Sköpum minningar á Degi barnsins Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 21. maí 2023 08:01 Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun