Innlent

Lög­regla kölluð til vegna slags­mála á Dal­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Samkvæmt því sem Vísir kemst næst voru tveir lögreglubílar á vettvangi auk sjúkrabíls.
Samkvæmt því sem Vísir kemst næst voru tveir lögreglubílar á vettvangi auk sjúkrabíls. Vísir/Vilhelm

Lög­regla var kölluð til vegna slags­mála sem brutust út á bíla­stæðinu við Vín­búðina á Dal­vegi í Kópa­vogi fyrr í kvöld.

Sig­rún Ósk Sigurðar­dóttir, að­stoðar­for­stjóri ÁTVR, stað­festir í sam­tali við Vísi að lög­regla hafi verið kölluð til vegna at­viks á bíla­plani fyrir utan verslun ÁTVR á Dal­vegi. Hún segir starfs­menn ekki hafa orðið vitni að at­burða­rásinni en segir við­skipta­vin hafa hringt á lög­reglu.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu óskaði lög­regla eftir sjúkra­bíl á vett­vang. Einn sjúkra­bíll var sendur.

Ekki hafa frekari upp­lýsingar fengist um málið frá lög­reglu en í dag­bók lög­reglunnar sem send var út í kvöld segir að lög­reglu hafi verið til­kynnt um átök í verslun í hverfi 201. 

Tveir hafi verið færðir í fanga­klefa vegna málsins. Sjónar­vottur sem hafði samband við fréttastofu vegna málsins segir að við­skipta­vinir hafi ekki þorað út úr versluninni á meðan á­flogunum stóð. 

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á 

[email protected]. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×