Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 10:24 Fólk á ferðinni við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira