Hvert renna þín sóknargjöld? Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Skattar og tollar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar