Þegar bókin hverfur úr jólapakkanum getum við kysst þetta bless Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2023 07:00 Nýársdagur í París! Steinunn Sigurðardóttir var að senda frá sér sína bestu bók. Sem heitir BÓL. Hún fer yfir víðan völl í viðtali við Vísi. Þorsteinn Hauksson „Skemmtilegt, endilega. Ég er á flandri í Flandern og verð komin heim um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Svo hef ég nógan tíma,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Steinunn var að senda frá sér skáldsöguna BÓL og blaðamaður Vísis er að reynda að narra hana í viðtal og það er … auðsótt. Þegar því verður við komið. Þetta var sama dag og tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna voru kynntar. Heim? Ertu enn úti? Nærðu þá heim í tæka tíð fyrir úthlutunina? „Ég er í Frans og ekki á heimleið.“ Fjör þó hún sé fjarri í fleskinu Næst þegar náðist í Steinunni var hún búin að koma sér fyrir í vinnuherbergi sínu í Senlis. Er það ekki í Frakklandi? „Aldeilis. Þetta er okkar annað heimili. Rétt hjá París.“ Ykkar hverra þá? „Þorsteins Haukssonar tónskálds. Hann er lífsförunautur og loks löggiltur eiginmaður.“ Bíddu, ég hélt að þið væruð búsett í Berlín? „Ekki lengur. Sko. Fyrst bjuggum við í París, frá 2000 í fáein ár, svo í Suður-Frakklandi, rétt hjá Montpellier. Síðan í Berlín í átta ár. Svo í Strasbourg þar sem ég var að kenna skapandi skrif við háskólann og flytja bókmenntafyrirlestra. Núna erum við komin í draumabæinn Senlis og hyggjum ekki á frekari flutninga.“ Heimaborgin fyrrverandi endurlitin í rómantískum ljóma. Nú eru Steinunn og hennar lífsförunautur og loksins löggiltur eiginmaður, Þorsteinn Hauksson tónskáld, búin að koma sér fyrir í Senlis og ætla sér að vera þar.Mynd/Þorsteinn Hauksson Já. Ók. Veistu, Steinunn, ég held að BÓL sé þín besta bók. „Nú. Hver er þá næstbest?“ Steinunn er fljót til, spyr á móti og blaðamanni vefst tunga um tönn. Steinunn hefur verið lengi að og eftir hana liggur dágóður stabbi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út 1969. Hún sendi frá sér þrjár ljóðabækur, svo tvö smásagnasöfn, Sögur til næsta bæjar og Skáldsögur. En með fyrstu skáldsögunni sinni, Tímaþjófnum, sló Steinunn rækilega í gegn. Hún kom út árið 1986. Steinunn hefur ítrekað verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún hlaut þau 1995 fyrir Hjartastað. Ég segi Tímaþjófurinn til að segja eitthvað. En tek svo fljótmæltur fram að þetta sé uppástunga. Ekki lokaniðurstaða. Steinunn er búin að slá blaðamann rækilega út af laginu. Sem fer með eitthvað fimbulfamb um að í BÓLi sé eins og allt komi saman. „Ef þú ætlar að standa við þessi gífuryrði þá er ég kannski að verða ósamtalsfær! En takk fyrir þessi örlátu orð, þau eru vel þegin! Og þetta hefur verið aldeilis fjör síðan BÓL kom út, þó ég sé fjarri í fleskinu.“ Ófús að vera á miklu flugflandri Ertu ekkert á leið til Íslands? „Ekki á þessu ári. Ég verð vör við að menn leggja svona frekar kollhúfur yfir því að einn höfundur sé ófús til þess að vera á miklu flugflandri eins og ástandið er í loftslagshamfaramálum. En mér skilst að ein flugferð sé ígildi þess að hafa bílinn i gangi frá vöggu til grafar, eða svo sagði mér smiðurinn minn á Selfossi. Þetta er eðalsmiður.“ Þú ert sjálfri þér samkvæm, loftslagsváin er meðal margra umfjöllunarefna í BÓLi? „Það að reyna að vera sjálfum sér samkvæmur í ræmur er reyndar efni í síkkósu. Þannig að ég reyni að vera sjálfri mér samkvæm, en ekki í ræmur. Mér finnst eins og það sé tæpast hægt að skrifa skáldsögu nema að þetta málefni liti söguna að einhverju leyti. Veitingahúsið í Elsass, rétt hjá Strassborg. Líka þar áttum við heima í nokkur ár, segir Steinunn. Hún segir að loftslagsváin komi við sögu í BÓLi en sé þó aðeins einn þráður. Mynd/Þorsteinn Hauksson Það kæmi ekki til greina fyrir mig að skrifa skáldsögu núna 2023 út frá nákvæmlega sömu forsendu og ég hefði gert árið 2015, eða tala nú ekki um 2000.“ Steinunn segir loftslagshamfarirnar lita BÓL en eru ekki aðalefni. „Ég sendi frá mér 2019 heilan ljóðabálk um tæringu og dauða Vatnajökuls, Dimmumót, þar sem hamfarahlýnun og dauði tegunda kemur við sögu. Bókin sú er tileinkuð vini náttúrunnar, Benedikt Traustasyni, frænda mínum – en hann er einmitt að taka við tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir mína hönd. Þar sem hann er sérlega hávaxinn og myndarlegur ungur maður getur hann meðal annars haldið BÓLi hærra á lofti en ég gæti gert, og það eykur auðvitað auglýsingagildið!“ Og auglýsingagildið er ofar öðru í bókabransanum þessa dagana? „Ég segi bara við lesendur, elsku takiði mark á sjálfum ykkur! Og það sem er áhugavert er pródúktið, bókin sjálf, umfram allt hvernig hún er stíluð, hvaða andrúmslofti hún nær að miðla, hverju hún nær að bæta við andlegt líf lesandans. Höfundurinn ætti að vera algjört aukaatriði, en við lifum á hæp-tímum og gægjutímum.“ Snillingur í að halda sjálfri sér utan við efnið Talandi um stíl og þá frásagnarhátt. Sagan er sögð í 1. persónu.Pælirðu mikið í frásagnarhætti? „Mig minnir að næstum allar skáldsögurnar mínar séu sagðar í fyrstu persónu, og þá undantekningarlítið kvenrödd. Með fyrstu persónunni hefur höfundurinn þráðbeinan aðgang að lesandanum, hann sleppur við vandræðalega misvitran og misvísandi sögumann, menni sem veit stundum meira en hann ætti að vita, og stundum minna, og stangast á við söguna.“ Einmitt. „En það að hafa söguhetjuna yfirleitt í fyrstu persónu og kvenmann er um það bil það eina sem sameinar skáldsögunar mínar. Ég er alltaf á byrjunarreit, eilífur byrjandi að finna nýtt form og nýjan frásagnarmáta fyrir hverja nýja sögu. Steinunn stödd á uppáhalds Kaffi Sperl í uppáhalds Vínarborg. Þetta kaffihús kemur við sögu í BÓLi.Mynd/Þorsteinn Hauksson Stundum óska ég mér þess að ég væri formúluhöfundur, sem skrifaði yfirleitt sögur frá blaðsíðu eitt til þrjúhundruð í réttri röð, með lógíska byrjun, miðju og endi. En samt, ég mundi drepast úr leiðindum og hætta að skrifa. Það að skrifa verður að vera spennandi fyrir mig, allar skáldsögur óvissuferðir. Hins vegar eru þær yfirleitt farnar í frekar lélegu skyggni og það er hættulegt og taugatrekkjandi.“ En það að vera með söguna í 1. persónu vekur þann þanka í huga lesanda, eins og þú segir þá gerir hann ef til vill ekki mikinn greinarmun á höfundi og sögumanni, að þú sért að draga þitt líf inn á síðurnar? „Ég er beinlínis fegin að fá þessa spurningu. Ég er snillingur í því að halda sjálfri mér utan við efnið – nema eftir almennilegum leiðum, útúrsnúningum úr sjálfri mér, sjálfsíróníu. Ég held að þessi fjarlægð eigi þátt í að gera mig að þeim höfundi sem kunnáttufólk í bókmenntum og harðsnúnir lesendur kunna að meta og bera jafnvel virðingu fyrir,“ segir Steinunn og skýtur því inní að virðing sé annars rannsóknarefni í íslensku samfélagi, ekki bara í bókmenntaheiminum. Furðu frjáls frá sjálfri sér í skáldskapnum „Í Tímaþjófnum bý ég til sögupersónu, Öldu Ívarsen, með hlægilega norskuskotna ættarnafnið – persónu sem er mér alveg framandi. Ég er Vogabarn sem kom ekki inn í híbýli eins og Öldu, og þá í Vesturbænum, fyrr en ég var orðin vel stálpuð. Og smám saman kynntist ég fólki sem var ekki „venjulegt fólk“ eins og ég og vinir mínir – heldur ættstórt fólk sem leit mjög stórt á sig, og lítur á sig sem yfir aðra hafið. Þetta var sársaukafullt í fyrstu og minnimáttarvekjandi fyrir Vogabarnið. En notadrjúgt í skáldskap.“ Steinunn hugsar sig um. „Hvað Hörpu Eir, litla sjúkraliðann minn og laumuskáld, í Hjartastað varðar, einstæð móðir, þá á ég ekkert sameiginlegt með henni annað en það að hún á heima í kjallara. Ég átti heima í kjallara, vinnuherbergislaus, með hléum þangað til ég varð fertug. Systa blá fátæka jaðarsetta í Systu megin er persóna, eins og Alda, sem ég þekki ekki – en annað fólk þekkir hana. BÓL hefur lent hjá höfundinum í Senlis. Hún hefur komið sér fyrir á aðalkaffihúsi bæjarins! Þó Steinunn notist einatt við 1. persónu frásögn í skáldsögum sínum er ekki þar með sagt að hún dragi líf sitt inn á síður bóka sinna, ekki beint.Mynd/Þorsteinn Hauksson Þekkir margar Systur. Ég státa mig af því í laumi að geta brugðið mér í allra kvikinda líki og gert mér í hugarlund hvernig einhver lífsreynsla sé – samanber skáldsögurnar mínar um JóJó og Fyrir Lísu. Þar sem aðalefnið er afleiðingar kynferðismisnotkunar á líf tveggja fullorðinna karlmanna - annar þýskur, hinn franskur.“ En þessi er engu að síður galdur 1. persónu frásagnar, að skilin milli höfundar og sögumanns verða óljós og spurningin að hve miklu leyti styðst höfundur við sig sjálfan og sinn reynsluheim kallar? „Já, hversu mikið höfundur styðst við sjálfan sig og reynsluheiminn? Í ljóðum, og auðvitað er helmingurinn af mínu höfundaverki ljóð, þá kemur annað hljóð í strokkinn en hvað skáldsögurnar varðar. Ljóðið kemur lengst að innan og er alltaf stykki úr sál höfundarins,“ segir Steinunn. En hún heldur sig við það að í skáldsögunum sé hún furðu frjáls frá sjálfri sér. Gullgerðarlist skáldskaparins „Ég styðst nánast algjörlega við mitt ímyndarafl – en ímyndunaraflið er afla æðst í skáldskapnum. Persónurnar mínar eiga sér ekki fyrirmyndir – en margir skáldsagnahöfundar vinna með fyrirmyndir. Mér mundi aldrei detta í hug að „rannsaka“ nokkurn skapaðan hlut, lít á það sem skort á ímyndunarafli. Ég hef skrifað endalaust um alls konar hluti sem ég hef aldrei lent í – og ekkert nálægt því. Eins og til dæmis það að eignast barn, barn að aldri, eins og Harpa Eir í Hjartastað.“ Það er mikill tregi í BÓLi, harmur? „Ég held að höfundurinn virki jafnvel svipað og leikari, hann sækir tilfinningu þegar hann þarf á henni að halda. Tökum dæmi af skapgóðum leikara, sem ætti að leika reiðikast. Hann mundi, ímynda ég mér, sækja sitúasjón, þar sem hann varð brjálaður af illsku. Þegar kemur að harminum sem þú nefnir þá á ég ýmislegt í mínum fórum sem ég get sótt í, en það er ekki sama sortin og hjá LínLín í BÓLi. Þetta snýst um umbreytingar, að nota ekki tilfinningarnar þráðbeint. Steinunn við Ófærufoss. Eitthvað gott hlaust af faraldrinum, segir hún. Í BÓLi setur hún meðal annars fram tímamótakenningu um Beðið eftir Godot.Mynd/Þorsteinn Hauksson Að slöngva þeim ekki hráum á borðið. Að blanda sjálfum sér í sem minnst, það er gullgerðarlist skáldsagnahöfundarins. Það breytir ekki því að margt sem maður skrifar er mjög þungt tilfinningalega. Ég spurði Guðberg einu sinni þegar ég var orðin frekar þreytt á sjálfri mér við skrifborðið: „Grætur þú stundum yfir því sem þú skrifar?“ Hann horfði út í loftið og svaraði kalt: „Ég held að það sé afskaplega algengt.““ Í Bóli er lesandinn lokkaður áfram með því að fletta hverju laginu af öðru af og smátt og smátt opinberast hvað gerist. Og þú fléttar saman við meistaralegri kenningarsmíð um meira að segja Beckett? „Beckett já. Mér finnst yfirhöfuð svo gaman að skrifa um bækur og höfunda sem ég elska að ég gæti helst hugsað mér að snúa mér að því alfarið. Hef skrifað alveg þó nokkuð. Kannski kominn tími á játningu hér. Beckett-kenningin er stolin frá sjálfri mér, og já, enginn hafði áður séð það augljósa. Fyrirlesturinn minn, fluttur við Háskólann í Strassborg heitir: Að lesa línurnar. Þetta stendur allt í leikritinu, og það er alveg augljóst þegar maður er einu sinni búinn að sjá það.“ Kenningin um Beðið eftir Godot Margar bækur hafa verið skrifaðar um Beðið eftir Godot en þessi kenning varpar meðal annars ljósi á það hvaðan hina ströngu skilmála Becketts með uppsetningu eins og þá að þeir sem leiki Vladimir og Estragon séu karlmenn og aðeins karlmenn? „Já hugsaðu þér, og átti að lögsækja þá sem létu konur leika. En takk fyrir komplímentið. Það endar með því að ég sendi þér herlegheitin! En þetta var einsog vitrun þegar ég tók leikritið til handargagns í hundraðasta skipti. Hafði þekkt það frá því eg var krakki, Brynjólfur Jóhannesson og Árni Tryggvason í Iðnó þegar ég var tíu ára, og svo endalaust áfram.“ Svo vitraðist kenningin um Beðið eftir Godot, sem lesa má í bókinni, allt í einu. „En að minnsta kosti tveir Beckett-fræðingar sem ég hef talað við sögðu að allt hefði verið skrifað um leikritið nema þetta. Ég er frekar stolt yfir þessu innleggi mínu, frómt frá sagt!“ Þú getur verið það. Að gráta við skrifborðið Beckett sagði að eina ljósið í annars koldimmum heimi væri húmorinn. Hann er ljóstýran í myrkrinu. Gréstu þegar þú skrifaðir BÓL? „Hvað ég er sammála Beckett um húmorinn. Og það á við bæði í lífi og á bók. Húmorinn er eitt öflugasta vopn okkar skáldsagnahöfunda, því hann skerpir á því sem segja þarf, og stundum líka nauðsynlegur léttir. Hvað grátinn varðar á ég það sameiginlegt með LínLín í BÓLi að ég er ekki grátgjörn – nema þá helst við skrifborðið.“ Steinunn á staðnum þar sem sálin á heima. Skaftafell. Steinunn segir að góður stíll sé rarítet.Mynd/Þorsteinn Hauksson Steinunn útskýrir að spurningu hennar til Guðbergs beri að skilja þannig að hún hafi verið orðin þreytt á tárast við skrifborðið. „Spurt mig hvort ég væri alminleg, og viljað fá hans upplifun. Og ég átti nú frekar bágt með mig á köflum þegar ég skrifaði BÓL, skal ég alveg viðurkenna. Ég fékk uppreisn æru þegar Anna Hafþórsdóttir, ungur eðalhöfundur, hafði lesið BÓL og tárast, en sagði að hún gerði það yfirleitt ekki þegar hún læsi skáldsögur.“ Já, það má skilja Önnu. Þó bókin sé ekki þungbær aflestrar tekur hún samt í gráttaugina. Og þar kemur til stíll sem er ótrúlega léttleikandi.Hvað varstu lengi að vinna hana? „Já þvílíkt! Ég fékk hugmyndina fyrir fimm árum, vissi að ég mundi skrifa BÓL, byrjaði, lagði hana svo frá mér í sirka tvö ár. Veit ekki alveg af hverju, var kannski ekki orðin nógu þroskuð til að klára hana. Tel mig alltaf vera að vinna lengst úti á brún míns sköpunarþroska,“ segir Steinunn. Hún tekur sér málhvíld. „Svo tók ég aftur til við BÓL og vann í algjörri samfellu, daglega, eins og er reyndar minn háttur. Og ótrúlega praktískt til þess að halda sögunni alltaf inni, gleyma sem minnstu. Það gleður mig alveg sérstaklega sem þú segir um stílinn. Sögur eru alls staðar. Þær eru úti á stoppistöð, hjá klipparanum, í stigaganginum. En alminlegur stíll er rarítet.“ Er ekki að staðna nema síður sé Þetta er frábærlega stílað hjá þér. Og þetta með að þú vinnir lengst úti á brún míns sköpunarþroska heldur þér síungri?Rómantísku skáldin vildu meina að eftir tvítugt væri þetta bara úrvinnsla upplifunar? „Heimilistónskáldið mitt, sem nú er eiginmaður, sagði, já það er ekki sagan og sögurnar í BÓLi sem skipta aðalmáli heldur niðurinn. Sem þyngist jafnt og þétt. Svo gerði hann mér þá bölvun að líkja upplifuninni af því að lesa BÓL við að horfa á Otto Walkes, grínistann þýska. Þetta er ekki fyndið fyrst, en svo tryllist maður allt í einu. Kreuzberg, Berlín. Þarna les Steinunn upp í einni af gönguferðum hennar og Júlíu Björnsdóttur um söguslóðir JóJó og Fyrir Lísu.Mynd/Þórir Ingvarsson En þetta var þannig að ég var bara í Sturm und Drang með BÓL, vissi ekkert hvað ég var með í lúkunum og var eiginlega logandi hrædd. Svo þorði ég loks að sýna Þorsteini mínum og þessi ballaseraði maður fór úr ballans af hrifningu yfir bókinni og ég þorði þá að sýna hana forlaginu.“ Athyglisvert. „Eitt af mínum uppáhaldsskáldum norrænum og þótt víðar væri leitað er Kjell Espmark. Hann sagði í viðtali að hann hefði loksins komist á skrið eftir sjötugt, höfundur sem hafði um það bil jafn hrikalega langan feril að baki og ég. Ég veit að ég er ekki að staðna og ég ætla að skrifa undir það að ég sé síungur höfundur.“ En fæðingarárið þvælist illilega fyrir í íslenskum forhollum, að sögn Steinunnar, þegar það ætti að vera höfundinum vegsauki. „Í Svíþjóð eru kvenkollegar mínir áttræðir og meira, útum allar blaðsíður um leið og bækurnar þeirra koma út. Því er ekki að heilsa í íslenskum umfjöllunarheimi. Það er heldur ekki íslensk sérgrein að gera greinarmun. Byrjendur streberar og lengra komnir, allt í kássu.“ Enn gefur fólk bækur í jólagjöf Þú hefur verið lengi að, allt frá tímum Listaskáldanna vondu. Hvernig lýst þér á bókabransann í dag? „Ég var nú til þó nokkuð á undan listaskáldunum, nema Guðbergi, með tvær bækur og alles, sem enginn annar var. Og ætti vel á minnst að fá yfir mig minnisvarða skrifandi konunnar sem lifði af, byrjandi árið 1969, í svo karllægum bókmenntaheimi að ég trúði því ekki einu sinni sjálf fyrr en ég fékk umsagnir um Sífellur, fyrstu ljóðabókina mína, í andlitið, upp úr kassa í fyrra.“ Konur eru orðnar talsvert fleiri nú meðal rithöfunda en þegar þú varst að koma fram? „Bókmenntaheimurinn á Íslandi er óþekkjanlegur, og erlendis líka. Á Íslandi varð þó nokkru eftir að ég byrjaði almenn upprisa kvenskálda, sem voru áður örfáar. Steinunn á ströndinni í dásemdarborginni Dieppe, við Ermasund. Hún segist hvergi nærri búin með sinn sköpunarmátt.Mynd/Þorsteinn Hauksson Svo tóku glæpasögur yfir, góðar, vondar, allt þar á milli. Lengi vel hélst mikill áhugi á bókum, sérstaklega skáldsögum. Hann helst enn meðal eldri kynslóðar, og það finn ég áþreifanlega núna, með BÓL, en yngri kynslóð hefur lítinn áhuga. En menn gefa enn bækur í jólagjöf. Daginn sem það hættir getum við kysst þetta bless.“ Líf höfundarins verður ekki einfaldara? „Nei. Kjörin rýrna sífellt, og útgáfuheimurinn er mjög breyttur. En ég er núna að vinna með Forlaginu sem reynist mér frábærlega vel. Þar er valinn maður, og mest kona, á hverjum stól og á virkilega þátt í því að ég held ótrauð áfram að skrifa. Hvað útlönd varðar er veruleikinn líka mjög breyttur og ekki höfundum í hag. Ég átti því láni að fagna að vera útgefinn íslenskur höfundur í útlöndum við góðar undirtektir þegar enginn hafði áhuga á norrænum bókmenntum, hvað þá íslenskum. Forleggjarar frábærir – svo um leið og forsendur breytast, forleggjari hættir til dæmis, þá er löppunum kippt undan öllu. Og það dugar sjálfri mér vel að vera síungur höfundur í anda – en það dugar ekki PR-maskínum heimsins.“ Og þá neyðist þú til að tala við menn eins og mig? „Svona svona, þetta hefur nú verið skemmtilegasta spjall brall og takk fyrir það.“ Þetta með hornösina og dverginn Og nú ertu tilnefnd fyrir bókina þína, er það ekki eitthvað? Steinunn gefur ekki mikið fyrir það. „Þó ég sé þakklát fyrir tilnefninguna fyrir mína hönd og BÓLs þá eru tilnefningar og verðlaun tilviljunarkennd. Ef einhver er í dómnefndinni sem var með mér í sjöárabekk í Langholtsskóla og vill ekki að hornösinni og dvergnum (var ári á undan) finnist að hún sé eitthvað, þá er þetta búið spil. Á fjölskylduslóðum Þorsteins við Hólsá. Rangárþing ytra. Steinunn segir að af þeim viðurkenningum sem hún hefur hreppt þyki henni vænst um heiðursdoktorsnafnbót frá HÍ. Mynd/Þorsteinn Hauksson Sá heiður sem mér þykir vænst um frá Íslandi er frá háskólanum, gerð að heiðursdoktor, af harðsnúnasta bókmenntaliði landsins, og mjög sjaldgæfur heiður. Svo þetta er ekki hégómi, og langt í frá.“ En, heyrðu góða. Þú vannst þessi verðlaun nú 1995? „Já, en dómnefndir eru bara hvernig þær eru samsettar – háskólafólkið er gegnheill pakki; rithöfundar, þýðendur, fræðimenn, framúrskarandi, hafa þekkinguna sín megin, og virðingu fyrir eigin starfi – hafa ekki gert annað alla ævi en vera með nefið oní bók. Sínum eigin og annarra.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Íslendingar erlendis Höfundatal Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Steinunn var að senda frá sér skáldsöguna BÓL og blaðamaður Vísis er að reynda að narra hana í viðtal og það er … auðsótt. Þegar því verður við komið. Þetta var sama dag og tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna voru kynntar. Heim? Ertu enn úti? Nærðu þá heim í tæka tíð fyrir úthlutunina? „Ég er í Frans og ekki á heimleið.“ Fjör þó hún sé fjarri í fleskinu Næst þegar náðist í Steinunni var hún búin að koma sér fyrir í vinnuherbergi sínu í Senlis. Er það ekki í Frakklandi? „Aldeilis. Þetta er okkar annað heimili. Rétt hjá París.“ Ykkar hverra þá? „Þorsteins Haukssonar tónskálds. Hann er lífsförunautur og loks löggiltur eiginmaður.“ Bíddu, ég hélt að þið væruð búsett í Berlín? „Ekki lengur. Sko. Fyrst bjuggum við í París, frá 2000 í fáein ár, svo í Suður-Frakklandi, rétt hjá Montpellier. Síðan í Berlín í átta ár. Svo í Strasbourg þar sem ég var að kenna skapandi skrif við háskólann og flytja bókmenntafyrirlestra. Núna erum við komin í draumabæinn Senlis og hyggjum ekki á frekari flutninga.“ Heimaborgin fyrrverandi endurlitin í rómantískum ljóma. Nú eru Steinunn og hennar lífsförunautur og loksins löggiltur eiginmaður, Þorsteinn Hauksson tónskáld, búin að koma sér fyrir í Senlis og ætla sér að vera þar.Mynd/Þorsteinn Hauksson Já. Ók. Veistu, Steinunn, ég held að BÓL sé þín besta bók. „Nú. Hver er þá næstbest?“ Steinunn er fljót til, spyr á móti og blaðamanni vefst tunga um tönn. Steinunn hefur verið lengi að og eftir hana liggur dágóður stabbi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út 1969. Hún sendi frá sér þrjár ljóðabækur, svo tvö smásagnasöfn, Sögur til næsta bæjar og Skáldsögur. En með fyrstu skáldsögunni sinni, Tímaþjófnum, sló Steinunn rækilega í gegn. Hún kom út árið 1986. Steinunn hefur ítrekað verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún hlaut þau 1995 fyrir Hjartastað. Ég segi Tímaþjófurinn til að segja eitthvað. En tek svo fljótmæltur fram að þetta sé uppástunga. Ekki lokaniðurstaða. Steinunn er búin að slá blaðamann rækilega út af laginu. Sem fer með eitthvað fimbulfamb um að í BÓLi sé eins og allt komi saman. „Ef þú ætlar að standa við þessi gífuryrði þá er ég kannski að verða ósamtalsfær! En takk fyrir þessi örlátu orð, þau eru vel þegin! Og þetta hefur verið aldeilis fjör síðan BÓL kom út, þó ég sé fjarri í fleskinu.“ Ófús að vera á miklu flugflandri Ertu ekkert á leið til Íslands? „Ekki á þessu ári. Ég verð vör við að menn leggja svona frekar kollhúfur yfir því að einn höfundur sé ófús til þess að vera á miklu flugflandri eins og ástandið er í loftslagshamfaramálum. En mér skilst að ein flugferð sé ígildi þess að hafa bílinn i gangi frá vöggu til grafar, eða svo sagði mér smiðurinn minn á Selfossi. Þetta er eðalsmiður.“ Þú ert sjálfri þér samkvæm, loftslagsváin er meðal margra umfjöllunarefna í BÓLi? „Það að reyna að vera sjálfum sér samkvæmur í ræmur er reyndar efni í síkkósu. Þannig að ég reyni að vera sjálfri mér samkvæm, en ekki í ræmur. Mér finnst eins og það sé tæpast hægt að skrifa skáldsögu nema að þetta málefni liti söguna að einhverju leyti. Veitingahúsið í Elsass, rétt hjá Strassborg. Líka þar áttum við heima í nokkur ár, segir Steinunn. Hún segir að loftslagsváin komi við sögu í BÓLi en sé þó aðeins einn þráður. Mynd/Þorsteinn Hauksson Það kæmi ekki til greina fyrir mig að skrifa skáldsögu núna 2023 út frá nákvæmlega sömu forsendu og ég hefði gert árið 2015, eða tala nú ekki um 2000.“ Steinunn segir loftslagshamfarirnar lita BÓL en eru ekki aðalefni. „Ég sendi frá mér 2019 heilan ljóðabálk um tæringu og dauða Vatnajökuls, Dimmumót, þar sem hamfarahlýnun og dauði tegunda kemur við sögu. Bókin sú er tileinkuð vini náttúrunnar, Benedikt Traustasyni, frænda mínum – en hann er einmitt að taka við tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir mína hönd. Þar sem hann er sérlega hávaxinn og myndarlegur ungur maður getur hann meðal annars haldið BÓLi hærra á lofti en ég gæti gert, og það eykur auðvitað auglýsingagildið!“ Og auglýsingagildið er ofar öðru í bókabransanum þessa dagana? „Ég segi bara við lesendur, elsku takiði mark á sjálfum ykkur! Og það sem er áhugavert er pródúktið, bókin sjálf, umfram allt hvernig hún er stíluð, hvaða andrúmslofti hún nær að miðla, hverju hún nær að bæta við andlegt líf lesandans. Höfundurinn ætti að vera algjört aukaatriði, en við lifum á hæp-tímum og gægjutímum.“ Snillingur í að halda sjálfri sér utan við efnið Talandi um stíl og þá frásagnarhátt. Sagan er sögð í 1. persónu.Pælirðu mikið í frásagnarhætti? „Mig minnir að næstum allar skáldsögurnar mínar séu sagðar í fyrstu persónu, og þá undantekningarlítið kvenrödd. Með fyrstu persónunni hefur höfundurinn þráðbeinan aðgang að lesandanum, hann sleppur við vandræðalega misvitran og misvísandi sögumann, menni sem veit stundum meira en hann ætti að vita, og stundum minna, og stangast á við söguna.“ Einmitt. „En það að hafa söguhetjuna yfirleitt í fyrstu persónu og kvenmann er um það bil það eina sem sameinar skáldsögunar mínar. Ég er alltaf á byrjunarreit, eilífur byrjandi að finna nýtt form og nýjan frásagnarmáta fyrir hverja nýja sögu. Steinunn stödd á uppáhalds Kaffi Sperl í uppáhalds Vínarborg. Þetta kaffihús kemur við sögu í BÓLi.Mynd/Þorsteinn Hauksson Stundum óska ég mér þess að ég væri formúluhöfundur, sem skrifaði yfirleitt sögur frá blaðsíðu eitt til þrjúhundruð í réttri röð, með lógíska byrjun, miðju og endi. En samt, ég mundi drepast úr leiðindum og hætta að skrifa. Það að skrifa verður að vera spennandi fyrir mig, allar skáldsögur óvissuferðir. Hins vegar eru þær yfirleitt farnar í frekar lélegu skyggni og það er hættulegt og taugatrekkjandi.“ En það að vera með söguna í 1. persónu vekur þann þanka í huga lesanda, eins og þú segir þá gerir hann ef til vill ekki mikinn greinarmun á höfundi og sögumanni, að þú sért að draga þitt líf inn á síðurnar? „Ég er beinlínis fegin að fá þessa spurningu. Ég er snillingur í því að halda sjálfri mér utan við efnið – nema eftir almennilegum leiðum, útúrsnúningum úr sjálfri mér, sjálfsíróníu. Ég held að þessi fjarlægð eigi þátt í að gera mig að þeim höfundi sem kunnáttufólk í bókmenntum og harðsnúnir lesendur kunna að meta og bera jafnvel virðingu fyrir,“ segir Steinunn og skýtur því inní að virðing sé annars rannsóknarefni í íslensku samfélagi, ekki bara í bókmenntaheiminum. Furðu frjáls frá sjálfri sér í skáldskapnum „Í Tímaþjófnum bý ég til sögupersónu, Öldu Ívarsen, með hlægilega norskuskotna ættarnafnið – persónu sem er mér alveg framandi. Ég er Vogabarn sem kom ekki inn í híbýli eins og Öldu, og þá í Vesturbænum, fyrr en ég var orðin vel stálpuð. Og smám saman kynntist ég fólki sem var ekki „venjulegt fólk“ eins og ég og vinir mínir – heldur ættstórt fólk sem leit mjög stórt á sig, og lítur á sig sem yfir aðra hafið. Þetta var sársaukafullt í fyrstu og minnimáttarvekjandi fyrir Vogabarnið. En notadrjúgt í skáldskap.“ Steinunn hugsar sig um. „Hvað Hörpu Eir, litla sjúkraliðann minn og laumuskáld, í Hjartastað varðar, einstæð móðir, þá á ég ekkert sameiginlegt með henni annað en það að hún á heima í kjallara. Ég átti heima í kjallara, vinnuherbergislaus, með hléum þangað til ég varð fertug. Systa blá fátæka jaðarsetta í Systu megin er persóna, eins og Alda, sem ég þekki ekki – en annað fólk þekkir hana. BÓL hefur lent hjá höfundinum í Senlis. Hún hefur komið sér fyrir á aðalkaffihúsi bæjarins! Þó Steinunn notist einatt við 1. persónu frásögn í skáldsögum sínum er ekki þar með sagt að hún dragi líf sitt inn á síður bóka sinna, ekki beint.Mynd/Þorsteinn Hauksson Þekkir margar Systur. Ég státa mig af því í laumi að geta brugðið mér í allra kvikinda líki og gert mér í hugarlund hvernig einhver lífsreynsla sé – samanber skáldsögurnar mínar um JóJó og Fyrir Lísu. Þar sem aðalefnið er afleiðingar kynferðismisnotkunar á líf tveggja fullorðinna karlmanna - annar þýskur, hinn franskur.“ En þessi er engu að síður galdur 1. persónu frásagnar, að skilin milli höfundar og sögumanns verða óljós og spurningin að hve miklu leyti styðst höfundur við sig sjálfan og sinn reynsluheim kallar? „Já, hversu mikið höfundur styðst við sjálfan sig og reynsluheiminn? Í ljóðum, og auðvitað er helmingurinn af mínu höfundaverki ljóð, þá kemur annað hljóð í strokkinn en hvað skáldsögurnar varðar. Ljóðið kemur lengst að innan og er alltaf stykki úr sál höfundarins,“ segir Steinunn. En hún heldur sig við það að í skáldsögunum sé hún furðu frjáls frá sjálfri sér. Gullgerðarlist skáldskaparins „Ég styðst nánast algjörlega við mitt ímyndarafl – en ímyndunaraflið er afla æðst í skáldskapnum. Persónurnar mínar eiga sér ekki fyrirmyndir – en margir skáldsagnahöfundar vinna með fyrirmyndir. Mér mundi aldrei detta í hug að „rannsaka“ nokkurn skapaðan hlut, lít á það sem skort á ímyndunarafli. Ég hef skrifað endalaust um alls konar hluti sem ég hef aldrei lent í – og ekkert nálægt því. Eins og til dæmis það að eignast barn, barn að aldri, eins og Harpa Eir í Hjartastað.“ Það er mikill tregi í BÓLi, harmur? „Ég held að höfundurinn virki jafnvel svipað og leikari, hann sækir tilfinningu þegar hann þarf á henni að halda. Tökum dæmi af skapgóðum leikara, sem ætti að leika reiðikast. Hann mundi, ímynda ég mér, sækja sitúasjón, þar sem hann varð brjálaður af illsku. Þegar kemur að harminum sem þú nefnir þá á ég ýmislegt í mínum fórum sem ég get sótt í, en það er ekki sama sortin og hjá LínLín í BÓLi. Þetta snýst um umbreytingar, að nota ekki tilfinningarnar þráðbeint. Steinunn við Ófærufoss. Eitthvað gott hlaust af faraldrinum, segir hún. Í BÓLi setur hún meðal annars fram tímamótakenningu um Beðið eftir Godot.Mynd/Þorsteinn Hauksson Að slöngva þeim ekki hráum á borðið. Að blanda sjálfum sér í sem minnst, það er gullgerðarlist skáldsagnahöfundarins. Það breytir ekki því að margt sem maður skrifar er mjög þungt tilfinningalega. Ég spurði Guðberg einu sinni þegar ég var orðin frekar þreytt á sjálfri mér við skrifborðið: „Grætur þú stundum yfir því sem þú skrifar?“ Hann horfði út í loftið og svaraði kalt: „Ég held að það sé afskaplega algengt.““ Í Bóli er lesandinn lokkaður áfram með því að fletta hverju laginu af öðru af og smátt og smátt opinberast hvað gerist. Og þú fléttar saman við meistaralegri kenningarsmíð um meira að segja Beckett? „Beckett já. Mér finnst yfirhöfuð svo gaman að skrifa um bækur og höfunda sem ég elska að ég gæti helst hugsað mér að snúa mér að því alfarið. Hef skrifað alveg þó nokkuð. Kannski kominn tími á játningu hér. Beckett-kenningin er stolin frá sjálfri mér, og já, enginn hafði áður séð það augljósa. Fyrirlesturinn minn, fluttur við Háskólann í Strassborg heitir: Að lesa línurnar. Þetta stendur allt í leikritinu, og það er alveg augljóst þegar maður er einu sinni búinn að sjá það.“ Kenningin um Beðið eftir Godot Margar bækur hafa verið skrifaðar um Beðið eftir Godot en þessi kenning varpar meðal annars ljósi á það hvaðan hina ströngu skilmála Becketts með uppsetningu eins og þá að þeir sem leiki Vladimir og Estragon séu karlmenn og aðeins karlmenn? „Já hugsaðu þér, og átti að lögsækja þá sem létu konur leika. En takk fyrir komplímentið. Það endar með því að ég sendi þér herlegheitin! En þetta var einsog vitrun þegar ég tók leikritið til handargagns í hundraðasta skipti. Hafði þekkt það frá því eg var krakki, Brynjólfur Jóhannesson og Árni Tryggvason í Iðnó þegar ég var tíu ára, og svo endalaust áfram.“ Svo vitraðist kenningin um Beðið eftir Godot, sem lesa má í bókinni, allt í einu. „En að minnsta kosti tveir Beckett-fræðingar sem ég hef talað við sögðu að allt hefði verið skrifað um leikritið nema þetta. Ég er frekar stolt yfir þessu innleggi mínu, frómt frá sagt!“ Þú getur verið það. Að gráta við skrifborðið Beckett sagði að eina ljósið í annars koldimmum heimi væri húmorinn. Hann er ljóstýran í myrkrinu. Gréstu þegar þú skrifaðir BÓL? „Hvað ég er sammála Beckett um húmorinn. Og það á við bæði í lífi og á bók. Húmorinn er eitt öflugasta vopn okkar skáldsagnahöfunda, því hann skerpir á því sem segja þarf, og stundum líka nauðsynlegur léttir. Hvað grátinn varðar á ég það sameiginlegt með LínLín í BÓLi að ég er ekki grátgjörn – nema þá helst við skrifborðið.“ Steinunn á staðnum þar sem sálin á heima. Skaftafell. Steinunn segir að góður stíll sé rarítet.Mynd/Þorsteinn Hauksson Steinunn útskýrir að spurningu hennar til Guðbergs beri að skilja þannig að hún hafi verið orðin þreytt á tárast við skrifborðið. „Spurt mig hvort ég væri alminleg, og viljað fá hans upplifun. Og ég átti nú frekar bágt með mig á köflum þegar ég skrifaði BÓL, skal ég alveg viðurkenna. Ég fékk uppreisn æru þegar Anna Hafþórsdóttir, ungur eðalhöfundur, hafði lesið BÓL og tárast, en sagði að hún gerði það yfirleitt ekki þegar hún læsi skáldsögur.“ Já, það má skilja Önnu. Þó bókin sé ekki þungbær aflestrar tekur hún samt í gráttaugina. Og þar kemur til stíll sem er ótrúlega léttleikandi.Hvað varstu lengi að vinna hana? „Já þvílíkt! Ég fékk hugmyndina fyrir fimm árum, vissi að ég mundi skrifa BÓL, byrjaði, lagði hana svo frá mér í sirka tvö ár. Veit ekki alveg af hverju, var kannski ekki orðin nógu þroskuð til að klára hana. Tel mig alltaf vera að vinna lengst úti á brún míns sköpunarþroska,“ segir Steinunn. Hún tekur sér málhvíld. „Svo tók ég aftur til við BÓL og vann í algjörri samfellu, daglega, eins og er reyndar minn háttur. Og ótrúlega praktískt til þess að halda sögunni alltaf inni, gleyma sem minnstu. Það gleður mig alveg sérstaklega sem þú segir um stílinn. Sögur eru alls staðar. Þær eru úti á stoppistöð, hjá klipparanum, í stigaganginum. En alminlegur stíll er rarítet.“ Er ekki að staðna nema síður sé Þetta er frábærlega stílað hjá þér. Og þetta með að þú vinnir lengst úti á brún míns sköpunarþroska heldur þér síungri?Rómantísku skáldin vildu meina að eftir tvítugt væri þetta bara úrvinnsla upplifunar? „Heimilistónskáldið mitt, sem nú er eiginmaður, sagði, já það er ekki sagan og sögurnar í BÓLi sem skipta aðalmáli heldur niðurinn. Sem þyngist jafnt og þétt. Svo gerði hann mér þá bölvun að líkja upplifuninni af því að lesa BÓL við að horfa á Otto Walkes, grínistann þýska. Þetta er ekki fyndið fyrst, en svo tryllist maður allt í einu. Kreuzberg, Berlín. Þarna les Steinunn upp í einni af gönguferðum hennar og Júlíu Björnsdóttur um söguslóðir JóJó og Fyrir Lísu.Mynd/Þórir Ingvarsson En þetta var þannig að ég var bara í Sturm und Drang með BÓL, vissi ekkert hvað ég var með í lúkunum og var eiginlega logandi hrædd. Svo þorði ég loks að sýna Þorsteini mínum og þessi ballaseraði maður fór úr ballans af hrifningu yfir bókinni og ég þorði þá að sýna hana forlaginu.“ Athyglisvert. „Eitt af mínum uppáhaldsskáldum norrænum og þótt víðar væri leitað er Kjell Espmark. Hann sagði í viðtali að hann hefði loksins komist á skrið eftir sjötugt, höfundur sem hafði um það bil jafn hrikalega langan feril að baki og ég. Ég veit að ég er ekki að staðna og ég ætla að skrifa undir það að ég sé síungur höfundur.“ En fæðingarárið þvælist illilega fyrir í íslenskum forhollum, að sögn Steinunnar, þegar það ætti að vera höfundinum vegsauki. „Í Svíþjóð eru kvenkollegar mínir áttræðir og meira, útum allar blaðsíður um leið og bækurnar þeirra koma út. Því er ekki að heilsa í íslenskum umfjöllunarheimi. Það er heldur ekki íslensk sérgrein að gera greinarmun. Byrjendur streberar og lengra komnir, allt í kássu.“ Enn gefur fólk bækur í jólagjöf Þú hefur verið lengi að, allt frá tímum Listaskáldanna vondu. Hvernig lýst þér á bókabransann í dag? „Ég var nú til þó nokkuð á undan listaskáldunum, nema Guðbergi, með tvær bækur og alles, sem enginn annar var. Og ætti vel á minnst að fá yfir mig minnisvarða skrifandi konunnar sem lifði af, byrjandi árið 1969, í svo karllægum bókmenntaheimi að ég trúði því ekki einu sinni sjálf fyrr en ég fékk umsagnir um Sífellur, fyrstu ljóðabókina mína, í andlitið, upp úr kassa í fyrra.“ Konur eru orðnar talsvert fleiri nú meðal rithöfunda en þegar þú varst að koma fram? „Bókmenntaheimurinn á Íslandi er óþekkjanlegur, og erlendis líka. Á Íslandi varð þó nokkru eftir að ég byrjaði almenn upprisa kvenskálda, sem voru áður örfáar. Steinunn á ströndinni í dásemdarborginni Dieppe, við Ermasund. Hún segist hvergi nærri búin með sinn sköpunarmátt.Mynd/Þorsteinn Hauksson Svo tóku glæpasögur yfir, góðar, vondar, allt þar á milli. Lengi vel hélst mikill áhugi á bókum, sérstaklega skáldsögum. Hann helst enn meðal eldri kynslóðar, og það finn ég áþreifanlega núna, með BÓL, en yngri kynslóð hefur lítinn áhuga. En menn gefa enn bækur í jólagjöf. Daginn sem það hættir getum við kysst þetta bless.“ Líf höfundarins verður ekki einfaldara? „Nei. Kjörin rýrna sífellt, og útgáfuheimurinn er mjög breyttur. En ég er núna að vinna með Forlaginu sem reynist mér frábærlega vel. Þar er valinn maður, og mest kona, á hverjum stól og á virkilega þátt í því að ég held ótrauð áfram að skrifa. Hvað útlönd varðar er veruleikinn líka mjög breyttur og ekki höfundum í hag. Ég átti því láni að fagna að vera útgefinn íslenskur höfundur í útlöndum við góðar undirtektir þegar enginn hafði áhuga á norrænum bókmenntum, hvað þá íslenskum. Forleggjarar frábærir – svo um leið og forsendur breytast, forleggjari hættir til dæmis, þá er löppunum kippt undan öllu. Og það dugar sjálfri mér vel að vera síungur höfundur í anda – en það dugar ekki PR-maskínum heimsins.“ Og þá neyðist þú til að tala við menn eins og mig? „Svona svona, þetta hefur nú verið skemmtilegasta spjall brall og takk fyrir það.“ Þetta með hornösina og dverginn Og nú ertu tilnefnd fyrir bókina þína, er það ekki eitthvað? Steinunn gefur ekki mikið fyrir það. „Þó ég sé þakklát fyrir tilnefninguna fyrir mína hönd og BÓLs þá eru tilnefningar og verðlaun tilviljunarkennd. Ef einhver er í dómnefndinni sem var með mér í sjöárabekk í Langholtsskóla og vill ekki að hornösinni og dvergnum (var ári á undan) finnist að hún sé eitthvað, þá er þetta búið spil. Á fjölskylduslóðum Þorsteins við Hólsá. Rangárþing ytra. Steinunn segir að af þeim viðurkenningum sem hún hefur hreppt þyki henni vænst um heiðursdoktorsnafnbót frá HÍ. Mynd/Þorsteinn Hauksson Sá heiður sem mér þykir vænst um frá Íslandi er frá háskólanum, gerð að heiðursdoktor, af harðsnúnasta bókmenntaliði landsins, og mjög sjaldgæfur heiður. Svo þetta er ekki hégómi, og langt í frá.“ En, heyrðu góða. Þú vannst þessi verðlaun nú 1995? „Já, en dómnefndir eru bara hvernig þær eru samsettar – háskólafólkið er gegnheill pakki; rithöfundar, þýðendur, fræðimenn, framúrskarandi, hafa þekkinguna sín megin, og virðingu fyrir eigin starfi – hafa ekki gert annað alla ævi en vera með nefið oní bók. Sínum eigin og annarra.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Íslendingar erlendis Höfundatal Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira