Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 10:57 Karl XVI Gústaf ásamt Silvíu drottningu í messu í morgun. EPA-EFE/Claudio Bresciani Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira