Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. júlí 2023 09:55 Það er vel við hæfi að sjá ameríska tilvísun í barheiti á mynd fyrir aftan Sigurð Svansson því að hann er búsettur í Orlando þar sem Sahara er að setja upp skrifstofu. Sigurður er framkvæmdastjóri Sahara og einn af stofnendum fyrirtækisins. Hann segir golfið áhugamál númer eitt í Orlando en væri til í meiri sól og minni rigningu á meðan fjölskyldan heimsækir Ísland í frí. Vísir/Vilhelm Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Frá því ég man eftir mér hef ég verið algjör A-týpa þegar kemur að svefnvenjum. Um áramótin ákvað ég að taka heilsuna aðeins fastari tökum og fór því að koma mér upp enn betri rútínu í kringum svefninn þar sem það er búið að vera mikið um að vera síðustu mánuði eftir að við fjölskyldan fluttum til Orlando þar sem við í Sahara erum að setja upp skrifstofur. Núna vakna ég flestalla daga klukkan fimm og fæ þá smá tíma fyrir sjálfan mig til að keyra daginn í gang á meðan fjölskyldan sefur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég er farinn að byrja alla morgna á því að fara í klukkutíma göngutúr um hverfið þar sem ég nýti tímann til að hringja heim og taka örfundi með stjórnendum Sahara heima á Íslandi. Tímamismunurinn kemur sér vel þar sem það er allt komið á fullt á íslensku skrifstofunni þegar klukkan slær fimm í Orlando. Þess á milli finnst mér einnig gott að taka pásu frá símtölunum og er þá duglegur að hlusta á hlaðvörp og hljóðbækur sem tengjast þeim verkefnum sem ég er að vinna að hverju sinni; í bland við eitthvað léttara sem gefur manni tækifæri á að dreifa huganum aðeins frá vinnunni sem er mikilvægt inn á milli. Eftir göngutúrinn þá gef ég mér yfirleitt klukkutíma til að svara tölvupóstum og skrifa niður þau verkefni sem ég ætla að leggja áherslu á yfir daginn, áður en krakkarnir vakna klukkan sjö.“ Hvaða áhugamál finnst þér skemmtilegust á sumrin? „Aðaláhugamál mitt á sumrin er klárlega að spila golf. Ég myndi gjarnan vilja hafa meiri tíma til að spila og æfa mig en ég er ekki eins laus við og þegar ég var að alast upp; þá var mér skutlað snemma á morgnana á Korpuna eða í Grafarholtið og sóttur seint á kvöldin. En núna, eftir að við fluttum til Orlando, þarf maður að fara að koma sér aftur af stað því þar er engin afsökun fyrir því að vera ekki að spila golf að minnsta kosti einu sinni í viku. Það gengur eiginlega ekki að vera með hærri forgjöf í dag en þegar ég flutti út! Fyrir utan golfið þá finnst mér ótrúlega gaman að ferðast með fjölskyldu og vinum. Það jafnast ekkert á við það að ferðast í kringum landið og upplifa alla þá náttúrufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Síðustu tvö ár höfum við fjölskyldan komið heim yfir sumartímann en veðurguðirnir mættu samt alveg vera aðeins meira næs við okkur, minni rigningu, meiri sól takk! Stefnan er því sett á Ameríku-reisu næsta sumar því við ætlum okkur að nýta tímann vel á meðan við erum búsett úti til að upplifa og ferðast um Ameríku.“ Sigurður er A-týpa sem vaknar snemma en segir fjölskylduna líka fara snemma að sofa og allir sofnaðir um eða uppúr klukkan níu á kvöldin. Sigurður er mjög skipulagður í vinnu, notar Asana til að halda utan um skipulagið og viðurkennir að hann eigi það jafnvel til að Asana yfir sig.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin hjá Sahara eru mörg og fjölbreytt, en það er einmitt það sem gerir vinnuna svo skemmtilega. Ásamt því að leiða uppsetningu á bandarísku skrifstofunni þá tók ég nýverið við sem framkvæmdastjóri Sahara á Íslandi. Að samtvinna þessar tvær stöður var vissulega áskorun en ég þrífst vel í þannig umhverfi enda með mikið keppnisskap. Fókusinn hefur því verið á verkefni sem snúa að Sahara, en þökk sé frábærum stjórnendum og starfsfólki Sahara þá hefur tekist vel að hrinda af stað spennandi verkefnum. Heimur stafrænnar markaðssetningar sefur aldrei og því er mikilvægt að vera á tánum til að vera undirbúinn til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og geta ávallt boðið viðskiptavinum okkar upp á það nýjasta og besta í þessum efnum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hef ávallt tileinkað mér gott skipulag og finnst nauðsynlegt að það sé til staðar til að halda góðri yfirsýn, enda er maður oftar en ekki með marga bolta á lofti í einu og því auðvelt að missa tempóið þegar yfirsýnin hverfur. Uppi í Sahara er ég oft kallaður „Siggi Asana“ því ég á það til að „Asana“ yfir mig þegar kemur að því að grúska í kerfinu og stilla upp ferlum og sniðmátum fyrir hin ýmsu verkefni sem við erum að taka að okkur. Sjálfur nota ég Asana til að halda utan um öll innri verkefni, ásamt því að nota kerfi sem heitir Notion sem hálfgerða dagbók til að skrifa niður hugmyndir og pælingar. En síðan er ég auðvitað mannlegur. Þó maður leggi upp með að vera ávallt skipulagður þá koma alltaf tímabil þar sem ég er algjörlega út um allt; þá er mikilvægt að staldra við, ramma verkefnin inn og keyra svo allt aftur af stað, skipulega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið mjög kvöldsvæfur og finnst því gott að fara snemma í háttinn. Sem betur fer er konan mín eins hvað þetta varðar og förum við því öll fjölskyldan yfirleitt að sofa ekki mikið seinna en níu á kvöldin.