„Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2023 19:59 Sprenging eftir loftárás Ísraelsmanna á Gasaströnd í nótt. AP Photo/Fatima Shbair Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Mörg þúsund til viðbótar hafa særst. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. Sprengjum hefur rignt bæði á Gasaströndina og borgir og bæi í Ísrael undanfarinn einn og hálfan sólarhring. Öryggisráð Ísraels lýsti formlega yfir stríði í dag enda hefur spennan magnast til muna. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Átökin eru nær alfarið bundin við suðvesturhluta Ísrael í nágrenni Gasastrandarinnar, þó sprengjum hafi verið skotið á borgir eins og Jerúsalem og Tel Avív. Það kom hins vegar til átaka við Gólan-hæðir í dag, þegar samtökin Hezbollah í Líbanon skutu flugskeytum á herbyggingar Ísraela á svæðinu. Lengi hefur verið deilt um yfirráð á hæðunum og ávallt verið þar mikil spenna. Frá útför Abu Quta fjölskyldunnar, sem voru vígamenn Hamas. Fjölskyldan féll þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á heimili þeirra í Rafah-búðunum á suðurhluta Gasastrandarinnar.AP Photo/Hatem Ali Bæði Jórdanir og Líbanar hafa komið saman í dag til að sýna Palestínumönnum stuðning. Almenningur vopnast Ísraelar hafa bætt verulega í mótspyrnuna og flykktust hermenn, gráir fyrir járnum, að vígstöðvunum í suðri í morgun. Ísraelskar hersveitir hafa náð aftur einhverjum svæðanna sem vígamenn Hamas lögðu undir sig í gær. Verið er að undirbúa flutning íbúa frá landamærum Ísraels og Líbanon komi til frekari átaka þar og varnarmálaráðuneyti Ísrael hefur jafnframt hafið dreifingu skotvopna til íbúa bæði þar og við landamærin að Gasaströndinni. Ísraelsk fjölskylda yfirgefur heimili sitt í Ashkelon. Heimilið varð fyrir eldflaug Hamas.AP Photo/Tsafrir Abayov Svo virðist sem Hamas-liðar hafi tekið mikinn fjölda almennra borgara og hermanna í gíslingu og flutt yfir landamærin með sér. Talið er að minnst hundrað og jafnvel fleirum sé haldið föngum á Gasa, þar á meðal hópi ungmenna sem var á tónlistarhátíð nærri Gasaströndinni þegar Hamas-liðar réðust þangað inn. „Sonur minn og tengdadótir voru á tónlistarhátíðinni. Í gær klukkan korter í sjö hringdi sonur minn í dóttur mína með myndsímtali. Hann sagði henni að hann hafi meitt sig á handleggnum. Hryðjuverkamenn væru að skjóta á þau. Hann sagðist hafa verið skotinn í handlegginn og bringuna og nokkrum mínútum síðar kom hryðjuverkamaður og spurði hann hvort hann væri vopnaður. Þetta er það sem ég veit, ég hef ekki heyrt frá honum síðan,“ segir móðir ungs manns sem var á tónlistarhátíðinni í samtali við ísraelska fjölmiðla. Björguðu börnum úr gíslingu Þá eru erlendir ríkisborgarar einnig í hópi gíslanna, þar á meðal bandarískir og tælenskir. Tælensk yfirvöld hafa biðlað til Hamas að láta tælendinga lausa. Ísraelsk kona syrgir ættingja sinn sem var drepinn af vígamönnum Hamas í borginni Sderot nærri landamærum Gasastrandarinnar í gær. AP Photo/Baz Ratner Ísraelska hernum tókst að bjarga hópi Ísraela sem Hamas-liðar höfðu tekið í gíslingu í dag. Á myndefninu sjást lítil börn í hópnum. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár, er gift ísraelskum manni og á þar börn.Aðsend „Þetta er eins og martröð. Maður er bara að bíða eftir að vakna og átta sig á að þetta hafi verið draumur. Það er greinilega ekki. Þetta er bara svo slæmt ástand. Það er svo mikil óvissa, það er svo margt sem er ekki ennþá ljóst,“ segir Íris Hanna Bigi-Levi. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár og orðið vitni að mörgum skærum milli þjóðanna tveggja. „Þetta eru lokin á laufskálahátíðinni hjá gyðingum. Við vöknuðum við sírenur klukkan 6:30 í gærmorgun og vissum ekki alveg hvað var að gerast,“ segir Íris. Hún segir árásir Hamas í gærmorgun hafa komið verulega á óvart. „Þetta eru eins og stór mistök. Þetta á ekki að geta gerst. En hryðjuverkamenn á Gasaströndinni byrjuðu á að skjóta á okkur rakettum. Við fórum inn og út úr byrgjum í gær. Þar sem ég er í Jerúsalem hafa ekki fallið sprengjur í dag en það hafa fallið sprengjur annars staðar nær Gasaströndinni.“ „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta“ Þetta segir hún ekki í líkingu við neitt sem hún hefur upplifað áður. „Þetta er rosalega slæmt stríðsástand. Hér í Jerúsalem var okkur sagt að fara ekkert út. Hvorki í gær né í dag, ég rétt skrapp út í búð til að sækja smá í matinn af því að maður veit ekki hvernig hlutirnir munu ganga. Í Austur-Jerúsalem voru arabarnir, í staðin fyrir að kalla á fólk að koma og biðja fyrir, að kalla á alla að fara út og gera hryðjuverk. Þannig að við erum bara virkilega hrædd,“ segir Íris. Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael.AP Photo/Fatima Shbair „Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur. Maður hefur séð myndbönd þar sem verið er að taka gamla konu yfir á Gasaströndina, ungbörn og heilu fjölskyldurnar,“ segir Íris. Hún segir þennan atburð bæði merkan og hræðilegan. „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta. Við erum nokkrar íslenskar konur sem búum hér og ein þeirra, sem býr í Ashkelon, er að fela sig. Hryðjuverkamennirnir fóru inn á götur og jafnvel inn á heimili. Það var allt svo óljóst, fólk var að hringja í lögreglu og hún kom ekki. Það kom svo í ljós að lögreglan var sjálf undir árás,“ segir hún. Lögreglumaður á Gasa ber særða stúlku inn á sjúkrahúsið í Beit Lahiya á Gasaströndinni. AP Photo/Mahmoud Essa Ástandið hafi ekki verið svona slæmt síðan Jom kippúr stríðið var árið 1973. „Þegar eldra fólk er að segja frá segir það að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna,“ segir Íris. „Almenningur hér er alveg rosalega reiður og fólk er búið að fá nóg. Þetta er hundrað prósent stríð og margir hér halda að það þurfi að svara með fullum hálsi.“ Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sprengjum hefur rignt bæði á Gasaströndina og borgir og bæi í Ísrael undanfarinn einn og hálfan sólarhring. Öryggisráð Ísraels lýsti formlega yfir stríði í dag enda hefur spennan magnast til muna. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Átökin eru nær alfarið bundin við suðvesturhluta Ísrael í nágrenni Gasastrandarinnar, þó sprengjum hafi verið skotið á borgir eins og Jerúsalem og Tel Avív. Það kom hins vegar til átaka við Gólan-hæðir í dag, þegar samtökin Hezbollah í Líbanon skutu flugskeytum á herbyggingar Ísraela á svæðinu. Lengi hefur verið deilt um yfirráð á hæðunum og ávallt verið þar mikil spenna. Frá útför Abu Quta fjölskyldunnar, sem voru vígamenn Hamas. Fjölskyldan féll þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á heimili þeirra í Rafah-búðunum á suðurhluta Gasastrandarinnar.AP Photo/Hatem Ali Bæði Jórdanir og Líbanar hafa komið saman í dag til að sýna Palestínumönnum stuðning. Almenningur vopnast Ísraelar hafa bætt verulega í mótspyrnuna og flykktust hermenn, gráir fyrir járnum, að vígstöðvunum í suðri í morgun. Ísraelskar hersveitir hafa náð aftur einhverjum svæðanna sem vígamenn Hamas lögðu undir sig í gær. Verið er að undirbúa flutning íbúa frá landamærum Ísraels og Líbanon komi til frekari átaka þar og varnarmálaráðuneyti Ísrael hefur jafnframt hafið dreifingu skotvopna til íbúa bæði þar og við landamærin að Gasaströndinni. Ísraelsk fjölskylda yfirgefur heimili sitt í Ashkelon. Heimilið varð fyrir eldflaug Hamas.AP Photo/Tsafrir Abayov Svo virðist sem Hamas-liðar hafi tekið mikinn fjölda almennra borgara og hermanna í gíslingu og flutt yfir landamærin með sér. Talið er að minnst hundrað og jafnvel fleirum sé haldið föngum á Gasa, þar á meðal hópi ungmenna sem var á tónlistarhátíð nærri Gasaströndinni þegar Hamas-liðar réðust þangað inn. „Sonur minn og tengdadótir voru á tónlistarhátíðinni. Í gær klukkan korter í sjö hringdi sonur minn í dóttur mína með myndsímtali. Hann sagði henni að hann hafi meitt sig á handleggnum. Hryðjuverkamenn væru að skjóta á þau. Hann sagðist hafa verið skotinn í handlegginn og bringuna og nokkrum mínútum síðar kom hryðjuverkamaður og spurði hann hvort hann væri vopnaður. Þetta er það sem ég veit, ég hef ekki heyrt frá honum síðan,“ segir móðir ungs manns sem var á tónlistarhátíðinni í samtali við ísraelska fjölmiðla. Björguðu börnum úr gíslingu Þá eru erlendir ríkisborgarar einnig í hópi gíslanna, þar á meðal bandarískir og tælenskir. Tælensk yfirvöld hafa biðlað til Hamas að láta tælendinga lausa. Ísraelsk kona syrgir ættingja sinn sem var drepinn af vígamönnum Hamas í borginni Sderot nærri landamærum Gasastrandarinnar í gær. AP Photo/Baz Ratner Ísraelska hernum tókst að bjarga hópi Ísraela sem Hamas-liðar höfðu tekið í gíslingu í dag. Á myndefninu sjást lítil börn í hópnum. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár, er gift ísraelskum manni og á þar börn.Aðsend „Þetta er eins og martröð. Maður er bara að bíða eftir að vakna og átta sig á að þetta hafi verið draumur. Það er greinilega ekki. Þetta er bara svo slæmt ástand. Það er svo mikil óvissa, það er svo margt sem er ekki ennþá ljóst,“ segir Íris Hanna Bigi-Levi. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár og orðið vitni að mörgum skærum milli þjóðanna tveggja. „Þetta eru lokin á laufskálahátíðinni hjá gyðingum. Við vöknuðum við sírenur klukkan 6:30 í gærmorgun og vissum ekki alveg hvað var að gerast,“ segir Íris. Hún segir árásir Hamas í gærmorgun hafa komið verulega á óvart. „Þetta eru eins og stór mistök. Þetta á ekki að geta gerst. En hryðjuverkamenn á Gasaströndinni byrjuðu á að skjóta á okkur rakettum. Við fórum inn og út úr byrgjum í gær. Þar sem ég er í Jerúsalem hafa ekki fallið sprengjur í dag en það hafa fallið sprengjur annars staðar nær Gasaströndinni.“ „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta“ Þetta segir hún ekki í líkingu við neitt sem hún hefur upplifað áður. „Þetta er rosalega slæmt stríðsástand. Hér í Jerúsalem var okkur sagt að fara ekkert út. Hvorki í gær né í dag, ég rétt skrapp út í búð til að sækja smá í matinn af því að maður veit ekki hvernig hlutirnir munu ganga. Í Austur-Jerúsalem voru arabarnir, í staðin fyrir að kalla á fólk að koma og biðja fyrir, að kalla á alla að fara út og gera hryðjuverk. Þannig að við erum bara virkilega hrædd,“ segir Íris. Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael.AP Photo/Fatima Shbair „Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur. Maður hefur séð myndbönd þar sem verið er að taka gamla konu yfir á Gasaströndina, ungbörn og heilu fjölskyldurnar,“ segir Íris. Hún segir þennan atburð bæði merkan og hræðilegan. „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta. Við erum nokkrar íslenskar konur sem búum hér og ein þeirra, sem býr í Ashkelon, er að fela sig. Hryðjuverkamennirnir fóru inn á götur og jafnvel inn á heimili. Það var allt svo óljóst, fólk var að hringja í lögreglu og hún kom ekki. Það kom svo í ljós að lögreglan var sjálf undir árás,“ segir hún. Lögreglumaður á Gasa ber særða stúlku inn á sjúkrahúsið í Beit Lahiya á Gasaströndinni. AP Photo/Mahmoud Essa Ástandið hafi ekki verið svona slæmt síðan Jom kippúr stríðið var árið 1973. „Þegar eldra fólk er að segja frá segir það að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna,“ segir Íris. „Almenningur hér er alveg rosalega reiður og fólk er búið að fá nóg. Þetta er hundrað prósent stríð og margir hér halda að það þurfi að svara með fullum hálsi.“
Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira