá sem tjáir ekki sannleikann og ræðir ekki málin enda uppfyllir hann þá ímyndina um leyfilega vininn. Og á einhvern ískyggilegan hátt verður mat leikmanna á því hvort að vísindamaður sé trúverðugur eða ótrúverðugur allt í einu bundið við kynferði hans, litarhátt, kynhneigð og mikilvægast af öllu upplifun leikmannsins á stjórnmálaskoðun hans. Boðberar Menningarstríðsins eru því ekki talsmenn sanngirnis og réttlætis. Sanngirni og réttlæti meta ekki verðgildi fólks út frá slíkum yfirborðsþáttum, en aðferðir þessara boðbera til skoðanaskipta og meðferð þeirra á öðrum segir allt sem segja þarf um hvað málið snýst. Framkoman verður upplýsandi í sjálfu sér um raunveruleg ætlun málstaðarins en hugmyndafræðin hvetur til þessara viðbragða. Nýja gullna reglan Einu sinni hljómaði gullna reglan einhvern vegin svona: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.“ Þessi regla virðist ekki vera við lýði lengur. Nýja gullna reglan hljómar frekar á þessa leið: „Komdu fram við aðra eins og komið hefur verið fram við þig.“ Þetta þýðir það að sá sem hefur upplifað slæmar lífsreynslur, mismunun, ofbeldi, þöggun eða annað misrétti má beita slíku sama gagnvart öðrum. Í stað þess að vinna gegn þessum samfélagsmeinum tryggir þessi regla frekar réttlætingu fyrir þeim. En á móti gerir þessa regla það að verkum að nú þarf viðkomandi ekki að líta í eigin barm og axla ábyrgð á hegðun sinni og lífi. Þetta verður til þess að sjálfsvinnu verði ekki lengur þörf enda myndi slík vinna ekki fela í sér gagnrýna skoðun né óþægilegar spurningar. Með öðrum orðum þarf manneskjan ekki lengur að þroskast, bera með sér sjálfsskilning og tengjast sjálfri sér, því nú getur hún réttlætt hegðun sína upplifi hún „triggeringu“ eða aðrar slíkar tilfinningar. Trigger er þegar einstaklingur verður fyrir tilteknu áreiti og framkallar þetta áreiti viðbragð innan í manneskjunni sem felur í sér neikvæðar tilfinningar. Forðun triggeringa verður markmiðið í sjálfu sér og bregst viðkomandi illa við sé á þessu brotið. Tilfinningin verður ekki lengur hennar til að kljást við heldur verður það hluti af samfélagsumræðunni að mynda samfélag þar sem viðkomandi þarf ekki að kljást við tilfinningar sem honum þykja óþægilegar. Það getur verið óþægilegt fyrir suma að fá upplýsingar, þó sannar séu, sem staðfesta ekki fyrirframmótaða trú þeirra á raunveruleikanum. Og þannig myndast sterkari forsendur fyrir vörn og gaslýsandi hegðunarmynstrum í samskiptum. Fyrir utanaðkomandi er eins og fólk sé nánast viljandi að reyna að misskilja aðra eða reyna að túlka það versta í öðrum. Samhengi hættir að skipta máli og snýst málið frekar um notkun ákveðinna orða eða birtingu óleyfilegrar umræðu sem þykir særandi vegna triggeringa eða yfirborðsþátta viðmælenda. Leikmaður bætir frásögn af öndverðu meiði inn í umræðuna Munur á náms- og starfsvali kynjanna er skilgreiningunni samkvæmt hluti af kynjakerfi samfélagsins, og er þetta kynjakerfi drifið af feðraveldinu. Er feðraveldið valdaskipan þar sem karlmenn eru í yfirskipan en konur í undirskipan. Jafningatengsl eru því ekki möguleiki innan þessarar hugmyndafræði. Á Íslandi hafa konur ríka tilhneigingu til að sækja nám á sviði ummönnunar, menntunar og velferðar barna, ásamt verknámi sem snýr að förðun og snyrtingu. En karlmenn sækja frekar verknám á sviði húsiðnaðar, ásamt námi í verkfræði og raunvísindum. Er þetta birtingamynd feðraveldisins og er eðli okkar einungis fólgið í félagsmótun? Má með upprætingu feðraveldisins og upprisu femínismans vinna bug á þessu samfélagsmeini, ójöfnu hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu deildum í skólum landsins? Hugmyndafræðileg stefna kynjafræðinnar hefur ekki skilað þeim árangri í námsvali kynjanna sem menn höfðu vonast eftir. Og kannski liggja skýringar á því í einhverju sem ekki verður svarað með félagsmótunartilgátunni og verði ekki lagað með femínískri hugmyndafræði? Gijsbert Stoet og David C. Geary birtu nýlega rannsókn (2022) í tímaritinu PLOS ONE, sem skoðaði kynjamun á áhugasvið 473.260 unglinga í 80 löndum á mögulegu framtíðarstarfi. Unglingarnir voru 15-16 ára og flokkuðu rannsakendur 584 atvinnumöguleika í 3 flokka byggða á því hvort að starfið einkenndist af áhuga fyrir hlutum, fólki eða öðru. Þá kom í ljós að munur fannst á vali starfsgreinar eftir kyni í öllum 80 löndunum, þar sem strákar höfðu meiri áhuga á hlutmiðuðum störfum en stelpur fólksmiðuðum störfum. Einnig mátti sjá að á meðal þjóða þar sem fyrirfannst meiri kvenréttindahreyfing eins og á Norðurlöndunum enn ýktari mun á áhugasviði unglinganna eftir kyni. Hvað íslenska unglinga varðaði voru drengir tæplega fjórum sinnum líklegri til að hafa áhuga á hlutmiðuðum störfum en stelpur, og voru stelpur tæplega fimm sinnum líklegri til að hafa áhuga á fólksmiðuðum störfum en strákar. Niðurstöður benda til þess að um sé að ræða algildan eðlislægan mun á áhugasviði stráka og stelpna. Ég skil ekki sjálf hvernig við getum brúað þetta bil á áhugavali kynjanna nema með nauðung. Um hvað erum við eiginlega að tala um og berjast fyrir ef uppræting kynjakerfisins og feðraveldisins er raunar háð minnkandi kvenréttindahreyfingu, samdrögun frelsis og ójafnara samfélagi? Við þessar aðstæður er ekki til nein lækning á undirskipan kvenna í samfélaginu og er staða kvenna sem óæðra kynið fast í steini. Ég spyr hvort að það sé nokkuð sniðugt að leggja framþróun samfélagsins í hendur aktivista þar sem tilgangurinn er látinn helga meðalið, áhrif eru höfuðmarkmiðið og sannleiksgildi upplýsinga eru ekki forgangsatriði. Hvaða afleiðingar getur hugmyndafræði sem þessi haft á sjálfsmynd stúlkna og drengja í samfélaginu? Það er í eðli okkar að vilja hugsa vel um þau börn sem tilheyra okkar samfélagi. Umhyggja og áhyggjur samfélagsins fyrir velferð barna er ekki einungis skiljanlegar heldur nauðsynlegar - annars myndi ungviði þjóðarinnar varla þrífast. Umræður og áhyggjur um málefni trans barna er fullkomlega eðlileg og ættu að valda okkur hugarangri ef marka má niðurstöður ýmissa rannsókna og viðbrögð aktivista þar á. Áhrifin sem möguleg inngrip geta haft eru afdrifarík og munu þau hafa langvarandi áhrif á líf þessa einstaklinga, og því er nauðsynlegt að ráða úr því hvort að inngripin sem slík séu siðferðsleg. Að leggja fram spurningar, að leita uppruna heimilda og svara við þeim spurningum, að farið sé í að greiða á milli hugmyndafræði og sanninda, að fólk sé hvatt til siðferðislegrar umræður og að siðferðisleg heilbrigðisþjónusta fái rúm til að sinna starfi sínu ætti að vera ofarlega á forgangslistanum þegar málefni sem þessi eru rædd. Slík athugun er ekki einungis á færi þeirra sem aðhyllast ákveðna pólitíska hugmyndafræði né sendimanna einstakra hagsmunahópa. Málið ætti frekar að snúast um fordómalausa athugun sem væri drifin af forvitni okkar og leit af þekkingu. Forvitni er af hinu góða en hún hjálpar okkur að svara spurningum og leysa vandamál. Leikmaður grefur undan trúverðugleika gagnrýnenda Nú hefur hugmyndafræði forréttinda og jaðarsetningar náð fótfestu í samfélagsumræðunni og með þessari hugmyndafræði má að ákveðnu leyti mæla stöðu þína í samfélaginu með stigafjölda. Þá ertu metinn út frá yfirborðsþáttum eins og kyni, litarhátt, kynhneigð, kynvitund, fötlun og þyngd, en samkvæmt þessari greiningu myndi það að vera af karlkyni, hvítur, gagnkynhneigður, sískynja, ófatlaður og í kjörþyngd gefa þér núll stig hvert og því værir þú í bestu samfélagsstöðunni uppfyllir þú þau skilyrði. Gagnstæðir eiginleika myndu færa þér eitt stig hvert og myndi summa stiga segja til um hve jaðarsettur þú værir. Einstaklingar með lágan jaðarsetningarstuðul eru álitnir eiga í hættu á að þjást af forréttindablindu, en þá er viðkomandi óhæfur til að sjá fáránleikann í eigin skoðunum og litlu skiptir þó viðkomandi sé jafnvel sérfræðingur á því sviði sem um ræðir. Lausnin við þessari blindu er fræðsla í hugmyndafræðilegri stefnu femínismans því sú hugmyndafræði gefur tólin og tækin til að sjá raunveruleikann eins og hann er - sem er jafnframt sá raunveruleiki sem er skapaður og skilgreindur af hugmyndafræðinni sjálfri. Andspyrnufólk er gjarnan brennimerkt sem sexískt, rasískt, hómofóbískt, transfóbískt, ableískt og með fitufordóma fari það ekki eftir settum reglum hugmyndafræðinnar í sinni greiningu á þeim málefnum eða aðstæðum sem um ræðir. Þessir áðurtaldir -ismar og fóbíur eru hönnuð til að draga úr trúverðugleika andstæðinga og alvarlegast er þegar leikmaður sakar aðra um að stuðla að morði og sjálfsmorði á jaðarhópum. Gerendameðvirkni er annað hugtak sem hefur verið notað í sama tilgangi. Á tímum #MeToo byltingarinnar, þar sem engu máli skiptir þó að triggeringin fyrir nýrri bylgju hafi átt sér stað upp úr raunverulegri frásögn af kynferðisofbeldi eða hreinnar lygi, er þó ennþá til fólk sem er annt um sannleikann. Þetta efasemdafólk er sérstaklega stimplað sem gerendameðvirkt þar sem það er álitið þá vera „á móti“ fórnarlömbum kynferðisofbeldis og álitið verið að véfengja frásagnirnar. Þessi stimpill er látinn flakka þó að sagan sem slík hafi síðan reynst einmitt það - uppspuni - en forsendurnar fyrir efasemdarröddunum er ekki sérstaklega til að véfengja sögur um kynferðisofbeldi, heldur snýst málið um að umræðurnar séu sanngjarnar og byggðar á heilindum. Með þessu gerendameðvirknis hugtaki er verið að gaslýsa þá sem vilja heiðarlegar samræður og finnst tilgangurinn ekki helga meðalið, eða það mögulega vanta frekari upplýsinga áður en það tekur afstöðu. Samfélagsumræðan um kynferðisofbeldi verður að vera ígrunduð í sönnum frásögnum um raunverulegt fólk og verður samfélaginu sem meðtekur þessar frásagnir að vera annt um sannleikann. Án heilinda veit ég ekki hverju við erum að berjast gegn og hvaða gagn baráttan á að hafa. Lygasagan vindur upp á sig og áður en við vitum af er baráttan orðin óréttlætisherferð í sjálfu sér. Nietzche sagði eitt sinn áður en hann veiktist alvarlega af geði: „Þegar þú ert að berjast við skrímsli skaltu varast að verða ekki sjálfur að skrímsli… því þegar þú starir inn í hyldýpið þá starir það til baka á þig.“ Leikmaður afneitar staðreyndum Offita er heilbrigðisvandamál sem skerðir lífslíkur og er áhættuþáttur þegar kemur að fjölda sjúkdóma. En offita er einnig líkamlegt ástand sem sumir geta svo sannarlega lifað með og þrátt fyrir aukna sjúkdómabyrði er ekkert sem mælir gegn því að fólk lifi í sátt við sig og sína persónu. Lífsskerðingin, áhættuþættirnir og óttinn um að falla frá fyrir aldur fram getur reynst sumum hvati til að temja sér nýja lífstílsvenjur eða leita aðstoðar frá fagaðilum til að missa þessa umframþyngd. Einhverra hluta vegna er það orðinn hluti af þessari femínískri hugmyndafræði að fordæma umfjallanir um offitu þar sem hún er rædd sem heilsufarsskerðing, þó offitan sé augljóslega að hafa neikvæð áhrif á líf viðkomandi sem um ræðir. Afneitun á því að tenging sé á milli offitu og sjúkdóma má líka finna í þessari tegund aktivisma. Byggist hún á því að afsaka fylgi þessara þátta í burtu með því að segja hana ekki sannaða og segja þessa auknu sjúkdómabyrði eiga sér frekar rætur til fordóma og skaðsemi megrunarkúra. Að ákveðnu leyti er röksemdarfærsla sem þessi að bera það saman að segja að ekki hafi tekist að sanna orsakasamhengið milli aksturs undir áhrifum og slysa. Að fylgni sé svo sannarlega til staðar en fordómar og lélegt skyggni gætu allt eins útskýrt þetta samband. Það er vel hægt að lifa með jákvæða líkamsímynd og búa yfir góðu sjálfstrausti ásamt því að viðurkenna offitu sem áhættuþátt í aukinni tíðni sjúkdóma. Þessir tveir þættir eru ekki ósamrýmanlegir raunveruleikar. Að eiga sín persónulegu gildi og rækta sitt persónulega samband við sjálfan sig útilokar ekki viðurkenningu á gagnsemi vísindalegrar athugunnar á mannslíkamanum. Afbakaður raunveruleiki Í heimi þar sem fyrirfinnast raunveruleg fyrirbæri sem ekki má ræða ríkir menning þöggunnar. Í heimi þar sem forvitni er löstuð er um að ræða samfélag sem tapar þorsta sínum eftir þekkingu. Samfélagsgerðin stendur þá í stað þó hún noti ný hugtök og viðurkenni nýja valdastjórn. Þegnarnir nærast á kenningarkerfi sem jafnframt lokar á hugvitið. Innsæið dofnar og tilfinningagreindin dalar. Eftir stöndum við þekkingarlaus og merkingarlaus. Við hættum að skilja hver við erum og hættum að sjá okkur sjálf sem það sem við raunverulega erum. Við töpum sjálfinu okkar og getunni til að þroskast. Með lífsreynslu myndast getan til að sjá heiminn á fjölbreyttan hátt og í þroskanum er hægt að átta sig á tilfinningum sínum. Og í þessum þroska nær viðkomandi að rækta sitt tilfinningalega sjálf og fær hann tækifæri til að blómstra. Yfirborðið missir sjarma sinn en innihaldið dýpkar þig og þitt veraldlega líf. Þróun nútímaþjóðfélags, þar sem menn eru hvattir til að láta undan þrýstingi gaslýsandi samfélagsumræðu á meðan gildi sannleiksins er leyft að molna, er ekki fórnarkostnaður sem ég kæri mig um að lifa með.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun