Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 22:00 Mikhail Razvozhaev, ríkisstjóri Rússa á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014. Á bakgrunni má herskipið loga. AP/Telegram Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa. Úkraínumenn eru sagðir sagðir hafa á sama tíma reynt að granda herskipi á Svartahafi með fjarstýrðum neðansjávarsjálfsprengidrónum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að tíu stýriflaugum hafi verið skotið að Sevastopol og að sjö þeirra hafi verið skotnar niður. Þá segja forsvarsmenn ráðuneytisins að herskipið Vasily Bykov hafi grandað þremur drónabátum en frásögn ráðuneytisins hefur ekki verið staðfest. Eins og fram kemur í frétt New York Times er sjaldgæft að ráðuneytið viðurkenni vel heppnaðar árásir sem þessar en íbúar borgarinnar birtu fjölmörg myndbönd af sprengingunum og eldinum sem kviknaði í Sevmorzavod-slippnum. A video of an explosion in the bay. The Russian Ministry of Defense claims that Ukrainian attacked Sevastopol with a combination of 10 cruise missiles and naval drones and hit two ships that were under repair. pic.twitter.com/gh4VBRDuDx— NOELREPORTS (@NOELreports) September 13, 2023 Í árásinni skemmdist herskipið Minsk, sem hannað er til að flytja landgönguliða til orrustu, og þá skemmdist einnig Kilo-kafbáturinn Rostov. Myndir benda til þess að bæði skipið og kafbáturinn hafi orðið fyrir miklum skemmdum. Hafi Úkraínumönnum tekist að granda kafbátnum er þetta líklega í fyrsta sinn sem kafbáti nokkurrar þjóðar er grandað í átökum frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta væri í það minnsta í fyrsta sinn sem Rússar missa kafbát í átökum frá seinni heimsstyrjöldinni. Bretar skemmdu mikið argentískan kafbát, ARA Santa Fe, í árás í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Bretar náðu í kjölfarið stjórn á kafbátnum en hann sökk svo við bryggju, áður en hann var dreginn út á haf og sökkt þar. #Ukraine: It appears that the Pr. 636.3 "Rostov na Donu" Kalibr-armed submarine, which was hit tonight in Sevastopol, suffered devastating damage too - making it the first Russian submarine lost to enemy actions since the WW2.https://t.co/4L3B8yfuwO pic.twitter.com/I4DX12cWF2— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 13, 2023 Sky News segir árásina mögulega þá umfangsmestu gegn rússneska flotanum frá því innrás Rússa hófst í fyrra. Það er bæði vegna þess að skipið og kafbáturinn hafi orðið fyrir skemmdum og þess að slippurinn í Sevastopol virðist einnig hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Það gæti haft miklar afleiðingar þar sem mest allt viðhald á Svartahafsflota Rússa er sagt fara fram í Sevastopol. Vonast eftir fleiri eldflaugum Úkraínumenn fengu Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum og sambærilegar stýriflaugar sem heita SCLAP frá Frökkum fyrr á árinu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar voru sendar til Úkraínu en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því undanfarna daga að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli líklega að senda sambærilegar flaugar til Úkraínu á næstunni. Þær kallast MGM-140 ATACMS og drífa allt að þrjú hundruð kílómetra. Munurinn á þeim og Storm Shadow er sá að hægt er að skjóta þeim á loft með HIMARS-vopnakerfum, sem Úkraínumenn hafa áður fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow er skotið af orrustuþotum. Samkvæmt heimildum CNN hafa Bandaríkjamenn þó áhyggjur af því að þeir eigi ekki nægilega margar eldflaugar sjálfir. Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári en flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Úkraínumenn hafa þrýst mjög á Bandaríkjamenn að undanförnu um að senda ATACMS til Úkraínu og eru þeir meðal annars sagðir hafa vísað til þess hve vel Storm Shadow- og SCALP-flaugar hafa nýst þeim. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Erlendir hjálparstarfsmenn létust í stórskotaliðsárás í Úkraínu Tveir hjálparstarfsmenn, annar spænskur og hinn kanadískur, létust í stórskotaliðsárás í Bakhmut í Úkraínu í dag. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega. 10. september 2023 19:00 Breti fannst látinn bundinn á höndum í Úkraínu Breskur fyrrverandi hermaður fannst myrtur, með hendur bundnar á bak aftur, í Úkraínu í ágúst. Hann hafði gengið til liðs við her Úkraínumanna til aðstoðar gegn Rússum. 9. september 2023 21:07 Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. 8. september 2023 09:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Úkraínumenn eru sagðir sagðir hafa á sama tíma reynt að granda herskipi á Svartahafi með fjarstýrðum neðansjávarsjálfsprengidrónum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að tíu stýriflaugum hafi verið skotið að Sevastopol og að sjö þeirra hafi verið skotnar niður. Þá segja forsvarsmenn ráðuneytisins að herskipið Vasily Bykov hafi grandað þremur drónabátum en frásögn ráðuneytisins hefur ekki verið staðfest. Eins og fram kemur í frétt New York Times er sjaldgæft að ráðuneytið viðurkenni vel heppnaðar árásir sem þessar en íbúar borgarinnar birtu fjölmörg myndbönd af sprengingunum og eldinum sem kviknaði í Sevmorzavod-slippnum. A video of an explosion in the bay. The Russian Ministry of Defense claims that Ukrainian attacked Sevastopol with a combination of 10 cruise missiles and naval drones and hit two ships that were under repair. pic.twitter.com/gh4VBRDuDx— NOELREPORTS (@NOELreports) September 13, 2023 Í árásinni skemmdist herskipið Minsk, sem hannað er til að flytja landgönguliða til orrustu, og þá skemmdist einnig Kilo-kafbáturinn Rostov. Myndir benda til þess að bæði skipið og kafbáturinn hafi orðið fyrir miklum skemmdum. Hafi Úkraínumönnum tekist að granda kafbátnum er þetta líklega í fyrsta sinn sem kafbáti nokkurrar þjóðar er grandað í átökum frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta væri í það minnsta í fyrsta sinn sem Rússar missa kafbát í átökum frá seinni heimsstyrjöldinni. Bretar skemmdu mikið argentískan kafbát, ARA Santa Fe, í árás í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Bretar náðu í kjölfarið stjórn á kafbátnum en hann sökk svo við bryggju, áður en hann var dreginn út á haf og sökkt þar. #Ukraine: It appears that the Pr. 636.3 "Rostov na Donu" Kalibr-armed submarine, which was hit tonight in Sevastopol, suffered devastating damage too - making it the first Russian submarine lost to enemy actions since the WW2.https://t.co/4L3B8yfuwO pic.twitter.com/I4DX12cWF2— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 13, 2023 Sky News segir árásina mögulega þá umfangsmestu gegn rússneska flotanum frá því innrás Rússa hófst í fyrra. Það er bæði vegna þess að skipið og kafbáturinn hafi orðið fyrir skemmdum og þess að slippurinn í Sevastopol virðist einnig hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Það gæti haft miklar afleiðingar þar sem mest allt viðhald á Svartahafsflota Rússa er sagt fara fram í Sevastopol. Vonast eftir fleiri eldflaugum Úkraínumenn fengu Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum og sambærilegar stýriflaugar sem heita SCLAP frá Frökkum fyrr á árinu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar voru sendar til Úkraínu en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því undanfarna daga að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli líklega að senda sambærilegar flaugar til Úkraínu á næstunni. Þær kallast MGM-140 ATACMS og drífa allt að þrjú hundruð kílómetra. Munurinn á þeim og Storm Shadow er sá að hægt er að skjóta þeim á loft með HIMARS-vopnakerfum, sem Úkraínumenn hafa áður fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow er skotið af orrustuþotum. Samkvæmt heimildum CNN hafa Bandaríkjamenn þó áhyggjur af því að þeir eigi ekki nægilega margar eldflaugar sjálfir. Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári en flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Úkraínumenn hafa þrýst mjög á Bandaríkjamenn að undanförnu um að senda ATACMS til Úkraínu og eru þeir meðal annars sagðir hafa vísað til þess hve vel Storm Shadow- og SCALP-flaugar hafa nýst þeim.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Erlendir hjálparstarfsmenn létust í stórskotaliðsárás í Úkraínu Tveir hjálparstarfsmenn, annar spænskur og hinn kanadískur, létust í stórskotaliðsárás í Bakhmut í Úkraínu í dag. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega. 10. september 2023 19:00 Breti fannst látinn bundinn á höndum í Úkraínu Breskur fyrrverandi hermaður fannst myrtur, með hendur bundnar á bak aftur, í Úkraínu í ágúst. Hann hafði gengið til liðs við her Úkraínumanna til aðstoðar gegn Rússum. 9. september 2023 21:07 Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. 8. september 2023 09:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Erlendir hjálparstarfsmenn létust í stórskotaliðsárás í Úkraínu Tveir hjálparstarfsmenn, annar spænskur og hinn kanadískur, létust í stórskotaliðsárás í Bakhmut í Úkraínu í dag. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega. 10. september 2023 19:00
Breti fannst látinn bundinn á höndum í Úkraínu Breskur fyrrverandi hermaður fannst myrtur, með hendur bundnar á bak aftur, í Úkraínu í ágúst. Hann hafði gengið til liðs við her Úkraínumanna til aðstoðar gegn Rússum. 9. september 2023 21:07
Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. 8. september 2023 09:15