Geta unnið fyrsta bikarinn síðan 1964 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 15:31 Gylfi Þ. Glslason menntamálaráðherra afhenti Sigríði Sigurðardóttur bikarinn í kvöldverðarboði í lok síðasta keppnisdagsins. timarit.is/Visir Það er bikar í boði fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í kvöld því leikurinn um 25. sætið á HM í handbolta er líka úrslitaleikurinn um Forsetabikarinn. Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira