Engar sérstakar undanþágur fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 06:56 Engar reglur virðast vera í gildi til að tryggja að hjón fái að dvelja saman á hjúkrunarheimili. Getty Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma, þar sem báðir einstaklingar hafa fengið færni- og heilsumat og bíða flutnings. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg hjón dvelja á hjúkrunarheimilum en búa ekki saman né hversu mörg hjón búa saman á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um hjón á hjúkrunarheimilium. Þorbjörg spurði meðal annars að því hversu mörg hjón bjuggu ekki saman árin 2018 til 2022 þrátt fyrir að dveljast bæði á hjúkrunarheimili á grundvelli færni- og heilsumats en þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, samkvæmt svörum ráðherra. Samkvæmt færni- og heilsumatsskrá eru 478 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala voru 66 einstaklingar inniliggjandi á spítalanum með gilt færni- og heilsumat þann 15. maí síðastliðinn. Af þeim voru 15 á skilgreindri biðdeild en 51 á öðrum deildum spítalans. Þorgerður spurði einnig hvernig hjónum væri gert kleift að búa saman á hjúkrunarheimili þegar annað eða bæði hefðu fengið færni- og heilsumat. „Í reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, með síðari breytingum, kemur fram í 10. gr. að færni- og heilsumatsnefndir séu ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Í 5. gr. segir m.a. að verkefni nefndanna sé að leggja faglegt mat á þörf aldraðs fólks fyrir dvalarrými og hjúkrunarrými. Færni- og heilsumat er því forsenda flutnings í dvalar- og hjúkrunarrými. Rýmum er úthlutað í samræmi við mat nefndanna og óskir viðkomandi einstaklings um hjúkrunarheimili. Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón aðrar en þær að reynt er að mæta óskum einstaklinga að því marki sem hægt er,“ segir í svörum ráðherra. Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg hjón dvelja á hjúkrunarheimilum en búa ekki saman né hversu mörg hjón búa saman á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um hjón á hjúkrunarheimilium. Þorbjörg spurði meðal annars að því hversu mörg hjón bjuggu ekki saman árin 2018 til 2022 þrátt fyrir að dveljast bæði á hjúkrunarheimili á grundvelli færni- og heilsumats en þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, samkvæmt svörum ráðherra. Samkvæmt færni- og heilsumatsskrá eru 478 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala voru 66 einstaklingar inniliggjandi á spítalanum með gilt færni- og heilsumat þann 15. maí síðastliðinn. Af þeim voru 15 á skilgreindri biðdeild en 51 á öðrum deildum spítalans. Þorgerður spurði einnig hvernig hjónum væri gert kleift að búa saman á hjúkrunarheimili þegar annað eða bæði hefðu fengið færni- og heilsumat. „Í reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, með síðari breytingum, kemur fram í 10. gr. að færni- og heilsumatsnefndir séu ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Í 5. gr. segir m.a. að verkefni nefndanna sé að leggja faglegt mat á þörf aldraðs fólks fyrir dvalarrými og hjúkrunarrými. Færni- og heilsumat er því forsenda flutnings í dvalar- og hjúkrunarrými. Rýmum er úthlutað í samræmi við mat nefndanna og óskir viðkomandi einstaklings um hjúkrunarheimili. Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón aðrar en þær að reynt er að mæta óskum einstaklinga að því marki sem hægt er,“ segir í svörum ráðherra.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira