Fyrir stjórnendur sem eru með nefið ofan í öllu Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2023 07:00 Ofstjórnun skýrist mjög oft af óröryggi stjórnendanna sjálfra og það gerir hvorki vinnustaðnum, stjórnandanum né starfsfólkinu gott þegar stjórnandinn er með nefið ofan í öllu og treystir starfsfólkinu ekki nægilega vel. Vísir/Getty Það telst úreld stjórnunaraðferð í dag að ofstjórna. Að vera með puttana ofan í öllu sem starfsfólk gerir, fara yfir allt sem gert er, telja sig geta gert hlutina betur eða best, að engum sé treystandi nema þú sért inn í öllu og með tak á öllu. Á ensku kallast þetta Micromanaging. Gott er að spyrja sjálfan sig hvort eitthvað af eftirfarandi atriðum eigi við um þig sem stjórnanda: Þú ert smámunasamur og afskiptasamur stjórnandi Þú ert með nefið ofan í öllu sem starfsfólk gerir: Vinnulega, verkefnalega, hvenær fólk mætir, hvað það tekur langt hlé og svo framvegis Oft myndast flöskuhálsar í verkefnavinnu starfsfólks því þú vilt skipta þér af öllum verkefnum sem eru í gangi. Sem hægir á framgangi og vinnu starfsfólk Þú færð cc tölvupóst til að fylgjast með verkefnum og samskiptum Þú ert meðlimur í mörgum spjallþráðum starfsfólks á Teams eða í sambærilegum kerfum Þú treystir starfsfólkinu ekki nógu vel til að vinna verkefnin sjálf og án leiðsagnar frá þér Þér finnst vanta upp á frumkvæði, hæfni og getu starfsfólks (því þú áttar þig ekki á áhrifum ofstjórnunarinnar) Þú þarft oft að vinna langa vinnudaga (sem mjög oft orsakast af þessari ofstjórnun) Andrúmsloftið á vinnustaðnum er ekki nógu jákvætt Starfsmannavelta er líklega þó nokkur Starfsfólk er oft stressað í kringum þig. Margir stjórnendur hafa alveg löngunina til þess að vilja að komast út úr þeim vítahring sem ofstjórnun er. Enda hafa rannsóknir sýnt að það að ofstjórna, e. micromanagment, er líklegra til að letja starfsfólk frekar en að hvetja. Þetta eru einfaldlega stjórnunarhættir sem ná ekki að virkja helstu styrkleika starfsfólks. Sem þýðir að vinnustaðurinn er ekki að vinna með því besta í mannauðnum. Árangurinn gæti verið betri. En hvað er þá til ráða? Á netinu er hægt að finna ýmist efni til að ráða bót á þessu og meðal annars má benda á nokkur góð ráð sem Harvard Business Review tók saman í grein. Því það sem er oftast skýringin á ofstjórnun er óöryggi. Til dæmis ótti stjórnandans við að missa stöðu sína. Óttinn við að mistakast. Og svo framvegis. Stjórnendur sem vilja komast út úr þeim vítahring sem ofstjórnun er, er því ráðlagt að taka heiðarlegt samtal og skoðun með sjálfum sér með þetta í huga. Velta fyrir sér spurningum eins og Hver er raunveruleg skýring á því að ég hef þessa stjórnunarþörf? Hvar liggja styrkleikarnir mínir? Hvaða verkefni ætti ég sjálf/ur fyrst og fremst að vinna í? Þá er stjórnendum bent á að sleppa tökunum á þessari stjórnunaraðferð í hægum skrefum. Því það er hreinlega raunhæfari leið til árangurs. Eins þurfa stjórnendur að hafa í huga að ef starfsfólk hefur unnið undir þessum stjórnunarháttum lengi, tekur tíma að virkja styrkleikana þannig að frumkvæði, öryggi og meira sjálfstæði í ákvörðunum og eftirfylgni starfsfólks eflist. Eins er gott að velta fyrir sér styrkleikum og veikleikum starfsfólks, því það á við um okkur öll að við annars vegar búum yfir einhverju sem gerir okkur framúrskarandi góð á ákveðnum sviðum, á meðan önnur eru okkur ekki eins eðlislæg eða töm. Mögulega mætti breyta úthlutun einhverra verkefna starfsfólks með þetta í huga. Forgangsraðaðu líka betur þannig að það sem skiptir vinnustaðinn mestu máli er alltaf í forgangi á meðan önnur atriði mega víkja eða bíða um sinn. Breyttu orðræðunni þinni og farðu smátt og smátt að virkja sjálfan þig í jákvæðri og uppbyggilegri endurgjöf til starfsfólks. Hrós, uppbyggileg leiðsögn og staðfesting á því að starfsfólki sé treyst fyrir sinni vinnu, eru allt atriði sem efla frumkvæði, öryggi og ánægju starfsfólks. Sem aftur leiðir til þess að meiri árangur næst. Síðast en ekki síst þarftu að muna að bregðast ekki við með ýktum hætti ef eitthvað gerist í vinnunni eða er gert á einhvern annan hátt en þú hefðir helst kosið. Dragðu andann inn djúpt, mundu á hvaða vegferð þú ert sem stjórnandi og taktu síðan af málum með festu en á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Grein Harvard Business Review má lesa hér. Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Of margir stjórnendur ofstjórna og vantreysta starfsfólki sínu Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino hefur heyrt frá stjórnendum sem finnst óþægilegt að hafa „enga hugmynd um" hvað fólk er að gera í fjarvinnu. Hann mælir með því að stjórnendur treysti starfsfólki sínu og nýti krísuna til að einfalda ferla og boðleiðir. 29. apríl 2020 13:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Á ensku kallast þetta Micromanaging. Gott er að spyrja sjálfan sig hvort eitthvað af eftirfarandi atriðum eigi við um þig sem stjórnanda: Þú ert smámunasamur og afskiptasamur stjórnandi Þú ert með nefið ofan í öllu sem starfsfólk gerir: Vinnulega, verkefnalega, hvenær fólk mætir, hvað það tekur langt hlé og svo framvegis Oft myndast flöskuhálsar í verkefnavinnu starfsfólks því þú vilt skipta þér af öllum verkefnum sem eru í gangi. Sem hægir á framgangi og vinnu starfsfólk Þú færð cc tölvupóst til að fylgjast með verkefnum og samskiptum Þú ert meðlimur í mörgum spjallþráðum starfsfólks á Teams eða í sambærilegum kerfum Þú treystir starfsfólkinu ekki nógu vel til að vinna verkefnin sjálf og án leiðsagnar frá þér Þér finnst vanta upp á frumkvæði, hæfni og getu starfsfólks (því þú áttar þig ekki á áhrifum ofstjórnunarinnar) Þú þarft oft að vinna langa vinnudaga (sem mjög oft orsakast af þessari ofstjórnun) Andrúmsloftið á vinnustaðnum er ekki nógu jákvætt Starfsmannavelta er líklega þó nokkur Starfsfólk er oft stressað í kringum þig. Margir stjórnendur hafa alveg löngunina til þess að vilja að komast út úr þeim vítahring sem ofstjórnun er. Enda hafa rannsóknir sýnt að það að ofstjórna, e. micromanagment, er líklegra til að letja starfsfólk frekar en að hvetja. Þetta eru einfaldlega stjórnunarhættir sem ná ekki að virkja helstu styrkleika starfsfólks. Sem þýðir að vinnustaðurinn er ekki að vinna með því besta í mannauðnum. Árangurinn gæti verið betri. En hvað er þá til ráða? Á netinu er hægt að finna ýmist efni til að ráða bót á þessu og meðal annars má benda á nokkur góð ráð sem Harvard Business Review tók saman í grein. Því það sem er oftast skýringin á ofstjórnun er óöryggi. Til dæmis ótti stjórnandans við að missa stöðu sína. Óttinn við að mistakast. Og svo framvegis. Stjórnendur sem vilja komast út úr þeim vítahring sem ofstjórnun er, er því ráðlagt að taka heiðarlegt samtal og skoðun með sjálfum sér með þetta í huga. Velta fyrir sér spurningum eins og Hver er raunveruleg skýring á því að ég hef þessa stjórnunarþörf? Hvar liggja styrkleikarnir mínir? Hvaða verkefni ætti ég sjálf/ur fyrst og fremst að vinna í? Þá er stjórnendum bent á að sleppa tökunum á þessari stjórnunaraðferð í hægum skrefum. Því það er hreinlega raunhæfari leið til árangurs. Eins þurfa stjórnendur að hafa í huga að ef starfsfólk hefur unnið undir þessum stjórnunarháttum lengi, tekur tíma að virkja styrkleikana þannig að frumkvæði, öryggi og meira sjálfstæði í ákvörðunum og eftirfylgni starfsfólks eflist. Eins er gott að velta fyrir sér styrkleikum og veikleikum starfsfólks, því það á við um okkur öll að við annars vegar búum yfir einhverju sem gerir okkur framúrskarandi góð á ákveðnum sviðum, á meðan önnur eru okkur ekki eins eðlislæg eða töm. Mögulega mætti breyta úthlutun einhverra verkefna starfsfólks með þetta í huga. Forgangsraðaðu líka betur þannig að það sem skiptir vinnustaðinn mestu máli er alltaf í forgangi á meðan önnur atriði mega víkja eða bíða um sinn. Breyttu orðræðunni þinni og farðu smátt og smátt að virkja sjálfan þig í jákvæðri og uppbyggilegri endurgjöf til starfsfólks. Hrós, uppbyggileg leiðsögn og staðfesting á því að starfsfólki sé treyst fyrir sinni vinnu, eru allt atriði sem efla frumkvæði, öryggi og ánægju starfsfólks. Sem aftur leiðir til þess að meiri árangur næst. Síðast en ekki síst þarftu að muna að bregðast ekki við með ýktum hætti ef eitthvað gerist í vinnunni eða er gert á einhvern annan hátt en þú hefðir helst kosið. Dragðu andann inn djúpt, mundu á hvaða vegferð þú ert sem stjórnandi og taktu síðan af málum með festu en á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Grein Harvard Business Review má lesa hér.
Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Of margir stjórnendur ofstjórna og vantreysta starfsfólki sínu Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino hefur heyrt frá stjórnendum sem finnst óþægilegt að hafa „enga hugmynd um" hvað fólk er að gera í fjarvinnu. Hann mælir með því að stjórnendur treysti starfsfólki sínu og nýti krísuna til að einfalda ferla og boðleiðir. 29. apríl 2020 13:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01
Of margir stjórnendur ofstjórna og vantreysta starfsfólki sínu Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino hefur heyrt frá stjórnendum sem finnst óþægilegt að hafa „enga hugmynd um" hvað fólk er að gera í fjarvinnu. Hann mælir með því að stjórnendur treysti starfsfólki sínu og nýti krísuna til að einfalda ferla og boðleiðir. 29. apríl 2020 13:00
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09
„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00