„Þetta er bara rétt að byrja“ Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 24. nóvember 2023 20:05 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. vísir/vilhelm Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur.
Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38
Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32
Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21