Markvörðurinn bjargaði stigi í blálokin og draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 09:30 Markinu fagnað. Öster Íslendingalið Öster í sænsku B-deildinni í fótbolta náði í stig gegn Västerås SK á heimavelli í gærkvöld þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að markvörður Öster skoraði jöfnunarmark í 96. mínútu leiksins. Fyrir leikinn sátu liðin í 2. og 3. sæti, Västerås með 44 stig og Öster með 39. Utsikten BK trónir hins vegar á toppnum með 46 stig en efstu tvö liðin fara upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan 3. sætið fer í umspil við lið úr þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Það fór um heimamenn í Öster þegar gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik. Ekki skánaði það þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. Sem betur fer fyrir Srdjan Tufegdzic – betur þekktur sem Túfa – og hans menn í Öster þá minnkaði Niklas Söderberg muninn nærri samstundis. Í kjölfarið gerði Öster hvað það gat til að jafna. Alex Þór Hauksson og Þorri Már Þórisson komu báðir inn af bekknum. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Herman Magnusson sitt annað gula spjald í liði gestanna og heimamenn manni fleiri það sem lifði leiks. Það nýttu þeir sér en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Öster hornspyrnu. Vladimir Rodić tók spyrnuna og markvörðurinn Miloje Preković - sem hafði skokkað yfir endilangan völlinn - stangaði boltann í netið. Östers målvakt Miloje Prekovi kvitterar för Östers IF i den 97:e minuten!!!! pic.twitter.com/e1x7C4PvNW— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2023 Lokatölur 2-2 og Öster heldur í vonina um að enda í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Västerås með 45 stig og Öster 40 þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fyrir leikinn sátu liðin í 2. og 3. sæti, Västerås með 44 stig og Öster með 39. Utsikten BK trónir hins vegar á toppnum með 46 stig en efstu tvö liðin fara upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan 3. sætið fer í umspil við lið úr þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Það fór um heimamenn í Öster þegar gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik. Ekki skánaði það þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. Sem betur fer fyrir Srdjan Tufegdzic – betur þekktur sem Túfa – og hans menn í Öster þá minnkaði Niklas Söderberg muninn nærri samstundis. Í kjölfarið gerði Öster hvað það gat til að jafna. Alex Þór Hauksson og Þorri Már Þórisson komu báðir inn af bekknum. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Herman Magnusson sitt annað gula spjald í liði gestanna og heimamenn manni fleiri það sem lifði leiks. Það nýttu þeir sér en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Öster hornspyrnu. Vladimir Rodić tók spyrnuna og markvörðurinn Miloje Preković - sem hafði skokkað yfir endilangan völlinn - stangaði boltann í netið. Östers målvakt Miloje Prekovi kvitterar för Östers IF i den 97:e minuten!!!! pic.twitter.com/e1x7C4PvNW— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2023 Lokatölur 2-2 og Öster heldur í vonina um að enda í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Västerås með 45 stig og Öster 40 þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira