Ósmekkleg ummæli Joey Barton vekja hörð viðbrögð Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 08:00 Barton meðan allt lék í lyndi hjá Bristol Rovers Vísir/Getty Joey Barton hefur ekki setið auðum höndum síðan honum var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri hjá Bristol Rovers í haust en eins og margir auðnuleysingjar virðist hann helst verja tíma sínum á samfélagsmiðlum í misgáfulegum tilgangi. Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira