Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 07:41 Talskona Hvíta hússins sagði árásina ónákvæma og gálausa. Árásin var nærri ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna í borginni. Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ Byltingarverðir Írans lýstu í gær ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. Íranir sögðu loftárásinni beint að „njósnahöfuðstöðvum“ Ísraela í Írak. Þeir hafa einnig sagt árásunum beint að „starfsstöðvum hryðjuverkamanna og að skotmörkin séu tengd Íslamska ríkinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í árásinni og sex voru særðir. Írakar fordæmdu árásina og sögðu hana árás á fullveldi sitt. Árásin kemur á sama tíma og spenna hefur stigmagnast á svæðinu í kjölfar stríðsins í Palestínu sem hófst þann 7. október á milli Ísraela og Hamas. Átökin hafa þegar haft áhrif í Íran, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen. Síðan þá hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. „Við munum halda áfram að meta stöðuna en fyrstu vísbendingar benda til þess að þetta hafi verið gálaus og ónákvæmt árás,“ er haft eftir Adrienne Watson á vef breska ríkisútvarpsins en hún er talskona öryggisráðs Hvíta hússins í Bandaríkjunum. „Bandaríkin styðja fullveldi, lýðræðið og svæðisstjórn Írak,“ sagði hún og að engan starfsmann hafa særst eða starfsstöð Bandaríkjanna verið skemmda í árásinni. Einnig skotið á skotmörk í Sýrlandi Íranir hafa áður ráðist að kúrdískum svæðum írak og sagt svæðin undir stjórn íranskra aðskilnaðarsinna og fulltrúa frá Ísrael. Kúrdíski forsætisráðherra Írak, Masrour Barzani, fordæmdi árásina á Erbil og sagði hana árás gegn Kúrdum. Byltingarverðir Írans sögðu að þeir hefðu einnig skotið að skotmörkum í Sýrlandi og segir á BBC að sprengingar hafi heyrst bæði Aleppo og sveitinni fyrir utan borgina. Árásin var sögð til að hefna fyrir árás sem gerð var á Kerman í Íran í síðustu viku. Árásin átti sér stað á sama stað og minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani fór fram. 84 létust í árásinni. Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan. Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda. Bandaríkin Írak Íran Sýrland Jemen Líbanon Joe Biden Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41 Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. 5. janúar 2024 12:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Byltingarverðir Írans lýstu í gær ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. Íranir sögðu loftárásinni beint að „njósnahöfuðstöðvum“ Ísraela í Írak. Þeir hafa einnig sagt árásunum beint að „starfsstöðvum hryðjuverkamanna og að skotmörkin séu tengd Íslamska ríkinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í árásinni og sex voru særðir. Írakar fordæmdu árásina og sögðu hana árás á fullveldi sitt. Árásin kemur á sama tíma og spenna hefur stigmagnast á svæðinu í kjölfar stríðsins í Palestínu sem hófst þann 7. október á milli Ísraela og Hamas. Átökin hafa þegar haft áhrif í Íran, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen. Síðan þá hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. „Við munum halda áfram að meta stöðuna en fyrstu vísbendingar benda til þess að þetta hafi verið gálaus og ónákvæmt árás,“ er haft eftir Adrienne Watson á vef breska ríkisútvarpsins en hún er talskona öryggisráðs Hvíta hússins í Bandaríkjunum. „Bandaríkin styðja fullveldi, lýðræðið og svæðisstjórn Írak,“ sagði hún og að engan starfsmann hafa særst eða starfsstöð Bandaríkjanna verið skemmda í árásinni. Einnig skotið á skotmörk í Sýrlandi Íranir hafa áður ráðist að kúrdískum svæðum írak og sagt svæðin undir stjórn íranskra aðskilnaðarsinna og fulltrúa frá Ísrael. Kúrdíski forsætisráðherra Írak, Masrour Barzani, fordæmdi árásina á Erbil og sagði hana árás gegn Kúrdum. Byltingarverðir Írans sögðu að þeir hefðu einnig skotið að skotmörkum í Sýrlandi og segir á BBC að sprengingar hafi heyrst bæði Aleppo og sveitinni fyrir utan borgina. Árásin var sögð til að hefna fyrir árás sem gerð var á Kerman í Íran í síðustu viku. Árásin átti sér stað á sama stað og minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani fór fram. 84 létust í árásinni. Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan. Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda.
Bandaríkin Írak Íran Sýrland Jemen Líbanon Joe Biden Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41 Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. 5. janúar 2024 12:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51
Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41
Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. 5. janúar 2024 12:13