Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 11:33 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi þar til á föstudag. Hann á, samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum, það til að láta sig hverfa sporlaust. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira