Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2023 22:41 Loftmynd af Herat-héraði í Afganistan sem fór illa út úr náttúruhamförunum. AP/Rodrigo Abd Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið. Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14