Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. september 2023 10:00 Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig námskeiðsins, byrjar alla daga á því að nánast pissa í sig af hlátri yfir fyndnum myndböndum. Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Sama hvar ég bý í heiminum, vakna ég alltaf um hálf níu leytið og upplifi alla daga sem hátíð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Í mörg ár hef ég byrjað daginn á því að nánast pissa í mig úr hlátri yfir brandara á netinu. Þannig fer ég síðan alltaf glöð inn í daginn. Oftast finn ég Minions video.“ Er eitthvað sem þú ert vön að gera í daglegu lífi sem annað fólk myndi telja frekar óvenjulegan vana? „Eflaust þykir sumum það frekar óvenjulegt að ég fer alltaf í háhælaða skó þegar ég elda. Mér finnst einfaldlega ólíkt skemmtilegra að elda í háhæluðum skóm og vera skvísa heima.“ Ósk býr á Amalfí á Ítalíu en þangað fara reglulega konur frá Íslandi í skvísuferðir þar sem ýmiss sjálfseflandi og skemmtileg dagskrá er í boði undir leiðsögn Óskar og Bryndísar Kjartansdóttur. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er á fullu núna að undirbúa netnámskeiðið Lærðu að elska þig sem byrjar á mánudaginn. Ég er líka með fólk í einkatímum hjá mér frá Íslandi og á Ítalíu og hef nýtt mér myndspjallstæknina í mörg ár til að kenna þerapíuna mína og fyrir aðra einkatíma og námskeið. Síðan er ég að springa úr spenningi yfir skvísuferð sem verður á Amalfí á Ítalíu þar sem ég bý. Þessi ferð heitir reyndar Finndu töfrana þína með Bryndísi og Ósk og er í viku í október fyrir konur frá Íslandi. Leiðbeinandi með mér er Bryndís Kjartansdóttir og það sem mér finnst alltaf standa uppúr í þessum ferðum, er hvað ég kynnist alltaf mörgum mögnuðum konum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér finnst best að skipuleggja vinnuna mína í göngutúrum. Helst göngutúrum í náttúrunni. Síðan elska ég alla andlega næringu og er alltaf að læra að skoða sjálfan mig. Sem nýtist mér vel til að efla getuna til að skipuleggja vinnuna mína og standa rétt að henni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? (virk kvöld) „Mér finnst lífið svo geggjað að ég fer alltof seint að sofa.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Sama hvar ég bý í heiminum, vakna ég alltaf um hálf níu leytið og upplifi alla daga sem hátíð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Í mörg ár hef ég byrjað daginn á því að nánast pissa í mig úr hlátri yfir brandara á netinu. Þannig fer ég síðan alltaf glöð inn í daginn. Oftast finn ég Minions video.“ Er eitthvað sem þú ert vön að gera í daglegu lífi sem annað fólk myndi telja frekar óvenjulegan vana? „Eflaust þykir sumum það frekar óvenjulegt að ég fer alltaf í háhælaða skó þegar ég elda. Mér finnst einfaldlega ólíkt skemmtilegra að elda í háhæluðum skóm og vera skvísa heima.“ Ósk býr á Amalfí á Ítalíu en þangað fara reglulega konur frá Íslandi í skvísuferðir þar sem ýmiss sjálfseflandi og skemmtileg dagskrá er í boði undir leiðsögn Óskar og Bryndísar Kjartansdóttur. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er á fullu núna að undirbúa netnámskeiðið Lærðu að elska þig sem byrjar á mánudaginn. Ég er líka með fólk í einkatímum hjá mér frá Íslandi og á Ítalíu og hef nýtt mér myndspjallstæknina í mörg ár til að kenna þerapíuna mína og fyrir aðra einkatíma og námskeið. Síðan er ég að springa úr spenningi yfir skvísuferð sem verður á Amalfí á Ítalíu þar sem ég bý. Þessi ferð heitir reyndar Finndu töfrana þína með Bryndísi og Ósk og er í viku í október fyrir konur frá Íslandi. Leiðbeinandi með mér er Bryndís Kjartansdóttir og það sem mér finnst alltaf standa uppúr í þessum ferðum, er hvað ég kynnist alltaf mörgum mögnuðum konum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér finnst best að skipuleggja vinnuna mína í göngutúrum. Helst göngutúrum í náttúrunni. Síðan elska ég alla andlega næringu og er alltaf að læra að skoða sjálfan mig. Sem nýtist mér vel til að efla getuna til að skipuleggja vinnuna mína og standa rétt að henni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? (virk kvöld) „Mér finnst lífið svo geggjað að ég fer alltof seint að sofa.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00
Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00
Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55
Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00
„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01