Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 25. apríl 2023 14:02 Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar