Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 12:07 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar. Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar.
Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira