Óskar Hrafn: „Erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2023 23:52 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í leik hjá Blikum. Vísir/Diego Breiðablik fór með eins marks sigur af hólmi gegn Fram fyrr í kvöld. Blikarnir komust yfir á 2. mínútu, urðu manni fleiri á 48. mínútu og virtust ætla að sigla sigrinum örugglega heim en voru tæpir að missa leikinn í jafntefli á lokamínútum. „Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira