Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:25 Árni Finnson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands en þrenn umhverfissamtök hafa lagt fram kröfur vegna COP 28 ráðstefnunnar. vísir/sigurjón Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07
Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40