Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 12:28 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar. Vísir/Sigurjón Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill. Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill.
Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira