Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. september 2023 07:05 Þau yngstu í Z kynslóðinni eru aðeins 11 ára og því enn nokkuð langt í að Z kynslóðin taki við sem ríkjandi stjórnendahópur á vinnumarkaði. En vísbendingarnar eru þó strax að koma fram um að þetta sé kynslóðin sem muni breyta öllu. Vísir/Getty Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. Þar sem Z kynslóðin er enn svo ung, þarf að hafa það í huga að hún er ekki enn farin að taka við sem ríkjandi stjórnendahópur. En þetta er þó kynslóð sem er nú þegar að sýna skýr merki um nýja nálgun og breytt viðhorf til núverandi kerfa, til dæmis til háskólanáms. Nokkuð mikið er fjallað um þetta í erlendum miðlum og bendir Business Insider á að árið 2022 voru skráningar nýnema í háskóla í Bandaríkjunum, fjórum milljónum færri nemendur en tíu árum áður. Nú gætu sumir hugsað; Tja, .... þetta á nú ekki við um Ísland enda eru námsgjöld hér ekki eins dýr og þar. En rýnum betur í málin. Samkvæmt könnun sem Fastcompany fjallar um nýlega, telja 60% Z kynslóðarinnar að störf sem eru til í dag, verði ekki til í óbreyttri mynd eftir tuttugu til þrjátíu ár. Þá eru vísbendingar um að Z kynslóðin horfi frekar á aðra valkosti til náms; styttri og verklegri. Eins eru merki um að Z kynslóðin ætli sér ekki að steypa sér í sömu skuldaklafana og þau hafa fylgst með hjá foreldrum sínum; hvorki vegna námslána né fasteignakaupa. Á sama tíma og þetta er að gerast, hafa ýmiss stórfyrirtæki sem eru þekkt og vinsæl sem vinnustaðir, Apple og Google þar á meðal, tekið út þá kröfu í ráðningum að viðkomandi aðili þurfi að hafa háskólagráðu. Um þetta skrifaði Atvinnulífið meðal annars árið 2020. Ryan Jenkins, einn þekktasti fyrirlesari í heimi og rithöfundur um kynslóðamismun á vinnumarkaði nefnir líka áhugavert atriði í grein sem hann birti til rökstuðnings um það hvers vegna Z kynslóðin mun í síauknum mæli færast frá fjögurra ára háskólanámi. Jenkins segir skýringuna ekki aðeins þá að Z kynslóðin ætli sér ekki að steypa sér í skuldir heldur sé þetta kynslóð sem horfi jafnframt til hækkandi lífaldurs. Því nú þegar er vitað að meðalaldur Z kynslóðarinnar verður yfir 100 ár og þær kenningar eru meira að segja á lofti að sú manneskja sem fyrst verður til að ná 150 ára aldrinum, sé nú þegar fædd. Viðhorf unga fólksins sé því einfaldlega þetta: Hvernig getur háskólanám sem ég vel í dag nýst mér næstu 100 árin þegar vitað er að meirihluti starfa í heiminum mun breytast á næstu 20-30 árum? Á vinnumarkaði í dag eru fjórar kynslóðir, en þær eru: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965-1979. Aldamótakynslóðin er fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk sem fætt er 1995-2012. Starfsframi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir stjórnendur og stjórnir enn of einsleitan hóp og svigrúm til nýliðunar „Að mínu mati eru stjórnendur og stjórnir á Íslandi enn of einsleitur hópur, við þurfum fleira ungt fólk og almennt meiri breidd,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur og einn eigenda Strategíu. 6. september 2023 07:00 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyri „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. 13. janúar 2023 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Þar sem Z kynslóðin er enn svo ung, þarf að hafa það í huga að hún er ekki enn farin að taka við sem ríkjandi stjórnendahópur. En þetta er þó kynslóð sem er nú þegar að sýna skýr merki um nýja nálgun og breytt viðhorf til núverandi kerfa, til dæmis til háskólanáms. Nokkuð mikið er fjallað um þetta í erlendum miðlum og bendir Business Insider á að árið 2022 voru skráningar nýnema í háskóla í Bandaríkjunum, fjórum milljónum færri nemendur en tíu árum áður. Nú gætu sumir hugsað; Tja, .... þetta á nú ekki við um Ísland enda eru námsgjöld hér ekki eins dýr og þar. En rýnum betur í málin. Samkvæmt könnun sem Fastcompany fjallar um nýlega, telja 60% Z kynslóðarinnar að störf sem eru til í dag, verði ekki til í óbreyttri mynd eftir tuttugu til þrjátíu ár. Þá eru vísbendingar um að Z kynslóðin horfi frekar á aðra valkosti til náms; styttri og verklegri. Eins eru merki um að Z kynslóðin ætli sér ekki að steypa sér í sömu skuldaklafana og þau hafa fylgst með hjá foreldrum sínum; hvorki vegna námslána né fasteignakaupa. Á sama tíma og þetta er að gerast, hafa ýmiss stórfyrirtæki sem eru þekkt og vinsæl sem vinnustaðir, Apple og Google þar á meðal, tekið út þá kröfu í ráðningum að viðkomandi aðili þurfi að hafa háskólagráðu. Um þetta skrifaði Atvinnulífið meðal annars árið 2020. Ryan Jenkins, einn þekktasti fyrirlesari í heimi og rithöfundur um kynslóðamismun á vinnumarkaði nefnir líka áhugavert atriði í grein sem hann birti til rökstuðnings um það hvers vegna Z kynslóðin mun í síauknum mæli færast frá fjögurra ára háskólanámi. Jenkins segir skýringuna ekki aðeins þá að Z kynslóðin ætli sér ekki að steypa sér í skuldir heldur sé þetta kynslóð sem horfi jafnframt til hækkandi lífaldurs. Því nú þegar er vitað að meðalaldur Z kynslóðarinnar verður yfir 100 ár og þær kenningar eru meira að segja á lofti að sú manneskja sem fyrst verður til að ná 150 ára aldrinum, sé nú þegar fædd. Viðhorf unga fólksins sé því einfaldlega þetta: Hvernig getur háskólanám sem ég vel í dag nýst mér næstu 100 árin þegar vitað er að meirihluti starfa í heiminum mun breytast á næstu 20-30 árum? Á vinnumarkaði í dag eru fjórar kynslóðir, en þær eru: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965-1979. Aldamótakynslóðin er fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk sem fætt er 1995-2012.
Starfsframi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir stjórnendur og stjórnir enn of einsleitan hóp og svigrúm til nýliðunar „Að mínu mati eru stjórnendur og stjórnir á Íslandi enn of einsleitur hópur, við þurfum fleira ungt fólk og almennt meiri breidd,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur og einn eigenda Strategíu. 6. september 2023 07:00 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyri „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. 13. janúar 2023 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Segir stjórnendur og stjórnir enn of einsleitan hóp og svigrúm til nýliðunar „Að mínu mati eru stjórnendur og stjórnir á Íslandi enn of einsleitur hópur, við þurfum fleira ungt fólk og almennt meiri breidd,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur og einn eigenda Strategíu. 6. september 2023 07:00
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00
Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyri „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. 13. janúar 2023 07:01
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01