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Frá því ég man eftir mér hef ég verið algjör A-týpa þegar kemur að svefnvenjum. Um áramótin ákvað ég að taka heilsuna aðeins fastari tökum og fór því að koma mér upp enn betri rútínu í kringum svefninn þar sem það er búið að vera mikið um að vera síðustu mánuði eftir að við fjölskyldan fluttum til Orlando þar sem við í Sahara erum að setja upp skrifstofur. Núna vakna ég flestalla daga klukkan fimm og fæ þá smá tíma fyrir sjálfan mig til að keyra daginn í gang á meðan fjölskyldan sefur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég er farinn að byrja alla morgna á því að fara í klukkutíma göngutúr um hverfið þar sem ég nýti tímann til að hringja heim og taka örfundi með stjórnendum Sahara heima á Íslandi. Tímamismunurinn kemur sér vel þar sem það er allt komið á fullt á íslensku skrifstofunni þegar klukkan slær fimm í Orlando. Þess á milli finnst mér einnig gott að taka pásu frá símtölunum og er þá duglegur að hlusta á hlaðvörp og hljóðbækur sem tengjast þeim verkefnum sem ég er að vinna að hverju sinni; í bland við eitthvað léttara sem gefur manni tækifæri á að dreifa huganum aðeins frá vinnunni sem er mikilvægt inn á milli. Eftir göngutúrinn þá gef ég mér yfirleitt klukkutíma til að svara tölvupóstum og skrifa niður þau verkefni sem ég ætla að leggja áherslu á yfir daginn, áður en krakkarnir vakna klukkan sjö.“ Hvaða áhugamál finnst þér skemmtilegust á sumrin? „Aðaláhugamál mitt á sumrin er klárlega að spila golf. Ég myndi gjarnan vilja hafa meiri tíma til að spila og æfa mig en ég er ekki eins laus við og þegar ég var að alast upp; þá var mér skutlað snemma á morgnana á Korpuna eða í Grafarholtið og sóttur seint á kvöldin. En núna, eftir að við fluttum til Orlando, þarf maður að fara að koma sér aftur af stað því þar er engin afsökun fyrir því að vera ekki að spila golf að minnsta kosti einu sinni í viku. Það gengur eiginlega ekki að vera með hærri forgjöf í dag en þegar ég flutti út! Fyrir utan golfið þá finnst mér ótrúlega gaman að ferðast með fjölskyldu og vinum. Það jafnast ekkert á við það að ferðast í kringum landið og upplifa alla þá náttúrufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Síðustu tvö ár höfum við fjölskyldan komið heim yfir sumartímann en veðurguðirnir mættu samt alveg vera aðeins meira næs við okkur, minni rigningu, meiri sól takk! Stefnan er því sett á Ameríku-reisu næsta sumar því við ætlum okkur að nýta tímann vel á meðan við erum búsett úti til að upplifa og ferðast um Ameríku.“ Sigurður er A-týpa sem vaknar snemma en segir fjölskylduna líka fara snemma að sofa og allir sofnaðir um eða uppúr klukkan níu á kvöldin. Sigurður er mjög skipulagður í vinnu, notar Asana til að halda utan um skipulagið og viðurkennir að hann eigi það jafnvel til að Asana yfir sig.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin hjá Sahara eru mörg og fjölbreytt, en það er einmitt það sem gerir vinnuna svo skemmtilega. Ásamt því að leiða uppsetningu á bandarísku skrifstofunni þá tók ég nýverið við sem framkvæmdastjóri Sahara á Íslandi. Að samtvinna þessar tvær stöður var vissulega áskorun en ég þrífst vel í þannig umhverfi enda með mikið keppnisskap. Fókusinn hefur því verið á verkefni sem snúa að Sahara, en þökk sé frábærum stjórnendum og starfsfólki Sahara þá hefur tekist vel að hrinda af stað spennandi verkefnum. Heimur stafrænnar markaðssetningar sefur aldrei og því er mikilvægt að vera á tánum til að vera undirbúinn til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og geta ávallt boðið viðskiptavinum okkar upp á það nýjasta og besta í þessum efnum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hef ávallt tileinkað mér gott skipulag og finnst nauðsynlegt að það sé til staðar til að halda góðri yfirsýn, enda er maður oftar en ekki með marga bolta á lofti í einu og því auðvelt að missa tempóið þegar yfirsýnin hverfur. Uppi í Sahara er ég oft kallaður „Siggi Asana“ því ég á það til að „Asana“ yfir mig þegar kemur að því að grúska í kerfinu og stilla upp ferlum og sniðmátum fyrir hin ýmsu verkefni sem við erum að taka að okkur. Sjálfur nota ég Asana til að halda utan um öll innri verkefni, ásamt því að nota kerfi sem heitir Notion sem hálfgerða dagbók til að skrifa niður hugmyndir og pælingar. En síðan er ég auðvitað mannlegur. Þó maður leggi upp með að vera ávallt skipulagður þá koma alltaf tímabil þar sem ég er algjörlega út um allt; þá er mikilvægt að staldra við, ramma verkefnin inn og keyra svo allt aftur af stað, skipulega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið mjög kvöldsvæfur og finnst því gott að fara snemma í háttinn. Sem betur fer er konan mín eins hvað þetta varðar og förum við því öll fjölskyldan yfirleitt að sofa ekki mikið seinna en níu á kvöldin.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00
„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00
„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01
Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01
Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01