„Við erum ekki Amazon“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2023 15:00 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. EPA/CLEMENS BILAN Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Vopn og hergögn fyrir tugi milljarða dala hafa verið send til Úkraínu Í samtali við blaðamenn í morgun sagðist Wallace hafa ráðlagt ráðamönnum í Úkraínu að hafa í huga að þeir þurfi að sannfæra marga stjórnmálamenn sem hafi efasemdir um vopnasendingar til Úkraínu að þær séu þess virði. Wallace hafði þá verið spurður hvort það að Úkraínumönnum hafi ekki verið veittur tímarammi fyrir inngöngu í Atlantshafsbandalagið myndi koma niður á baráttuanda úkraínskra hermanna. Wallace sagðist ekki telja að svo væri. Þá lýsti hann því að Úkraínumenn væru stundum ágengir. Hann sagðist hafa sagt Úkraínumönnum að þeir væru oft að reyna að sannfæra ráðamenn annarra ríkja að ganga á vopnabúr þeirra. Jafnvel þó Úkraínumenn stæðu í göfugri baráttu gegn Rússum og að þeir væru ekki eingöngu að verja eigin frelsi heldur líka frelsi annarra í Evrópu, væru menn sem hefðu efasemdir og sýna þyrfti þeim að hergagnasendingarnar væru þess virði. „Hvort sem þér líkar það eða ekki, þá er það raunveruleikinn,“ sagði Wallace. Vísaði til bandarískra þingmanna Vísaði hann til þingmanna í Bandaríkjunum sem hefðu lýst yfir efasemdum og sagt að þeir hefðu gefið Úkraínumönnum vopn fyrir tugi millarða dala og sagt að þeir væru ekki Amazon. „Ég sagði þetta sjálfur við Úkraínumenn í fyrra, þegar ég keyrði í ellefu klukkustundir til að taka við lista. Ég sagði; „Ég er ekki Amazon“.“ Amazon rekur meðal annars umfangsmikla netverslun þar sem seldar vörur eru oft sendar heim til kaupenda. Bretar hafa veitt Úkraínumönnum umfangsmikinn stuðning frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra. Meðal annars voru Bretar fyrstir til að taka þá ákvörðun að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Max Blain, talsmanni Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ítrekað ítrekað þakklæti sitt og þjóðar sinnar til bresku þjóðarinnar vegna stuðningsins sem Úkraínumenn hafa fengið. Blain sagði að breska þjóðin myndi áfram standa við bakið á Úkraínumönnum. Sunak sjálfur sagði svo í kjölfarið að hann hefði fullan skilning á því að Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, gerði allt sem hann gæti til að vernda þjóð sína og reyna að binda enda á innrás Rússa. Bretland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vopn og hergögn fyrir tugi milljarða dala hafa verið send til Úkraínu Í samtali við blaðamenn í morgun sagðist Wallace hafa ráðlagt ráðamönnum í Úkraínu að hafa í huga að þeir þurfi að sannfæra marga stjórnmálamenn sem hafi efasemdir um vopnasendingar til Úkraínu að þær séu þess virði. Wallace hafði þá verið spurður hvort það að Úkraínumönnum hafi ekki verið veittur tímarammi fyrir inngöngu í Atlantshafsbandalagið myndi koma niður á baráttuanda úkraínskra hermanna. Wallace sagðist ekki telja að svo væri. Þá lýsti hann því að Úkraínumenn væru stundum ágengir. Hann sagðist hafa sagt Úkraínumönnum að þeir væru oft að reyna að sannfæra ráðamenn annarra ríkja að ganga á vopnabúr þeirra. Jafnvel þó Úkraínumenn stæðu í göfugri baráttu gegn Rússum og að þeir væru ekki eingöngu að verja eigin frelsi heldur líka frelsi annarra í Evrópu, væru menn sem hefðu efasemdir og sýna þyrfti þeim að hergagnasendingarnar væru þess virði. „Hvort sem þér líkar það eða ekki, þá er það raunveruleikinn,“ sagði Wallace. Vísaði til bandarískra þingmanna Vísaði hann til þingmanna í Bandaríkjunum sem hefðu lýst yfir efasemdum og sagt að þeir hefðu gefið Úkraínumönnum vopn fyrir tugi millarða dala og sagt að þeir væru ekki Amazon. „Ég sagði þetta sjálfur við Úkraínumenn í fyrra, þegar ég keyrði í ellefu klukkustundir til að taka við lista. Ég sagði; „Ég er ekki Amazon“.“ Amazon rekur meðal annars umfangsmikla netverslun þar sem seldar vörur eru oft sendar heim til kaupenda. Bretar hafa veitt Úkraínumönnum umfangsmikinn stuðning frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra. Meðal annars voru Bretar fyrstir til að taka þá ákvörðun að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Max Blain, talsmanni Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ítrekað ítrekað þakklæti sitt og þjóðar sinnar til bresku þjóðarinnar vegna stuðningsins sem Úkraínumenn hafa fengið. Blain sagði að breska þjóðin myndi áfram standa við bakið á Úkraínumönnum. Sunak sjálfur sagði svo í kjölfarið að hann hefði fullan skilning á því að Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, gerði allt sem hann gæti til að vernda þjóð sína og reyna að binda enda á innrás Rússa.
Bretland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27