Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Teikning eftir listamanninn af perúska hlunkinum. Perucetus colossus er talinn vera þyngsta dýr allra tíma. AP/Alberto Gennari Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi. Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist. Dýr Perú Hvalir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist.
Dýr Perú Hvalir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira