Þrefaldir meistarar klófesta Emilíu sem færist nær bróður sínum Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 13:02 Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir samning við dönsku meistarana í HB Köge. HB Köge Danska knattspyrnufélagið HB Köge, sem orðið hefur meistari þrjú síðustu ár í röð, hefur fengið til sín hina 17 ára gömlu Emelíu Óskarsdóttur. Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs. Danski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs.
Danski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira