Leikmenn United séu með rétt hugarfar en efast um gæðin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 14:31 Fary Neville efast um gæði leikmannahóps Manchester United. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur trú á því að leikmenn liðsins séu með rétt hugarfar undir stjórn Erik ten Hag. Hann efast þó um að þeir séu nógu góðir. Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“ Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira