Fulham í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 22:02 Tosin Adarabioyo tryggði Fulham sigur í vítaspyrnukeppninni með áttundu spyrnu liðsins. Richard Heathcote/Getty Images Fulham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Everton í úrvalsdeildarslag í átta liða úrslitum. Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik. Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik.
Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira