Kuldabletturinn ekki til að skemma sumarveðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2023 12:45 Kuldabletturinn sem um ræðir sést vel hér á þessari mynd frá 2015. NASA Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“ Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“
Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00