Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 07:51 Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði ógnað öðrum með hnífi. Vísir/Vilhelm Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira