NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 08:42 Finnska varðskipið Turva á vettvangi. AP/Lehtikuva Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira