Úkraínsk körfuboltahetja fórst í stórfelldum árásum Rússa Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 10:28 Árásir Rússa í gær skildu eftir sig miklar rústir í Zaporizhzhia í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Einn fórst og fjórir særðust í loftárásum Úkraínuhers á landamærahéraðið Belgorod í suðurhluta Rússlands í gær. Þetta segir héraðsstjóri Belgorod en Bryansk-hérað varð sömuleiðis fyrir eldflaugaárásum Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41