Lesblinda er algengari er áður hefur verið talið Snævar Ívarsson skrifar 24. apríl 2023 14:30 Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun