Burnley í 16-liða úrslit eftir stórsigur | Luton og Úlfarnir úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2023 20:45 Anass Zaroury lagði upp þrjú fyrir Burnley í kvöld. Gualter Fatia/Getty Images Burnley er á leið í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir öruggan 4-0 útisigur gegn D-deildarliði Salford í kvöld. Á sama tíma féll úrvalsdeildarliðið Luton úr leik gegn C-deildarliði Exeter City og Wolves féll úr leik gegn B-deildarliði Ipswich. Burnley átti ekki í vandræðum með Salford þar sem Sander Berge kom liðinu yfir strax á 12. mínútu áður en Jacob Bruun Larsen tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum síðar. Dara O'Shea skoraði svo þriðja mark liðsins á 27. mínútu og gestirnir leiddu því með þremur mörkum í hálfleik. Wilson Odobert skoraði fjórða mark gestanna eftir stoðsendingu frá Anass Zaroury á 81. mínútu, en það var þriðja stoðsending þess síðarnefnda í leiknum. Zaroury lagði einnig upp fyrir Berge og Larsen og stoðsendingaþrennan því í hús. Niðurstaðan varð því 4-0 útisigur Burnley sem er á leið í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins, en Salford er úr leik. Á sama tíma mættust C-deildarlið Exeter City og úrvalsdeildarlið Luton þar sem Exeter hafði betur, 1-0. Demetri Mitchell skoraði mark Exeter á 84. mínútu áður en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fjórum mínútum síðar, en það kom ekki að sök og C-deildarliðið er því á leið í 16-liða úrslit. Þá fengu Úlfarnir heldur betur að finna fyrir töfrum bikarsins er liðið heimsótti B-deildarlið Ipswich. Hwang Hee-chan og Toti Gomes komu gestunum í Wolves í tveggja marka forystu eftir aðeins 15 mínútna leik, en mörk frá Omari Hutchinson, Freddie Ladapo og Jack Taylor sáu til þess að Ipswich snéri taflinu við og er á leið í 16-liða úrslit. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Burnley átti ekki í vandræðum með Salford þar sem Sander Berge kom liðinu yfir strax á 12. mínútu áður en Jacob Bruun Larsen tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum síðar. Dara O'Shea skoraði svo þriðja mark liðsins á 27. mínútu og gestirnir leiddu því með þremur mörkum í hálfleik. Wilson Odobert skoraði fjórða mark gestanna eftir stoðsendingu frá Anass Zaroury á 81. mínútu, en það var þriðja stoðsending þess síðarnefnda í leiknum. Zaroury lagði einnig upp fyrir Berge og Larsen og stoðsendingaþrennan því í hús. Niðurstaðan varð því 4-0 útisigur Burnley sem er á leið í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins, en Salford er úr leik. Á sama tíma mættust C-deildarlið Exeter City og úrvalsdeildarlið Luton þar sem Exeter hafði betur, 1-0. Demetri Mitchell skoraði mark Exeter á 84. mínútu áður en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fjórum mínútum síðar, en það kom ekki að sök og C-deildarliðið er því á leið í 16-liða úrslit. Þá fengu Úlfarnir heldur betur að finna fyrir töfrum bikarsins er liðið heimsótti B-deildarlið Ipswich. Hwang Hee-chan og Toti Gomes komu gestunum í Wolves í tveggja marka forystu eftir aðeins 15 mínútna leik, en mörk frá Omari Hutchinson, Freddie Ladapo og Jack Taylor sáu til þess að Ipswich snéri taflinu við og er á leið í 16-liða úrslit.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira