Skýringar á leti starfsfólks gætu verið stjórnunartengdar Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. apríl 2023 07:00 Við höfum öll gott að því að gera reglulega ekki neitt og allir eiga sína daga í vinnunni þar sem við upplifum smá leti. Hins vegar er full ástæða til að rýna aðeins í málin ef letin er viðvarandi. Oft kemur meira að segja í ljós að skýringarnar eru einhverjar allt aðrar en leti. Hjá okkur eða samstarfsfólki. Vísir/Getty Við getum öll upplifað smá leti í vinnunni. Og reyndar er það alls ekkert svo slæmt að stundum séum við pínkulítið löt. Því rannsóknir sýna að til þess að fá nýjar og ferskar hugmyndir er mikilvægt fyrir okkur að gera reglulega ekki neitt. Leti í vinnunni er hins vegar vandamál ef við upplifum hana viðvarandi. Hjá okkur sjálfum eða vinnufélaga. Það áhugaverða er að oft er skýringin einhver allt önnur en leti þegar farið er að skoða málin. Jafnvel að helsta vandamálið sé stjórnunarlegt. Við skulum rýna í sex atriði sem byggja á samantekt birtri í Forbes. 1. Tilfinningin um að standa sig ekki nógu vel Það getur dregið úr afköstum okkar og vilja til vinnu ef okkur líður eins og við séum ekki að standa okkur nógu vel, að við séum langt frá því að vera jafn góð og samstarfsfólkið okkar eða hreinlega glímum við að vera fullkomnunarsinnar. Hér getur baráttan verið svolítið snúin því hún er okkur svo huglæg. Hvernig fáum við hugann okkar til að skilja að við séum að standa okkur vel eða að það sé ekkert sem heitir að gera eitthvað fullkomlega? Gott fyrsta skref er þó að átta okkur á því að hugurinn er að reyna að sannfæra okkur um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Þá er meira um það í dag að stjórnendur horfi meira til styrkleika hvers og eins og reyni að úthluta verkefnum til starfsfólks í samræmi við þá. Mögulega mætti skoða þetta atriði líka. 2. Ónæg upplýsingamiðlun eða kennsla Algengt vandamál á vinnustöðum um allan heim er að starfsfólk fær ekki nægilega góða kennslu eða leiðbeiningar við verkefni. Þetta hefur líka komið í ljós á vinnustöðum sem telja sig þó vera með allt nýliðunarferli í góðu standi og svo framvegis. Þegar við hræðumst verkefni, teljum okkur ekki kunna þau nógu vel eða vitum ekki alveg hvernig við eigum að byrja á þeim, eigum við það til að forða okkur undan þeim verkefnum. Sem sumir gætu misskilið sem leti. 3. Að rýna í skýringar á verkkvíða eða verkfælni Stundum þyrmir svo yfir okkur að við nánast frjósum eða líðanin dregur úr okkur allan mátt. Orsakirnar á þessu gætu til dæmis verið of langur verkefnalisti, of mikil truflun í umhverfinu þannig að við náum ekki að einbeita okkur og fleira. Að upplifa verkkvíða er líka þekkt tilfinning. Sem í flestum tilvikum sannast síðan að vera óþörf líðan því flest okkar getum miklu meira en við teljum okkur oft trú um. Að endurskoða verkefnalistann okkar og þá sérstaklega forgangsröðun verkefna gæti því verið gott ráð. Eins að nýta þessi næðisrými sem eru víða í boði á vinnustöðum eða prófa að vinna verkefni með heyrnartólum. Ef við teljum okkur glíma við verkkvíða væri ráðlagt að ræða við einhvern aðila um það. Jafnvel heimilislækninn okkar. 4. Að finnast erfitt að biðja um aðstoð Allt frá því að við erum börn í skóla getur það skref að biðja um aðstoð eða rétta upp hendi eftir aðstoð verið okkur erfitt skref. Sem hreinlega margir þora oft ekki að taka. Það sem er gott að hafa í huga í þessu er að rannsóknir afa sýnt að fólk er miklu jákvæðara og reiðubúnari til að hjálpa okkur en við teljum sjálf. Við skulum því frekar líta á það sem jákvætt skref frekar en neikvætt því það að biðja um aðstoð er bara hið besta mál. Hér er líka mælt með því að stjórnendur séu virkir í að tala fyrir því að við séum teymi sem erum alltaf reiðubúin til að hjálpa. Þannig að menningin og andrúmsloftið sé síður þannig að fólk þori ekki að biðja um hjálp. 5. Að vera sammála um að vera ósammála Að upplifa sig latan í vinnunni getur skýrst af átakafælni eða óttanum við að segja að við séum ekki sammála því að hlutirnir séu gerðir á þennan háttinn eða hinn. Eins geta vandamál í samskiptum innan vinnustaða leitt til þess að fólk kýs að draga sig í hlé frá verkefnum. Stundum þurfum við hins vegar að vera sammála um að vera ósammála og vinna okkur jákvætt áfram út frá því þannig að allir haldi virðingu sinni, öllum finnist að á þau sé hlustað og svo framvegis. Því þegar þetta er ekki til staðar, er algengt að fólk hreinlega langi ekki eins mikið til að taka þátt í verkefnum eða vinnu. 6. Andleg heilsa, jákvæðni og gleði á vinnustaðnum Loks er það andrúmsloftið á vinnustaðnum, vinnustaðamenningin, gleðin, jákvæðnin, traustið. Þegar okkur líður vel á vinnustað eru samskipti að öllu jafna góð, við erum óhræddari við að biðja um aðstoð, starfsánægja er meiri því okkur finnst gaman í vinnunni og svo framvegis. Þegar fólk upplifir sig vera viðvarandi latt í vinnunni en finnst það ólíkt sjálfu sér, eða upplifir leti sem viðvarandi hjá samstarfsfólki, getur það verið vísbending um að vinnustaðurinn þurfi að leggja meiri áherslu á andlega heilsu starfsfólks og jákvætt andrúmsloft. Þrjú atriði eru nefnd sérstaklega sem einkenni vinnustaðar þar sem efla þarf jákvætt andrúmsloft en þessi þrjú atriði eru: Samkeppni á milli starfsfólks er ekki heilbrigð samkeppni, heldur leiðir jafnvel til þess að sumt starfsfólk dregur sig í hlé Sumt starfsfólk upplifir sem ekki sem hluta af teyminu Starfsfólk fær ekki að vinnan vinnuna sína sjálfstætt og án of mikilla afskipta. Sem oftar en ekki leiðir til þess að fólki finnst því ekki vera treyst. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Góðu ráðin Geðheilbrigði Mannauðsmál Tengdar fréttir Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Leti í vinnunni er hins vegar vandamál ef við upplifum hana viðvarandi. Hjá okkur sjálfum eða vinnufélaga. Það áhugaverða er að oft er skýringin einhver allt önnur en leti þegar farið er að skoða málin. Jafnvel að helsta vandamálið sé stjórnunarlegt. Við skulum rýna í sex atriði sem byggja á samantekt birtri í Forbes. 1. Tilfinningin um að standa sig ekki nógu vel Það getur dregið úr afköstum okkar og vilja til vinnu ef okkur líður eins og við séum ekki að standa okkur nógu vel, að við séum langt frá því að vera jafn góð og samstarfsfólkið okkar eða hreinlega glímum við að vera fullkomnunarsinnar. Hér getur baráttan verið svolítið snúin því hún er okkur svo huglæg. Hvernig fáum við hugann okkar til að skilja að við séum að standa okkur vel eða að það sé ekkert sem heitir að gera eitthvað fullkomlega? Gott fyrsta skref er þó að átta okkur á því að hugurinn er að reyna að sannfæra okkur um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Þá er meira um það í dag að stjórnendur horfi meira til styrkleika hvers og eins og reyni að úthluta verkefnum til starfsfólks í samræmi við þá. Mögulega mætti skoða þetta atriði líka. 2. Ónæg upplýsingamiðlun eða kennsla Algengt vandamál á vinnustöðum um allan heim er að starfsfólk fær ekki nægilega góða kennslu eða leiðbeiningar við verkefni. Þetta hefur líka komið í ljós á vinnustöðum sem telja sig þó vera með allt nýliðunarferli í góðu standi og svo framvegis. Þegar við hræðumst verkefni, teljum okkur ekki kunna þau nógu vel eða vitum ekki alveg hvernig við eigum að byrja á þeim, eigum við það til að forða okkur undan þeim verkefnum. Sem sumir gætu misskilið sem leti. 3. Að rýna í skýringar á verkkvíða eða verkfælni Stundum þyrmir svo yfir okkur að við nánast frjósum eða líðanin dregur úr okkur allan mátt. Orsakirnar á þessu gætu til dæmis verið of langur verkefnalisti, of mikil truflun í umhverfinu þannig að við náum ekki að einbeita okkur og fleira. Að upplifa verkkvíða er líka þekkt tilfinning. Sem í flestum tilvikum sannast síðan að vera óþörf líðan því flest okkar getum miklu meira en við teljum okkur oft trú um. Að endurskoða verkefnalistann okkar og þá sérstaklega forgangsröðun verkefna gæti því verið gott ráð. Eins að nýta þessi næðisrými sem eru víða í boði á vinnustöðum eða prófa að vinna verkefni með heyrnartólum. Ef við teljum okkur glíma við verkkvíða væri ráðlagt að ræða við einhvern aðila um það. Jafnvel heimilislækninn okkar. 4. Að finnast erfitt að biðja um aðstoð Allt frá því að við erum börn í skóla getur það skref að biðja um aðstoð eða rétta upp hendi eftir aðstoð verið okkur erfitt skref. Sem hreinlega margir þora oft ekki að taka. Það sem er gott að hafa í huga í þessu er að rannsóknir afa sýnt að fólk er miklu jákvæðara og reiðubúnari til að hjálpa okkur en við teljum sjálf. Við skulum því frekar líta á það sem jákvætt skref frekar en neikvætt því það að biðja um aðstoð er bara hið besta mál. Hér er líka mælt með því að stjórnendur séu virkir í að tala fyrir því að við séum teymi sem erum alltaf reiðubúin til að hjálpa. Þannig að menningin og andrúmsloftið sé síður þannig að fólk þori ekki að biðja um hjálp. 5. Að vera sammála um að vera ósammála Að upplifa sig latan í vinnunni getur skýrst af átakafælni eða óttanum við að segja að við séum ekki sammála því að hlutirnir séu gerðir á þennan háttinn eða hinn. Eins geta vandamál í samskiptum innan vinnustaða leitt til þess að fólk kýs að draga sig í hlé frá verkefnum. Stundum þurfum við hins vegar að vera sammála um að vera ósammála og vinna okkur jákvætt áfram út frá því þannig að allir haldi virðingu sinni, öllum finnist að á þau sé hlustað og svo framvegis. Því þegar þetta er ekki til staðar, er algengt að fólk hreinlega langi ekki eins mikið til að taka þátt í verkefnum eða vinnu. 6. Andleg heilsa, jákvæðni og gleði á vinnustaðnum Loks er það andrúmsloftið á vinnustaðnum, vinnustaðamenningin, gleðin, jákvæðnin, traustið. Þegar okkur líður vel á vinnustað eru samskipti að öllu jafna góð, við erum óhræddari við að biðja um aðstoð, starfsánægja er meiri því okkur finnst gaman í vinnunni og svo framvegis. Þegar fólk upplifir sig vera viðvarandi latt í vinnunni en finnst það ólíkt sjálfu sér, eða upplifir leti sem viðvarandi hjá samstarfsfólki, getur það verið vísbending um að vinnustaðurinn þurfi að leggja meiri áherslu á andlega heilsu starfsfólks og jákvætt andrúmsloft. Þrjú atriði eru nefnd sérstaklega sem einkenni vinnustaðar þar sem efla þarf jákvætt andrúmsloft en þessi þrjú atriði eru: Samkeppni á milli starfsfólks er ekki heilbrigð samkeppni, heldur leiðir jafnvel til þess að sumt starfsfólk dregur sig í hlé Sumt starfsfólk upplifir sem ekki sem hluta af teyminu Starfsfólk fær ekki að vinnan vinnuna sína sjálfstætt og án of mikilla afskipta. Sem oftar en ekki leiðir til þess að fólki finnst því ekki vera treyst.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Góðu ráðin Geðheilbrigði Mannauðsmál Tengdar fréttir Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01
Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01
Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09