Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 09:39 Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Saga Sig Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum. Þar segir að Kristín sé ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Kristín lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. Fyrir það hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt um tuttugu sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 til 2014. Árið 2008 var Kristín valin sem leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti en hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Ásamt því hefur hún einnig leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. „Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Aðsóknarmet í leikhúsið hafi verið slegin og leikhúsið hafi hlotið Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Nýverið lauk hún við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Listaháskóla Íslands, segir það vera mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga skólans. „Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans,“ er haft eftir Magnúsi. „Stjórn skólans bíður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.” Skóla - og menntamál Menning Vistaskipti Háskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum. Þar segir að Kristín sé ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Kristín lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. Fyrir það hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt um tuttugu sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 til 2014. Árið 2008 var Kristín valin sem leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti en hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Ásamt því hefur hún einnig leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. „Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Aðsóknarmet í leikhúsið hafi verið slegin og leikhúsið hafi hlotið Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Nýverið lauk hún við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Listaháskóla Íslands, segir það vera mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga skólans. „Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans,“ er haft eftir Magnúsi. „Stjórn skólans bíður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.”
Skóla - og menntamál Menning Vistaskipti Háskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira