Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2023 11:20 Leon Black og eiginkona hans Debra í veislu á vegum nýlistasafnsins í New York (MoMA). Hann var um árabil stjórnarformaður safnsins en þurfti að segja af sér í kjölfar hneykslismálsins. Andrew Toth/Getty Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03